Harmonikublaðið - 01.05.2017, Síða 23

Harmonikublaðið - 01.05.2017, Síða 23
skiptið. Allt tókst vel í höllinni, öllum til sóma í hvívetna. Einleikarar voru þeir Bragi Hlíðberg, Jakop Yngvason og Gunnar K. Guðmundsson (blindi) og varð fólk undrandi er hann lék á nikkuna með sínum fingralausa hægrihandarstubb, snéri svo harmonikunni við og lék með vinstri hendi á hljómborðið og Jóhannes Pétursson lék undir á bassa sinnar nikku. Borgarstjóri Bergen færði okkur sem vorum í forsvari einkennisfána borgarinnar að tónleikunum loknum. Landsmótið 1990 Nú er komið að landsmótinu að Laugum í Reykjadal 1990. Til mótsins er boðið gestaspilara í fyrsta skipti frá útlöndum, hinum margfræga harmonikusnilling Nils Flakke frá Svíþjóð. Sambandsmenn báðu mig að taka á móti honum og koma með hann norður að Laugum. Eg og kona mín mættum til Keflavíkur og tókum á móti Nils og unnustu hans Karin Sandström og ókum af stað norður með viðkomu og göngu á Grábrók, stans í grænni lautu á leiðinni, boðið upp á kaffi og heimabakað meðlæti að gömlum íslenskum sið. Ottasvip brá fyrir á andliti Karinar á norðurleiðinni, enda kom á daginn að hún var lafhrædd í bílnum. Síðar kom í ljós að hún hafði aldrei ekið um skóglaust land, fannst alltaf hún væri á leið útaf. Skammt stóra högga á milli Eitt af því ánægjulega sem gerðist við allar þessar móttökur var að ýmsir af þeim ágætis mönnum urðu kunningjar mínir, sérstaklega Lars Ek og Sigmund Dehli. Eftir að blaðaútgáfa mín hófst, fékk ég hvatningu frá ýmsum, sem fengu blaðið erlendis að mæta á harmonikumót. Það varð til þess að við hjónin fórum á Titanofestivalen í Noregi og einnig áttum við eftir að taka þátt í hinu risastóra Ransátermóti í Svíþjóð. I framhaldi af þessu kynntist ég enn fleiri framámönnum innan þessa geira og þar kom, að ég var boðaður til Finnlands á fund norrænna harmonikufélaga sem fram fór í bænum Porvoo skammt frá Helsinki 12.-13. apríl 1997. Þessi fundur var í umsjá Finna og þeir buðu upp á allt, ferðir, hótel og mat. Lars Ek boðaði til stofnfundar Alþjóðlega Frosinifélagsins í Stokkhólmi í nóvember 1998. Fór hann fram á það í bréfi að ég kæmi, sem fulltrúi Islands í þann félagsskap. Ég sló til og mætti á fundinn og þar með átti ísland möguleika á að senda keppanda í keppnina Frosini Grand Prix. Næsta Frosini keppni var nú boðuð 21. nóvember 1999 í Helsinki og nú varð að leita uppi keppanda hér heima. FHUR hafði haldið hæflleikakeppni í harmonikuleik 1998 þar sem sigurvegari í elsta flokki var sautján ára piltur Matthías Kormáksson. Hann féllst á að mæta til keppninnar og við mættum til Finnlands á tilsettum tíma, Matthías stóð sig með mikilli prýði meðal keppenda frá Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Rússlandi, var þar með fyrstur Islendinga að taka þátt í slíkri keppni. Árið 2000 var aftur Frosini keppni framundan, nú í smábænum Hammarstrand í Svíþjóð. Enginn gaf sig fram, svo mér datt í hug að ræða við vin min, hinn síunga Gretti Björnsson sem var að verða sjötugur. Minn maður sló til og við mættum saman á keppnisstað. Keppendur voru frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Rússlandi og Islandi. Grettir lék á alls oddi, hann var svo glaður og þakklátur að hafa drifið sig og stoltur af ungu keppendunum sem virtust allir vegir færir. „Þér tókst, Hilmar, að vekja neista í minni gömlu sál með þessu öllu saman“ sagði hann. Nú er ekki öll sagan sögð því í matarboði eftir keppnina með keppendum og dómurum sem voru Seppo Lankinen Finnlandi, Oleg Sharov Rússlandi, Viðmxlandi ágóSri stund meS sinni stoS ogstyttu ígegnum tíáina, Sirrý Henryjonsson Svíþjóð og Lars Ek yfirdómari, stungum við Grettir