Harmonikublaðið - 01.05.2017, Page 20
CX0 0XS
Hilmar Hjartarson
Einn er sá maður sem hvað mest hefur kynnt sér líf harmonikuunnandans á íslandi í gegnum tíðina. Hann hefur
tekið þátt í stofnun harmonikufélags, stofnað og ritstýrt harmonikublaði, leikið á dansleikjum, verið upphafsmaður
og stundað harmonikumót frá upphafi og verið í raun vakandi og sofandi harmonikuunnandi í fjörutíu ár.
Hann hefixr heimsótt fjölmörg harmonikumót erlendis og verið í forsvari fyrir harmonikufélag. Hann hefur
séð um heimsóknir erlendra harmonikuleikara og að ýmsu fleiru hefixr hann komið Mér fannst því ástæða til
að taka manninn tali og rekja úr honum garnirnar varðandi hans æviferil og aðkomu að harmonikulífinu, en
hún er umtalsverð. En nú gef ég Hilmari Hjartarssyni lausan tauminn að segja frá og fara um ólgusjó minninganna
hvað varðar feril hans með harmonikunni.
Meðjyrstu nikkuna 1965
Hvar ertu fæddur Hilmar?
Eg var borinn í þennan heim þann 14. apríl
1940, norður í Arneshreppi, á Steinstúni við
Norðurfjörð, sonur Jensínu Guðlaugsdóttur
frá Steinstúni og Hjartar Bjarnasonar frá
Stapadal í Arnarfirði. Eftir fæðingu var mér
sem og móður minni vart hugað líf eftir mjög
mikla erfiðleika við að komast í heiminn. En
það er önnur saga sem skráð er að hluta í
blaðinu Harmonikan árið 2000. Ég ólst upp
í Steinstúni til tólf ára aldurs, að mestu hjá
móðurforeldrum og ömmu minni.
Oneitanlega er skemmtilegt að horfa til baka
í tímann og rifja upp hvernig þetta blessaða
líf mans hefur raðast upp á ótrúlega lánsaman
hátt.
Hver voru þín fyrstu kynni af
hljóðfæri? Var mikið um
skemmtanir í sveitinni?
Fóstri minn, Gísli Guðlaugsson, fékk snemma
áhuga á harmonikunni og varð
harmonikuleikari sveitar sinnar í yfir 60. ár.
Hann lék á tvöfalda díatóníska nikku og var
mjög metnaðarfullur fyrir góðum
harmonikuleik og var eftirsóttur dansspilari á
samkomum. Honum á ég að þakka minn
áhuga og í mörgu öðru var hann mín
fyrirmynd. Móðir mín varð snemma í uppvexti
mínum að stunda vinnu utan sveitarinnar en
giftist svo bónda í Dalsmynni á Kjalarnesi
1952. Hún gat þá tekið mig til sín. Við að
flytja frá Steinstúni gaf fóstri mér að skilnaði
sína gömlu harmoniku sem ég var farinn að
ná einhverjum smá árangri á með einfalda
lagstúfa. Á Kjalarnesinu lagðist að
mestu af að viðhalda spilamennskunni,
ýmislegt annað glapti. I Dalsmynni
hafði verið aðalvarðstöð hersins á
stríðsárunum sunnan Hvalfjarðar og
þar voru enn miklar stríðsminjar,
spennandi fyrir ungan dreng. Svo varð
að aðstoða við bústörfin, en í
Dalsmynni var kúabú með tuttugu
mjólkandi kúm, hestar, kindur og
hænsni. Svo var farið í vegavinnu
þarna í sveitinni eins og gengur og
enn síðar kíkt inn á ýmsar samkomur,
en aldrei man ég eftir harmonikuleikara
þar, aðallega maður nokkur sem lék
listavel á píanó. Sá hét Gísli og var
Jónsson, forstjóri vistheimilisins í
Arnarholti, faðir Ragnhildar Gísla-
dóttur söngkonu. Um átján ára
aldurinn flutti ég í Kópavog, fór að
vinna á bílaverkstæði hjá Eymundi
Austmann Friðlaugssyni, er hafði verið
allnokkuð kenndur við harmonikuleik en
sinnti því orðið lítið. Jóhann Eymundsson
sonur hans lék á þessum árum með Ágústi
Péturssyni og Jenna Jóns. En þegar ég fór að
stunda gömludansana í Reykjavík um 1960
var alltaf harmonikuleikari í hljómsveitunum,
oft þekktir náungar í þeim efnum. Auðvelt
að finna hversu vel þetta hljóðfæri passaði fyrir
dansstílinn. Einhver ólgandi lífsgleði fólst í
tónum harmonikunnar.
Hvenær hófst harmonikuferill þinn?
Árið 1962 stöklc ég ásamt nokkrum félögum
mínum á auglýsingu um starf í Noregi, í
smábænum Ytre Arna en það varð líka ferð á
vit ævintýranna. Á samkomum þar hljómaði
nú harmonikan sem aldrei fyrr, þvílíkur tónn
og túlkun. Þarna rifjuðust trúlega upp
kunnuglegir tónar fóstra míns er lært hafði
mörg laga sinna af norskum sjómönnum.
Allavega blossaði nú upp einlæg ást til
harmonikunnar er ekki hefur dofnað síðan.
Á þeim rúmum sex mánuðum sem ég dvaldi
í Noregi kynntist ég ungum Norðmanni.
Hann var lipur harmonikuleikari og lék á
dansleikjum um helgar. Á milli okkar
myndaðist vinskapur og þá skynjaði ég hina
miklu harmonikumenningu í landinu.
Honum þakka ég líka að ná nokkrum tökum
20