Harmonikublaðið - 01.05.2018, Side 14

Harmonikublaðið - 01.05.2018, Side 14
Með harmonikuna að vopni Ágætu lesendur Harmonikublaðsins hér ætla ég að festa á blað smá vangaveltur um stöðu harmonikunnar eins og mér finnst hún blasa við okkur í dag, en fyrst ætla ég að rekja fyrir ykkur kynni mín af þessu frábæra hljóðfæri. Þegar ég var 55 ára gömul fékk ég þá bjartsýnis flugu í höfuðið (eina af mörgum) að ég gæti líklega lært á harmoniku, en ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á harmonikutónlist. Næsta skrefið var að fletta upp í símaskránni og hafa upp á einhverjum sem kenndi á harmoniku og fyrir valinu varð Karl Jónatansson. Hringdi ég síðan í Karl og sagði honum eins og var að ég hefði áhuga á að læra á harmoniku, ég spurði hann hvorr ég væri ekki orðin of gömul, ég hefði aldrei haft hljóðfæri undir höndum og ætti ekki einu sinni harmoniku. Karl sagði að maður væri aldrei of gamall og hann ætti líklega harmonikupúdu sem hann gæti lánað mér svona fyrsta kastið. Ekki leið nú langur tími þar til ég var búin að kaupa mér harmoniku og komin í fullt nám hjá Karli, sagði hann að þetta gengi nú bara nokkuð vel en hann hefði gjarnan viljað fá mig fyrir svona 20-30 árum. Þetta var að hausti en fljótlega eftir áramót fór Karl að hafa orð á því að nú væri komið að því hjá mér að fara í Stórsveitina. Mér fannst þetta mjög ógnvekjandi þannig að ég bað hann bara vel að lifa og sagði honum að ég væri aðeins að gera þetta fyrir sjálfa mig. Karl sagði þá ákveðinni röddu, þetta er liður í kennslunni Guðrún og sá ég það strax að þarna var engin undankomuleið. Þar með var ég komin í hljómsveit. Þegar Harmonikufélag Reykjavíkur fór til Færeyja fyrir nokkrum árum, vantaði okkur úrsetningu af laginu Rasmus. Eg hringdi í Kalla og bað hann að útsetja lagið fyrir okkur og var það sjálfsagt, ég mætti sækja nóturnar til hans um miðnætti sama dag. Um kvöldmatarleytið hringdi Karl og sagði að ég mætti sækja nóturnar. Eg kom við í blómabúð, keypti fallega rós og færði honum og sagði síðan við hann, þú varst aldeilis snöggur að þessu. Jaaá sagði Karl og dró seiminn, þurrkaði sér síðan svona um nefið og sagði svo, já Guðrún ég vildi bara koma í veg fyrir það að þú færir að berja hér allt húsið að utan um miðja nótt og ónáða hana Sólveigu mína. Eg lét þau orð falla í einhverju viðtali að Karl væri afbragðs góður kennari og svo væri hann bara svo mikill sálfræðingur, hefði nánast allt til að bera sem góður kennari þyrfti að hafa.Ekki leið nú á 14 löngu þegar gárungarnir í félaginu mínu hringdu eða ég mætti þeim á götu að þeir spyrðu mig hvort ég væri ennþá hjá sálfræðingnum. Ég fæ seint þakkað Kalla fyrir þolinmæðina og hvatninguna í kennslunni og alla þá gleði sem þetta yndislega hljóðfæri hefur gefið mér síðan. Það voru stórhuga menn sem stofnuðu fyrstu harmonikufélögin hér á landi og síðar SIHU en hvað er það sem hefur haldið þessum félögum gangandi fram á þennan dag? Það er auðvitað fólkið í félögunum, en fyrst og fremst hafa félögin verið umgjörð utan um þessa frábæru harmonikuleikara sem við höfum haft og getað teflt fram. Harmonikuleikarar sem sumir hverjir teljast jafnvel á heimsvísu, frábærir kennarar sem nánast hafa komið með nemendur á