Harmonikublaðið - 01.05.2018, Síða 6

Harmonikublaðið - 01.05.2018, Síða 6
Fréttir frá Harmonikufélagi Þingeyinga Vetrarstarfið er með hefðbundnum hætti og hófst með aðalfundi í byrjun október. Arshátíð félagsins var haldin í nóvember og hefur þegar verið fjallað um hana í desember blaðinu. Haldnir eru félagsfundir á Breiðumýri fyrsta sunnudag hvers mánaðar yfir veturinn. Eru þeir jafnan vel sóttir og er fyrst spilað á harmoniku í um það bil klukkutíma áður en fundur hefst. Að fundi loknum er svo sest að veislukaffi, en fundarmenn koma með brauð og kruðerí. Dansæfingar eru fimm til sex yfir veturinn. Eru þær haldnar í Ljósvetningabúð og standa yfir frá hálf níu til hálf ellefu. Þar leika fyrir dansi þeir félagsmenn, sem tiltækir eru hverju sinni. Hefur þetta mælst vel fyrir. Um fjölda ára hefur félagið haldið samkomu upp úr áramótum á Breiðumýri. Nú í vetur var samkoman haldin 6. janúar. Hófst hún klukkan níu með dansi sem stóð í drjúga stund. Síðan tók við hagyrðingaþáttur undir stjórn Oskar Þorkelsdóttur og með henni voru Sigríður Ivarsdóttir, Hólmfríður Bjartmars- dóttir, Ólína Arnkelsdóttir, Ingibjörg Gísla- dóttir og Davíð Herbertsson. Flugu þar margar óborganlegar vísur og var mikið hlegið. Var nú aftur tekið til við dansinn um stund, en nú var komið að rúsínunni í pylsuendanum sem var bögglauppboð. Boðnir voru upp um 45 bögglar. Uppboðshaldari var, sem oft áður, Friðrik Steingrímsson sem af sinni alkunnu snilld og gáska fórst það vel úr hendi. Var boðið í villt og brjálað og fór gjaldkeri heim með úttroðna tösku sæll í sinni. Samkomunni lauk svo um klukkan tvö og fóru allir heim með bros á vör og gleði í hjarta. Fyrir dansi skiptust á um að spila Ásgeir Stefánsson, Rúnar Hannesson og Katrín Sigurðardóttir, Sigurður Tryggvason og svo Strákabandið. Nutu spilarar dyggrar aðstoðar vina okkar frá Akureyri, þeirra Pálma Björnssonar, Árna Þorvaldssonar og Magnúsar Kristinssonar, en þeir léku með á gítar, bassa og trommur. Hjá félaginu er svo á döfinni ferðalag um þrjátíu félaga á dansleik hjá nýendurfæddu Harmonikufélagi Horna- fjarðar sem er á Smyrlabjörgum í Suðursveit seint í apríl og í sömu ferð er fyrirhugað að heimsækja Þórbergssetur að Hala í Suðursveit. Harmonikudaginn 5. maí höldum við svo hátíðlegan á Breiðumýri með tónleikum eldri og yngri og veglegu kaffisamsæti. Loks er svo Grillhátíð dagsett hjá okkur 8. júní. Látum gott heita að sinni. Kveðja, Jón Helgi Ljósmyndir: Siggi á Sandi Sigurður Tryggvason tekur nikkuna til kostanna Dansinn dunar á Breiðumýri Strákabandið á heimavellinum á Breiðumýri 6

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.