saman nefjum og trekktum hvorn annan upp í því að fá alla þessa meistara til Islands að halda alvöru tónleika 2001. „Svo verð ég líka sjötugur“, bætti minn maður við „og blaðið Harmonikan hættir útgáfu þá eftir fimmtán ár,“ sagði ég. Stjörnutónleikar á nýrri öld Þessi sprengihugmynd féll í frjóan jarðveg, viðstaddir glöddust mjög og innan stundar var áformið handsalað. Skammt yfir sögu farið hófumst við handa eftir heimkomuna að koma boðskapnum á framfæri. Langholtskirkja varð fyrir valinu og viðburðinum gefið nafnið „Stjörnutónleikar á nýrri öld“ og dagsetningin ákveðin 5. maí 2001 sem var afmælisdagur Grettis. Markaðssetning fór nú á fulla ferð og stjörnurnar mættu eins og ákveðið var. Þeir sem komu fram voru, Alexander Satsenko sextán ára rússneskur harmonikusnillingur, Seppo Lankinen Finnlandi, Lars Ek Svíþjóð, Magnus Jonsson Svíþjóð, Oleg Sharov Rússlandi, allir harmonikuleikarar og kona Oleg, söngkonan Lydia Sharova er söng rússnesk þjóðlög. Árni Arinbjarnar hálfbróðir Grettis spilaði tónleikana inn á orgel kirkjunnar. Tónleikarnir slógu gjörsamlega í gegn, kirkjan troðfull og gleðin og hrifningin var einstök. Eftir tónleikana bauð Grettir til afmælisveislu í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem vinir og vandamenn mættu ásamt öllum stórmeisturunum, þá bættust við framhaldstónleikar. Aideilis ógleymanlegt. Hver er þín skoðun á ungum harmonikuleikurum í dag? Unga harmonikufólkið sem er að læra kemur ekki inn í félagsstarfið, en mörg þeirra koma á mótin til að spila. En hvað hafa þau verið að spila? Ef það er staðreynd að fólkið sem fer utan til að læra meira kemur svo heim spilandi framúrstefnutónlist, þá er ég allavega ekki sáttur. Ekki syngur maður né dansar eftir henni, ekkert líf eða gleði, bara hrúga af tónum, nikkan barin að utan, allt þetta fer misvel í eyru, heyrist mér. Hafa harmonikufélögin skilað því sem þú reiknaðir með? Jú það held ég, félögin störfuðu af miklum krafti fram eftir árum, og náðu fram mörgum góðum markmiðum. Samvinna margra félaga hefur að jafnaði verið góð, það ég best veit og virðing haldist milli þeirra enda allir að stefna að líku marki. Ég persónulega haíði mikil og góð samskipti við félögin á blaðaútgáfuferli mínum. Nú eru farin að koma fram ýmis þreytumerki þar sem fólk er farið að eldast og nánast ekkert nýtt blóð kemur til liðs. Hver er þín sýn á starf harmonikufélaganna í framtíðinni Nú er stórt spurt. Ef ég á að segja eins og er, líst mér bara hreint ekkert á þetta ástand sem er að skapast, mátturinn er bara því miður dvínandi víðast hvar. Harmonikumót og dansleikir mega hinsvegar alls ekki detta út, innan þeirrar menningar er margt hægt að þróa ásamt öflugum miðli sem tæki mið af starfinu á hinum Norðurlöndunum og jafnvel víðar. Við skulum vera minnug þess að verið er að halda uppi mjög merku menningarstarfi sem hægt er að vera stoltur af. Ræða þarf rækilega á hvaða leið við ætlum okkur með harmonikunám í framtíðinni, kannski stöndum við nú á krossgötum hvað það varðar? Viljum við stefna í þá átt að hin þjóðlegu einkenni harmonikutónlistar hverfi og þar með hinir tilþrifamiklu og fjölbreyttu gömludansar. Stór hluti ævi minnar hefur snúist um harmonikulífið á Island og jafnvel víðar. I gegnum það hef ég eignast marga góða vini og kunningja. Við Hilmar ljúkum spjallinu, sem tekið hefur nokkra kaffibolla, á þessum nótum. Ég er mun fróðari um síðustu 40 ár í lífi harmonikuunnandans. Þess má geta að lokum að öll blöð Harmonikunnar er nú hægt að nálgast og lesa um marga viðburði sem minnst er á í viðtalinu, á timarit.is. FriSjón Fíallgrímsson 23

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.