Fréttablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 2
Orginal Stæðilegur svanur í desemberbirtu spókar sig á spegilmynd sinni á frosinni Ráðhússtjörninni. Hugrenningar álfta eru manninum enn hulin ráðgáta, en ef til vill veltir hann fyrir sér, eins og hljómsveitin Sálin hans Jóns míns gerði forðum, hver sé orginal. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI PREN TU N .IS mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is PREN TU N .IS LAUFABRAUÐ eftir norðlenskri uppskrift ................................................ Hægtað pantasteikt ogósteikt SAMFÉLAG „Það mætti segja að Íslendingar séu sjúkir í jólin og ristuðu möndlurnar koma flestum í jólaskap,“ segir Sigurjón Gíslason, nemi við Háskólann í Reykjavík. Hann sá tækifæri í faraldrinum sem geisað hefur og stofnaði fyrir- tæki með vini sínum, Marteini Guðmundssyni. Þeir selja nú rist- aðar möndlur og heitt súkkulaði á jólamarkaðnum á Hjartatorgi í Reykjavík. „Í faraldrinum hafa sprottið upp ótal margar hugmyndir á zoom, messenger og í símtölum hjá okkur Marteini,“ segir Sigurjón, spurður að því hvernig hugmyndin um möndlubásinn kom til. „Marteinn er mjög mikill matgæðingur og ég reyndar líka en hann er meira að gera allt frá grunni og er mjög þolin- móður þegar að það kemur að því að framreiða og elda. Ég bjó í jóla- borginni Kaupmannahöfn í sex ár svo danskar jólamöndlur lágu beint við,“ segir Sigurjón. Þá segir hann þá Martein sammála um það að í krísum komi ósjaldan upp tækifæri. Sigurjón segir viðskiptavini mis- varkára þegar kemur að sóttvörn- um en þó virðist sem allir séu að reyna sitt besta. „Margir þeirra sem koma til okkar eru með börn og eru sérlega varkárir,“ segir hann. „Við erum með grímur og líka þeir sem versla hjá okkur og svo auðvitað pössum við vel upp á að spritta og bóna eins og við köllum það,“ segir Sigurjón. Hann segir mikla jólastemningu hafa ríkt í miðbænum síðustu helgar en segir þó að huga verði einstaklega vel að öllu sem kemur að sóttvörnum þar sem fólk kemur saman. „Það er búið að skreyta allt á torginu, klassísku jólalögin óma um bæinn og svo er auðvitað það mikilvægasta, lyktin af ristuðum möndlum með kanil og sykri sem ilmar svo vel um allan miðbæinn,“ segir Sigurjón. „Það er langt síðan að maður sá fólk koma saman og gleðjast yfir einhverju svo þetta veitir okkur ánægju alveg sama hvernig gengur hjá okkur,“ segir hann. „En okkur brá smá þegar að við heyrðum af þessum tónleikum sem áttu sér stað í glugga á Laugaveginum,“ bætir hann við. „Það eru jú allir að reyna sitt besta og ef við hjálpumst öll að verður þetta ekkert mál og ungir sem aldnir fá að njóta jólanna með fjölskyldum sínum með jól í hjarta,“ segir Sigurjón. Marteinn og Sigurjón hafa hug á því að þróa fleiri tegundir af möndl- um sem þeir segja að muni að öllum líkindum falla í kramið hjá Íslend- ingum, svo sem saltkaramellu- og lakkrísmöndlur. „Við erum auðvit- að smá dönsk í okkur Íslendingar, við þekkjum allavegana fáa sem hafa aldrei heimsótt Kaupmanna- höfn einhvern tímann á lífsleiðinni. Við virðumst vera hrifnir af dönsku jólamöndlunum líkt og Danirnir.“ birnadrofn@frettabladid.is Íslendingar eru sjúkir í danskar jólamöndlur Sigurjón Gíslason og Marteinn Guðmundsson sáu tækifæri í faraldrinum og stofnuðu fyrirtæki. Selja nú ristaðar möndlur og heitt súkkulaði á jólamark- aði við Hjartatorg. Segja mikilvægt að huga að sóttvörnum og standa saman. Marteinn og Sigurjón segja mikla jólastemningu hafa ríkt í miðbænum síðustu helgar og að fólk reyni yfirleitt að gæta sóttvarna. MYND/SJÖFN SÓLEY COVID-19 Í það minnsta 200 millj- ónir verða í dag greiddar út vegna lokunarstyrkja til fyrirtækja sem neyðst hafa til að loka vegna sótt- varnaaðgerða. Um er að ræða styrki vegna stöðvunar á tiltekinni starfsemi í tengslum við sóttvarna- aðgerðir á tímabilinu 18. september til og með 17. nóvember 2020. Þetta kemur fram í svari Skattsins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Síðastliðinn þriðjudag höfðu borist 321 umsókn um lokunar- styrk fyrir fyrrgreint tímabil og af þeim höfðu 89 umsóknir verið full- kláraðar og undirritaðar, 64 höfðu verið afgreiddar og verða greiddar út í dag. Fréttablaðinu bárust ábend- ingar þess efnis að hnökrar væru í umsóknarferli um lokunarstyrki á vefsíðu Skattsins og segir í svarinu að „lítils háttar vandræði“ hafi komið upp svo ekki hafi verið hægt að fylla út umsóknir á tímabili. „Það er búið að lagfæra þessa hnökra. Umsókn af því tagi sem hér um ræðir er f lókin og margþætt. Að hluta til er hún með árituðum upp- lýsingum sem sóttar eru í mörg tölvukerfi sem voru ekki hönnuð með þá vinnslu sem hér um ræðir í huga,“ segir í svarinu. – bdj Greiða um tvö hundruð milljónir í styrki í dag Knæpur hafa neyðst til að loka í faraldrinum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Ég bjó í jólaborg- inni Kaupmanna- höfn í sex ár svo danskar jólamöndlur lágu beint við. Sigurjón Gíslason, möndlusali og háskólanemi COVID -19 Fimm tilfelli smits greindust innanlands í fyrradag, þar af voru tveir í sóttkví. 129 voru í einangrun í gær. Tilkynnt hefur verið að helmingi færri skammtar af bóluefni Pfizer og BioNtech koma í fyrstu sendingu. Óskar Reyk dals son, for stjóri Heilsu gæslu höfuð borgar svæðisins, segir heilsu gæsluna hafa getu til að bólu setja sjö tíu þúsund manns á dag á Íslandi ef bólu efni væri til staðar. „Ef við fáum til tölu lega mikið bólu efni þá förum við á alla stað- ina á höfuð borgar svæðinu sem við höfum að gang að. Við erum búin að reikna sjö skóla þar sem við getum sprautað allt að tíu þúsund manns á dag á hverjum stað. Þannig að skipu lagið okkar getur farið alveg upp í sjö tíu þúsund skammta á dag en það er langt frá því að við fáum það efni,“ segir Óskar og fullyrðir að heilbrigðiskerfið sé með mannskap til að fara í slíka framkvæmd. – mhj Geta bólusett 70 þúsund á einum degi Gert er ráð fyrir að starfsmenn COVID-göngu- deildarinnar verði fyrsti hópurinn sem fær bóluefnið á Íslandi. 1 7 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.