Harmonikublaðið - 01.05.2018, Qupperneq 8

Harmonikublaðið - 01.05.2018, Qupperneq 8
Harmonikufélag Þingeyinga 40 ára Þann 4. maí 2018 verður Harmonikufélag Þingeyinga 40 ára og hefur þá starfað óslitið síðan4. maí 1978. Þann dag héldu Aðalsteinn Isfjörð og Stefán Kjartansson stofnfund þess í Snælandi á Húsavík og voru stofnfélagar 42 harmonikuleikarar. Seinna gekk fjöldi harmonikuunnenda í félagið. Með tímanum hefur harmonikuleikurum fækkað, en dansunnendum minna og eru þeir meirihluti félagsmanna í dag. í félaginu eru nú um hundrað manns. Harmonikufélag Þingeyinga hefur í þessi fjörutíu ár átt drjúgan þátt í menningu héraðsins og veitt félagsmönnum mikla gleði. Þá hefur félagið alltaf haldið samkomu á harmonikudeginum. Markmið félagsins er að stuðla að framgangi harmonikutónlistar, efla áhuga á henni, æfa saman og skemmta sér og öðrum. Félagið stendur fyrir nokkrum samkomum á ári, árshátið, jólaballi, minnst 3 dansæfingum og Utileguhátíð á Breiðumýri, í samvinnu við Eyfirðinga. Nú síðast reyndar í Ydölum í Aðaldal. Auk þessa hefur félagið gefið harmonikur til tónlistarskólanna, leikið fyrir vistmenn á öldrunardeildum og sjúkrahúsum og fyrir börn í skólum, leikskólum ofl. Félagið hefur staðið að fjölda skemmtiferða fyrir félagsmenn bæði innanlands og utan, leikið á harmoniku víða og haldið dansleiki. Félagið hefur tekið þátt í öllum aðalfundum Landssambandsins, öllum landsmótum harmonikuunnenda og haldið tvö. Mest samstarf hefur félagið átt við Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð og Harmonikufélag Héraðsbúa. Þar ber hæst Breiðumýrarhátíð og til Egilsstaða höfum við Þingeyingar í Fœreyjaferð f jll II r i r s rt|IPP 1 ; Ét §§, ífjHJÍ I j Mtákll TVl| '-K Þingeyingar stilla saman meS Dalamönnum í Búðardal Hljómsveitarœfing í Grímsey Samkomurnar á Breiðumýri eru löngu landsþekktar Ki * ;. v... J &&® j læip \ 1 \ ' i i Unga kynslóðin hefur ettíð leikið stórt hlutverk hjá Harmonikufélagi Þingeyinga líka oft farið og haldið samkomur í Valaskjálf með heimamönnum. Auk þessa sem að framan er talið gaf félagið út heimildamyndina „Harmonikuást“ árið 2012 og lét einnig gera upptökur af harmonikuleik félagsmanna, sem ekki er síður heimild. Félagið heldur fundi mánaðarlega yfir vetrartímann. Núverandi formaður er Jón Helgi Jóhannsson. Við í Harmonikufélagi Þingeyinga ætlum að starfa lengi enn af fullum krafti.Við ætlum að halda upp á afmælið okkar á árshátíð í haust og gefa þá út afmælisrit. Hólmfríður Bjartmarsdóttir Ljósmyndir: Siggi á Sandi 8

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.