Harmonikublaðið - 01.05.2017, Page 19

Harmonikublaðið - 01.05.2017, Page 19
Baldur Geirmundsson Baldur Geirmundsson fæddist að Látrum í Aðalvík í október 1937 og ólst upp í sjö systkina hópi. Fyrstu kynni hans af tónlist voru á dansleikjum á Sæbóli í Aðalvík, þegar hann var sex ára gamall (orðið kynslóðabil varð til „fyrir sunnan“ löngu seinna). Annars var ekki mikið um hljóðfæri á heimili hans. Þó hefur verið minnst á greiðu og munnhörpu. Menn voru ekki kröfuharðir á Hornströndum á þeim tíma. Baldur flutti með foreldrum sínum í Hnífsdal á níunda ári sumarið 1946. Eldri bróðir hans Gunnar, eignaðist harmoniku fljótlega. Að sjálfsögðu þurfti litli bróðir að kanna þetta undratæki og þegar Baldur var búinn að fá hana lánaða nokkrum sinnum gaf Gunnar honum nikkuna. Baldur hefur því leikið á harmoniku frá barnsaldri og hóf fljótlega leika á dansleikjum fyrir vestan. Hann var ekki gamall þegar fyrstu tónsmíðarnar hljómuðu og þær eru orðnar fjölmargar. Harmonikuunnendur minnast t.d. Landsmótspolkans á Isafirði 2002, sem landsmótsgestir léku í hópspili á Ráðhústorginu í bænum. Þá hefur hann verið driffjöður í starfi Harmonikufélags Vestfjarða frá upphafi. Hljómsveit undir stjórn Baldurs starfaði á ísafirði árum saman og hann komst inn í þjóðarsálina svo um munaði sem BG og Ingibjörg á áttunda áratugnum. Margir minnast Baldurs á aðalfundum SÍHU, þar sem hann hefur verið ólatur að taka lagið fólki til ósvikinnar ánægju. Þá má ekki gleyma samspili þeirra Villa Valla, sem ósjaldan hefur sett svip á samkomur harmonikuunnenda. Eiginkona Baldurs er Karítas Pálsdóttir. Ýdalir 2017 Hátíð harmonikuunnenda Hin árlega Breiðumýrarhátíð H.F.Þ. og F.H.U.E. 2017 verður nú haldin að Ýdölum í Aðaldal 28.-31 Hátíðirf hefst föstudagskvöldið 28. júlí með dansleik kl I ö:00 - 02:00 Á laugardaginn 29. verða tónleikar kl: 14:00 þar sem fram koma harmonikuíeikarar víða að. Um kvöldið verður svo sameiginlegt grill og endað á dansleik frá kl 22:00 til 02:00. Nýr staður sama fjörið Stjómir H.F.Þ og F.H.U.E 19

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.