Harmonikublaðið - 01.05.2017, Blaðsíða 12
Stœrsta harmonikusamkoma heims. Þœr gœtu verið eittþúsund samkvœmt
bráðabirgðatalningu. Hér er nú ekki verið að metast á um tegundir
Fréttir frá Harmonikufélagi
Þingeyinga
Það er helst í fréttum að við héldum dansleik, kryddaðan með
Kveðandaþætti og bögglauppboði þann 7. janúar á Breiðamýri. Fékk
þetta ágætis undirtektir og var góð mæting og mikið dansað, kveðið
og bruðlað með peninga. Kveðandafélagar voru þau Davíð Herbertsson,
Sigríður ívarsdóttir, Olína Arnkelsdóttir, Ingibjörg Gísladóttir, Osk
Þorkelsdóttir, Björgvin Leifsson og Hólmfríður Bjartmarsdóttir.
Uppboðshaldari var Friðrik Steingrímsson eins og undanfarin ár og
Haukur Ingólfsson, Sigurður Tryggvason, Arni Ketill og Snorri Guðvarðar taka lagið á
Breiðumýri
stóð sig frábærlega að vanda. Strákabandið, þ.e. Jóel Friðbjarnarson,
Kristján Kárason og Rúnar Hannesson spiluðu fyrstir fyrir dansi.
SigurðurTryggvason leysti þá síðan af, en Vigdís Jónsdóttir og Hildur
Petra Friðriksdóttir enduðu ballið. Undirleikarar voru á bassa Haukur
Ingólfsson, Árni Ketill Friðriksson á trommur og Snorri Guðvarðarson
á gítar. Tókst þetta allt mjög vel, sérstaklega bögglauppboðið.
Þá höfum við verið með tvær dansæfmgar í Ljósvetningabúð og var
ágætis mæting þar og eitt myndakvöld var að Ydölum og voru skoðaðar
myndir úr Færeyjaferðinni og gamlar ferðamyndir frá Stefáni okkar
heitnum í Hólkoti.
Texti og myndir: Sigurður Olafison
Hinar sívinsœlu Hildur Petra og Vigdís luku svo ballinu á Breiðumýri
Félagar i Kveðanda Itfguðu svo sannarlega upp á samkvamið
Samband íslenskra harmonikunnenda gaf út geisladisk í
september sl. Diskurinn inniheldur upptöku frá
fjáröflunartónleikum SIHU sem haldnir voru í Salnum í
Kópavogi 5. mars í fyrra. Þeir sem leika á diskinum eru
Flemming Viðar Valmundsson, Einar Friðgeir Björnsson, Einar
Guðmundsson, Sigurður Alfonsson, Agnes Löve, Guðmundur
Samúelsson, Grétar Geirsson, Reynir Jónasson og Bragi
Hlíðberg. Aðildarfélög SIHU sjá um dreifingu disksins sem
kostar aðeins kr. 2500.-. Þetta eru að sjálfsögðu kjarakjör
fyrir disk með fallegri tónlist fluttri af okkar bestu
harmonikuleikurum við bestu aðstæður. Omissandi diskur í
stofuna, hjólhýsið, húsbílinn, frúarbílinn, fellihýsið og
sumarbústaðinn.
Þá eru ennþá til nokkur eintök af leikskóladiskinum sem Baldur
Geirmundsson lék inn fyrir nokkrum árum og slegið hefur
heldur betur í gegn. SIHU
12