Harmonikublaðið - 01.05.2018, Qupperneq 13
LífigleÍi njóttu Kvennasveitin í jrumrauninni
trommaði. Sigurður Alfonsson lauk síðan
ballinu með glæsibrag. Meðleikarar þetta kvöld
voru annars þeir Haukur Ingibergs, Hreinn
Vilhjálms og Guðmundur Steingrímsson.
Lokaballið var síðan 14. apríl. Aðsókn var
svipuð og í mars og ekki viðunandi að mati
stjórnarinnar. Hildur Petra og Vigdís hófu
leikinn og áttu ekki í vandræðum að fá fólk
út á gólfið. Svenni Sigurjóns og Hreinn
Vilhjálms tóku síðan við af þeim og héldu
mannskapnum á gólfinu til að verða eitt.
Meðleikarar í þetta sinn voru þeir Jón
Guðmundsson og Jónas Pétur. Trommu-
leikararnir voru tveir, þeir Guðmundur
Steingrímsson og Arni Askelsson
Þessu fertugasta og fyrsta starfsári FHUR er
nú að ljúka, en við taka harmonikumót
sumarsins. Er það fyrir marga tilhlökkunarefni,
enda fátt skemmtilegra en að dvelja í góðra
vina hópi við harmonikuspil og dans. Félagið
mun eins og í fyrra halda sitt „Nú er lag“ á
Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina
og hefur einn besti besti harmonikuklúbbur
Noregs boðað komu sína á mótið. Hann
kemur frá Bodö og hefur unnið til margra
verðlauna fyrir leik sinn. Hljómsveitin mun
halda tónleika á mótinu, auk þess að leika fyrir
dansi. Núverandi formaður FHUR er
Steinþóra Ágústsdóttir, varaformaður Hilmar
Hjartarson, Haukur Ingibergsson er gjaldkeri,
Gyða Guðmundsdóttir ritari og Asgerður
Jónsdóttir meðstjórnandi.
Friðjón Hallgrímsson
Ljósmyndir: Siggi Harðar
Þá var kátt í höllinni!
Fyrir nokkrum vikum fæddist sú hugmynd
að Harmonikufélag Reykjavíkur tæki sal á
leigu og héldi ball. Ljóst var að í því fælist
nokkur áskorun, sem félagarnir reyndust svo
reiðubúnir að mæta og leystu farsællega.
Undirritaðan rekur ekki minni til þess að
félagið hafi tekið sal á leigu til dansleikjahalds
hin síðari ár nema einu sinni og þá af ærnu
tilefni, nefnilega 30 ára afmæli félagsins 2016.
En á árum áður ku það hafa verið reglulegur
þáttur í starfi félagsins og án efa ástæða þess
að fjárfest var í öflugu hljóðkerfi sem nú orðið
kemur alltof sjaldan fyrir sjónir fólks. Tja,
nema sem efnahagsliður í ársreikningi, en það
er önnur saga. Nú brá svo við að salurinn
Danshöllin í Drafnarfellinu var laus og
dagsetning fannst sem hentaði þorra þeirra
sem hlut áttu að máli, fyrsti laugardagur í
sumri, 21. apríl sl. Þrjár hljómsveitir buðu
sig fram til verksins og skiptu á milli sín
tímanum frá 20:15 til miðnættis. Combó
Smári byrjaði, þá Vitatorgsbandið og að lokum
Léttsveitin. Um 80 manns mættu og
aðdáunarvert var að sjá dansfólkið hringsnúast
allt kvöldið og vart blása úr nös. Papa Jazz og
Siggi trommari börðu húðir, Svanhildur stökk
til og leysti af á trommur milli þess sem hún
spilaði á harmoniku, Eirný lék á gítar og
Léttsveitin í Ijúfum leik
Marinó á bassa sem lagði auk þess til
hljóðkerfið. Hrynsveitin studdi við stóran
hóp harmonikuleikara þetta kvöld og
sameiginlega var reynt að halda góðum takti
svo danspörin gætu fengið notið sín. Þegar
kvöldið var gert upp varð niðurstaðan sú að
góður grundvöllur væri til að halda ball einu
sinni til tvisvar á vetri og hafist yrði handa
strax næsta haust.
Olafur Briem form.
Ljósmynd: Ólafur Briem
13