Harmonikublaðið - 01.05.2018, Page 17
Magnús Eiríksson
Höfundur lagsins að þessu sinni er Magnús
Eiríksson, en hann hefur síðustu áratugina
verið einn vinsælasti lagahöfundur þjóðar-
innar. Magnús er fæddur í Reykjavík 25. ágúst
1945 og er sá fyrsti af Bítlakynslóðinni sem
á lag í blaðinu og er það vonum seinna. Hann
komst yfir fyrsta gítarinn fyrir fermingu og
var farinn að leika með skólahljómsveit stuttu
seinna og þá var stutt í ballspilamennskuna.
Ritstjóranum eru minnistæðir dansleikir í
Sigtúni við Austurvöll þar sem hljómsveitin
Pónik hélt uppi stuðinu nokkra vetur, en þar
var Magnús með gítarinn að vopni. Síðar
kom til sögunnar Mannakorn og þar á eftir
Brunaliðið. Hann stofnaði Blueskompaní,
en blues hefur alla tíð heillað Magga. Síðustu
árin hafa þeir KK átt mjög skemmtilegt
samstarf. Þá má ekki gleyma að fljótlega varð
hann kunnur sem Maggi í Rín, en Rín var
hljóðfæraverslun á horni Njálsgötu og
Frakkastígs. Þar voru seldir dýrindis gítarar.
Hann var ekki gamall þegar fyrstu lögin urðu
til. Eitt þeirra „Jón á líkbörunum“ var reyndar
bannað hjá Ríkisútvarpinu. Það sem á eftir
kom var svo sannarlega ekki bannað, en
tónlist Magga hefur hljómað í stöð allra
landsmanna og öllum hinum svo lengi sem
elstu menn muna. Hver man ekki lög eins
og Eger á leiðinni, Reyndu aftur, Braggablús,
Jesús Kristur ogég, Þjóðvegurinn, Hudson Bay,
Obyggðirnar kalla og Garún að ógleymdum
Gleðibankanum, sem var fyrsta lagið sem
Islendingar sendu í Evróvisjonkeppnina.
Listinn er ótrúlega langur, líklega eitthvað vel
á þriðja hundrað lög, sem komið hafa úr
penna snillingsins, en hann hlaut heiðurs-
verðlaun íslensku tónlistarverðlaunanna
1999. A níunda áratugnum tók Rikisútvarpið
upp þá nýbreytni að bjóða dönskukennslu í
sjónvarpinu. Þá þurfti kynningarlag og Vals
nr. 1 varð til. Ákaflega fallegt lag, sem
Sigurður Alfonsson gekk frá fyrir áskrifendur
Harmonikublaðsins. Eiginkona Magnúsar
var Elsa Guðrún Stefánsdóttir, sem lést 1999
og eignuðust þau þrjá syni.
Friðjón Hallgrímsson
Bjarni Marteinsson
f. 30. desember 1942 - d. 20. mars 2018
Mér brá óneitanlega við þá fregn að gamall
vinur og samherji væri látinn, skömmu
eftir að við höfðum hist, þá reyndar eftir
margra ára hlé í okkar samskiptum. Það
eru nánast 40 ár frá því fundum okkar bar
fyrst saman, nánar til tekið í september
1977. Við höfðum báðir verið í
harmonikunámi hjá Karli Jónatanssyni,
hinum mikla hugsjónamannni um að
halda merki harmonikunnar á lofti. Karl
fékk þá snilldarhugmynd að stofna félag
um þetta magnaða hljóðfæri, sem á þessum
árum hafði orðið að lúta í lægra haldi fyrir
gítarnum og hljómborðinu, eða í raun
tískustraumum í tónlistarsögunni. Félag
harmonikuunnenda í Reykjavík varð að
veruleika þann 8. september 1977, þar
sem Bjarni var kosinn formaður. Bjarni
var svo sannarlega hinn sanni
hugsjónamaður til að bera þann kyndil og
koma boðskap þessa töfrahljóðfæris til
almennings, enda varð stofnun þessa félags
í Reykjavík til þess að kveikja áhuga um
allt land, þannig að hvert félagið af öðru
var stofnað í ýmsum landshlutum og
bæjarfélögum. Samvinna okkar hófst
þarna strax í upphafi, varð undirritaður
fljótlega formaður skemmtinefndar, en
hún hafði það hlutverk að fá hina ýmsu
harmonikuleikara til að koma fram og
skemmta sér og öðrum. Maður líkir þessu
oft við byltingu svo magnaðar viðtökur og
gleði spratt út af þessu öllu saman. Á sjö
fyrstu árum félagsins var Bjarni formaður
og á þeim tíma tókst honum að koma á
framfæri með blaðagreinum til hvers var
ætlast með félagsstofnuninni. Það var gefin
út hljómplata, komið fram í sjónvarpi og
tekið á móti norskri harmonikuhljómsveit,
Málselv Nyje Trekkspillklubb og fleirum.
Þessi fyrstu ár skiptu sköpum í
uppbyggingu þessa félagsskapar, ekki
nokkur spurning. Trúlega höfðu hin
glæsilegu hjón Bjarni og kona hans
Guðborg með það að gera hve vel var eftir
okkur tekið. Bjarni Marteins var fyrsti
formaður félags um harmonikuna þar sem
keppst er um að hún haldi velli í
tónlistarflóru alls landsins og hefur það
svo sannarlega tekist. Ungir sem aldnir
koma nú fram stoldr að leika fyrir landslýð
við hin og þessi tækifæri, á það sem við
getum með sanni kallað þjóðarhljóðfærið.
Harmonikufélag var reyndar stofnað í
Reykjavík árið 1936, en það hélt aðeins
velli 1-2 ár fram á stríðsárin. Það starfaði
sem stéttarfélag til að bæta kjör
harmonikuleikara, hvetja til metnaðar í
harmonikuleik, læra nótnalestur og
þessháttar. Fyrstu árin í sögu félags okkar
með Bjarna Marteins í fararbroddi skópu
þann stíl sem enn hefur að mestu verið í
hávegum hafður varðandi uppbyggingu
félagsins. Skemmtifundir og dansleikir
héldu fram eftir árum uppi blómlegu
starfi. Sú starfsemi hófst einmitt á
upphafsárunum og er enn við líði. Eg
minnist oft í huga mér góðs samstarfs með
Bjarna, hann var sveigjanlegur en umfram
allt metnaðarfullur fyrir velferð félagsins.
I nóvember sl. var haldin stórveisla til að
minnast stofnunar félagsins fyrir 40 árum.
Þá voru ýmsir menn og konur heiðraðir
og þar með Bjarni Marteins gerður
heiðursfélagi. Hann gat ekki verið
viðstaddur þau tímamót vegna veikinda,
en við heimsóttum þau hjónin nokkrir
félagar úr F.H.U.R á heimili þeirra að
Merkinesi í Höfnum. Kæra Guðborg
kærar þakkir fyrir yndislegar móttökur og
gestrisni. Við í félaginu samhryggjumst
þér og fjölskyldu ykkar af heilum hug.
Fyrir hönd F.H.U.R. sendum við til allra
aðstandenda kveðjur og þakkir. Megi nafn
Bjarna Marteins lifa um ókomin ár.
Hilmar Hjartarson
17