Harmonikublaðið - 01.05.2017, Qupperneq 17
Nikkólína aSflytja landsmótslögin á Jörfagleðinni.
Búðardalsdagar voru haldnir sl. sumar, helgina 9.-10. júlí. Það er
komin föst hefð að halda bæjarhátíð það ár sem Jörvagleðin er ekki.
Heimamönnum og gestum var boðið til morgunverðar í Dalabúð
árla morguns á laugardegi og þar spilaði Nikkólína undir
morgunverðarhlaðborði. Einhvern veginn er oftast spilað seinni hluta
dags eða fram eftir nóttu, en þarna mættum við eldsnemma með
stýrurnar í augunum og helltum okkur út í spilamennskuna af krafti
eftir einn kaffibolla. Þetta var mjög skemmtilegt samkvæmi svona að
morgni dags. Eftir slíka upphitun skelltum við okkur á ættarmót eins
félaga okkar um kvöldið og spiluðum þar nokkra stund. Svo lukum
við Búðardalsdögunum með því að spila á Dvalarheimilinu Silfurtúni
á hátíðardagskrá á sunnudeginum. Nikkólína spilaði einnig á
Reykhóladögum í gamla kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi. Þar er
handverkshópurinn Assa með handverks- og veitingasölu. Það var
svo gaman og góð stemming að við fórum þangað aftur á jólaföstunni
og spiluðum. Eigum örugglega eftir að gera þetta oftar, það eru svo
höfðinglegar móttökur hjá handverksfólkinu.
Það var svo spilað að vanda á Dvalarheimilinu Fellsenda á aðventuhátíð
og eins heimsóttum við Dvalarheimilið Silfurtún rétt fyrir jólin.
Starfsemin í vetur hefur verið með hefðbundnum hætti, æfingar á 2ja
vikna fresti þegar því hefur verið við komið. Félagið hefur aðstöðu til
Vindbelgimir
Diskurinn „Dustað af dansskónum“
er loksins afitur fáanlegur
Ekta gömlu dansarnir beint í æð.
Hann má nota við danskennslu og í stofunni heima.
Mörgum finnst hann líka frábær við heimilisverkin.
Hægt er að panta diskinn hjá Hilmari í síma 896 5440
og Friðjóni í síma 696 6422.
Verð krónur 2500.- með sendingarkostnaði innanlands.
Fréttir úr Dölunum
æfinga í húsnæði tónlistardeildar Auðarskóla og á æfmgunum er bæði
spilað og spjallað og alltaf eru bornar fram veitingar.
Jörvagleði, menningarhátíð Dalamanna var haldin núna um sumarmálin
með fjölbreyttri dagskrá í tali og tónum og margskonar sýningum.
Hátíðin var sett síðasta vetrardag. Það kvöld voru tónleikar Þorrakórsins
og síðan spilaði Nikkólína fyrir dansi fram yfir miðnættið. Við
byrjuðum á því að leyfa áheyrendum að hlusta á lögin sem við höfum
verið að æfa fyrir komandi landsmót á Isafirði. Svo heilsuðum við
sumrinu með dillandi danstónlist.
Nú stendur yfir sauðburður í sveitum í Dölunum eins og um allt
land. A meðan liggja æfmgar niðri því flestir spilarar tengjast
sveitabúskapnum á einn eða annan hátt. En ekki má taka langt hlé
því 16. — 18. júní halda Nikkólína og Harmonikuunnendur í
Húnavatnssýslum Harmonikuhátíð fjölskyldunnar á Laugarbakka í
Miðfirði. Nikkólínufélagar hlakka til að eiga þar góða helgi með vinum
sínum Húnvetningum og við vonum að sem flestir harmoniku-og
dansunnendur sjái sér fært að mæta og skemmta sér með okkur.
SBH
_______________
Skoðið timaritis og flettið
harmonikublöðum frá 1986
Starfið hefur verið með nokkuð hefðbundum hætti síðastliðið ár. Á
Harmonikudaginn sl. vor fóru Nikkólínufélagar og spiluðu á
Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Attum við þar skemmtilega
stund með heimilisfólki og gestum og svo var endað í veislukaffi. Alltaf
gott að koma þarna.
Dalabúð9.júlí. Sigualdi, Melkorka, Sigrún ogHafliði ífremri röð, jyrirafian eru Ríkarður
og Halli Reynis
17