færiböndum inn í félögin. Við eigum þessu fólki mikið að þakka. Það er gaman að fylgjast með unga fólkinu okkar í dag, við sáum það á þessu glæsilega landsmóti á ísafirði síðastliðið sumar, þau sýndu okkur hvað hægt er að gera með harmonikuna að vopni. Þetta gera ekki aðrir betur, hæfileikarík ungmenni sem hafa haft góða leiðsögn. Við sjáum líka unga fólkið okkar hér á höfuðborgarsvæðinu og um land allt, spilandi með jassgrúbbum, trúbadorum, í kirkjum og fleiri stöðum að ógleymdum þeim ungmennum sem eru í framhaldsnámi erlendis. Ég get ekki stillt mig um að nefna hér þrjár konur sem mér hefur fundist mjög gaman að fylgjast með. Það er Margrét Arnardóttir sem hefur svolítið farið sínar eigin leiðir sem er bara gott, en á ekki langt að sækja hæfileikana, faðir hennar Örn Arason var einn af bestu spilurum í Harmonikufélagi Reykjavíkur og starfaði með félaginu í mörg ár og síðan þær stöllur Hildur Petra og Vigdís sem virðast ætla að halda uppi þessari gömlu góðu dægurtónlist af hjartans list. En gleymum því ekki, að kjarni hverrar þjóðar eru börnin og það gildir einnig um harmonikufélögin. Við þurfum að hlúa betur að börnunum, hvetja þau og reyna að vekja áhuga þeirra á harmonikunni, efla leikskólaspilið, en það er eins og botninn hafi dottið úr því. Það eru líklega 3-400 leikskólar á öllu landinu og ef við gætum vakið áhuga hjá bara einu barni í hverjum skóla, já þá værum við bara í nokkuð góðum málum. Félagar góðir hikið ekki við að bjóða ykkur fram til spilamennsku í leikskólunum, við sem höfum spilað fyrir börnin þar vitum að þau hafa gaman af harmonikunni, en leikskólastjórarnir sumir hverjir hafa engan áhuga. Það vantar eftirfylgni og hvatningu frá SÍHU í þennan flokk mála. Við þurfum að gera veg harmonikunar sem mestan og vera sýnilegri. Harmonikusamfélagið er öflugt samfélag en við megum aldrei gleyma að láta einnig gott af okkur leiða. Spilum eins oft og við getum fyrir gamla fólkið okkar en þetta er sú tónlist sem það ólst upp við og gleðin í hverri sál leynir sér ekki. Það göfgar lífið að geta látið gott af sér leiða. Ekki má gleyma öllu hinu fólkinu sem alltaf er á hliðarlínunni með sínar vinnufúsu hendur til í tuskið hvar og hvenær sem er. Við ættum líka að þakka dönsurunum alveg sérstaklega, danslist þeirra kraftur og gleði skilar sér inn í dansmúsíkina. Eitt er það sem mér finnst alveg stórkostlegt, en áttaði mig ekki almennilega á því fyrr en ég horfði á þáttinn hans Gunnars Kvaran þegar hann var með Hilmar Hjartarson í viðtali. Þar kom fram að þeir félagar Hilmar og Þorsteinn Þorsteinsson hafi staðið fyrir fyrstu útihátíð harmonikunnar hér á landi og ég fór að hugsa. Ætli þá félaga hafi órað fyrir því hvaða afleiðingar og áhrif þetta myndi hafa á harmonikusamfélagið. Með þessari fyrstu útihátíð hrundu þeir félagar af stað þvílíkri flóðbylgju sem farið hefur um landið eins og stormsveipur, sem markast af því að útihátíðir harmonikufélaganna eru haldnar nánast allt í kringum landið allar helgar frá því á vorin og fram á haust, þar kemur fólk saman, gleðst, syngur, spilar og dansar. Þarna var ótrúlegri flóðbylgju hrundið af stað, flóðbylgju sem Guðrún Guðjónsdóttir

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.