Harmonikublaðið - 01.05.2017, Qupperneq 24
Eyfirðingar á dansskónum
Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð hóf
vetrarstarfið með dansleik í Hofi laugardaginn
10. september. Þá léku þeir Fjörkálfar, Valberg
Kristjánsson, Árni Þorvaldsson, Magnús
Kristinsson og Jóhann Möller, ásamt Steinunni
Einarsdóttur sem sá um sönginn. Dansbandið
tók síðan við af þeim, með Einari
Guðmundssyni, Hauki Ingólfssyni, Árna
Katli, Finni Finnssyni, Ingólfi Jóhannssyni og
Ragnheiði Júlíusdóttur sem sá um sönginn að
vanda. Næst var blásið til dansgleði 1. október.
Nú var hljómsveitin Braz mætt, en hana
mynda þeir Árni Olafsson, Jóhann og Gunnar
Möller og Jón Sigurðsson. Svava Hrund
Friðriksdóttir er söngkona Braz. Fyrsti
vetrardagur hefur löngum verið nýttur til
dansbragða í Félagi harmonikuunnenda við
Eyjafjörð og á því varð engin breyting í haust.
Að þessu sinni voru Fjörkálfarnir í sínu besta
stuði en auk Valbergs voru þeir Pálmi
Björnsson, Magnús Kristinsson, Jóhann
Möller og Steinunn Einarsdóttir í
hljómsveitinni. Hljómsveit Hildar Petru
Friðriksdóttur tók síðan
við en með henni léku
þeir Pálmi Björnsson,
Jón Sigurðsson og
Jóhann Möller. Árs-
hátíðin var haldin 12.
nóvember í Hofi, en
hennar var getið í síðasta
tölublað Harmoniku-
blaðsins. Eyfirðingar
voru eins og aðrir
komnir í jólaskap 10.
desember þegar var opið
hús í Laxagötunni. Þar
áttu félagar ákaflega
notalega stund við
jólalagaharmonikuspil,
piparkökur og súkkulaðidrykkju.
Á nýju ári var sett í gang laugardaginn 11.
febrúar. Nú voru það þeir félagar í Braz, Árni
Olafsson, Jóhann og Gunnar Möller, Jón
Sigurðsson auk söngkonunnar Svövu Hrundar
Friðriksdóttur, sem settu fjörið í gang. Einar
Guðmundsson og félagar í Dansbandinu, þeir
Rabbi Sveins, Númi Adólfs, Árni Ketill og
Haukur Ingólfsson luku síðan ballinu,
Ragnheiður söngkona var í fríi. Eftir aðeins
þrjár vikur, þann 4. mars voru Eyfirðingar
aftur mætir í Lón. I þetta skipti sáu
Fjörkálfarnir, Pálmi Björns, Árni Þorvalds,og
Maggi Kristins ásamt Hildi Petru um
byrjunina. Dansbandið lauksíðan ballinu, en
þar leika Einar Guðmunds, Haukur Ingólfs,
Árni Ketill, Finnur Finns og Ingólfur Jóhanns.
Næst var blásið til dansleiks 1. apríl. Eins og
síðast hófur Fjörkálfarnir leikinn og höfðu
áfram Hildi Petru á nikkunni. Ballinu luku
svo Þingeyingarnir í Strákabandinu, síungir
gleðimenn, sem ekki láta kennitölunrar rugla
sig í ríminu. Að sjálfsögðu var þessi heimsókn
vel þegin af eyfirskum dönsurum. Samkvæmt
hefðinni var dansleikur á síðasta vetrardag,
þann 19. apríl en þá var hinn kunni dansspilari
til áratuga Pálmi Stefánsson mættur með sína
hljómsveit. Félagarnir í Brazi leystu hann síðan
af og luku ballinu. Allir dansleikir FHUE í
vetur hafa farið fram í Menningarhúsinu Hofi,
þar sem þess háttar starfsemi á að sjálfsögðu
heima. Lokatónar vetrarins verða slegnir á
Harmonikudaginn, 6. maí, en þá verða
stórtónleikar í Hofi, þar sem meðal annars
koma fram nemendur Roars Kvam í
Tónlistarskólanum. Deginum lýkur síðan með
dansleik þar sem Dansbandið ásamt
Fjörkálfunum mun sjá um fjörið.
FH/FS. Myndir: Filippía Sigurjónsdóttir
Hljómsveit Einars Guðmundssonar með Rabba Sveins
Hljómsveitin Braz á febrúarballinu
Ásta Soffía í heimsókn
Þingeyingurinn snjalli Ásta Soffía
Þorgeirsdóttir, sem stundar við nám við
Tónlistarháskólann í Osló er á leið heim til
tónleikahalds. Með henni í för verða tveir
framúrskarandi samnemendur hennar, þau
Kristina Björdal Farstad og Marius Berglund,
en þau leika einnig á harmonikur. Þau halda
tónleika í Húsavíkurkirkju þann 10. ágúst, í
Reykjahlíðarkirkju í Mývatnssveit daginn eftir
24
og í Siglufjarðarkirkju þann 14. ágúst. Stefnt
er að tónleikum í Reykjavík fimmtudaginn
17. ágúst, sem harmonikufélögin á svæðinu
munu að sjálfsögðu auglýsa innan sinna raða,
þegar þar að kemur. Auk þess hafa
þremenningarnir áhuga á að líta við á
Blönduósi.