Harmonikublaðið - 01.05.2017, Síða 6

Harmonikublaðið - 01.05.2017, Síða 6
Vetrarstarfið hjá FHUR 22. apríl. Mætingin var heldur skárri en í mars, þó alltafþiggjum við fleiri. Sigurður Alfonsson hóf leikinn og Gunnar Kvaran og Reynir Jónasson leystu hann síðan af. Ballinu luku þeir Vindbelgir, Hilmar og Friðjón. Hreinn Vilhjálmsson, Edvin Kaaber og Guðmundur Steingrímsson önnuðust undirleik. Síðasta samkoma vetrarins var síðan skemmtifundur i Iðnó, sunnudaginn 30. apríl. Hún hófst með því að hljómsveit félagsins lék undir stjórn Reynis Jónassonar. Lék hljómsveitin, sem skipuð er ellefu harmonikuleikurum auk meðleikara, þau lög sem flutt verða á tónleikum landsmótsins á ísafirði í sumar. Systurnar Ingunn og Hekla Eiríksdætur fóru á sviðið í kjölfarið og léku tvo dúetta, en bættu þeim þriðja við, þegar kennari þeirra Sigurður Alfonsson bættist í hópinn. Var gerður góður rómur að þessum atriðum, en hljómsveitin er að ljúka við að fínslípa sína dagskrá. Þá fóru á svið fjórir ungir Ragnheiður, Dagbjört og Valbjörg í sínu fínasta á Þorrablótinu Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heilsaði nýju ári með dansleik i Breiðfirðingabúð þann 7. janúar. Þrátt fýrir að ekki hafði verið haldið ball síðan í nóvember varð aðsókn með minnsta móti. Bóndinn í Hellisholtum Garðar Olgeirsson hóf leikinn ásamt þeim Hreini Vilhjálmssyni á bassa og Guðmundi Steingrímssyni á trommum. Haukur Ingibergsson lék ýmist á hljómborð eða gítar. Þessir þrír áttu eftir að leika undir með harmonikuleikurunum út ballið. Næstur á léttum athugasemdum eftir þörfum. Fljótlega eftir að borðhaldi lauk mátti greina óþreyju gesta eftir að dansa, en fyrst var að selja happdrættismiða. Að því loknu hóf Sigurður Alfonsson leik, en honum til fulltingis voru þeir Edwin Kaaber, Hreinn Vilhjálmsson og Guðmundur Steingrímsson. Tóku gestir vel undir og fylltu dansgólfið á svipstundu. Svo heppilega vildi til að meðal gesta var gleðigjafinn að norðan, Aðalsteinn Isfjörð. Ekki fækkaði á gólfinu þegar hann leysti Sigurð af, enda fáum betur lagið en Alla Isfjörð að halda dönsurum á gólfi. Vindbelgirnir tóku síðan við af Alla og léku þar til skipstjórinn frá Olafsvík, Erlingur Helgason tók við um miðnættið og hann lauk síðan ballinu af öryggi. Var þorrablótið ágætlega Að svífa í dans á Þorrablóti Það voru mörg kunnugleg andlitin i Breiðfirðingabúð svið var heiðursfélagi FHUR Reynir Jónasson. Hann lék ljúfa tónlist, ýmist gamla eða nýja dansa og mátti heyra rúmbur og cha cha cha. Vindbelgirnir luku svo ballinu á gömlu dönsunum eins og þeirra er háttur. Gestir tóku mikinn þátt í dansinum og var ballið hið skemmtilegasta. Næst á dagskrá var hið hefðbundna þorrablót, sem eins og undanfarin ár var haldið í samvinnu við Þjóðdansafélag Reykjavíkur. I ár var þátttakan jafnvel heldur betri en undanfarin ár. Þorramaturinn var vel útilátinn af hendi Magga kokks á Hrafnistu og gestir gengu af ósviknum áhuga að hlaðborðinu sem svignaði undan kræsingunum. Þeir Vestfirðingarnir Pétur Bjarnason og Emil Ragnar Hjartarson sögðu sögur af sjálfum sér og öðrum við góðar undirtektir, auk þess sem veislustjórinn Friðjón Hallgrímsson skaut inn 6 heppnað og mæting með besta móti, rúmlega 160 manns. Næst á dagskrá var dansleikur þann ellefta mars. Nú fór mætingin í fyrra horf, þrátt fyrir vana spilara, þá Þórleif Finnsson og fyrverandi formann félagsins Pál Elíasson. Lára Björg Jónsdóttir söngkona gekk fljótlega til liðs við þá félaga og Páll sneri sér að dansinum. I fyrsta sinn í vetur stigu á svið þeir Guðmundur Samúelsson og Grétar Geirsson. Var þeirra þætti vel tekið enda ekki verið að gefa neitt moð á garðann á þeim bæ. Sveinn Sigurjónsson lauk svo ballinu með elegans ásamt þeim, sem eins og oft áður stóðu taktvaktina, þeim Edda Kaaber, Hreini Vilhjálmssyni og Guðmundi Steingrímssyni, en hann fékk frí meðan sá mikli heiðursmaður Þórir Magnússon settist við trommurnar með Þórleifi og Palla. Síðasti dansleikur vetrarins fór svo fram laugardaginn menn. I fararbroddi var félagi í FHUR, Flemming Viðar Valmundsson með harmoniku og með honum þeir Benjamín Gísli Einarsson á bassa, Þorkell Ragnar Grétarsson á gítar og Þórir Hólm á trommur. Þeir hófu leikinn með dúndrandi fusion jazzi og var ekki laust við að eyrun dyttu af einhverjum gesta við svo óvænta uppákomu. Þeir sömu settu þau þó aftur upp fljótlega. Það fór ekki milli mála að þarna voru fagmenn á ferð, enda allir nemendur í lokanámi í jazzdeild FIH. Aframhaldið var á svipuðu nótum, harmonikujazz í hæsta gæðaflokki og áheyrendur sátu sem dolfallnir. Fundinum lauk svo á hefðbundnari hátt, þegar þeir félagar Þórleifur Finnsson og Páll Elíasson skelltu sér í gömlu vinsælu danslögin. Þá vantaði undirleikara með þeim og lá beint við að tala við ungu mennina. Þeir voru til í tuskið og

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.