Fréttablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 18
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Merkilegt að
árið 2020 sé
enn hægt að
vera á móti
náttúru-
vernd.
Breyting á
jólataktinum
er ekki
kreppa heldur
tækifæri.
Miðað við þau orð sem iðulega falla um mikilvægi og dásemdir íslenskrar náttúru mætti ætla að náttúru-verndarsinnar hér á landi væru risa-stór, voldugur og áhrifamikill hópur.
Við nánari skoðun kemur þó í ljós að hjá of stórum
hópi er talið um mikilvægi náttúru landsins einungis
meiningarlaust hjal.
Umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrands-
son, leggur fram frumvarp um miðhálendisþjóðgarð
sem myndi verða sá stærsti í Evrópu. Óneitanlega
öflugt framlag til náttúruverndar. Svo mikilvægt og
merkilegt er þetta mál að full eining ætti að ríkja um
það, en í ljós kemur að andstaðan er hörð. Kveinstafir
heyrast meðal annars frá formanni Framsóknar-
flokksins og þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þetta
kemur ekki með öllu á óvart, þessir flokkar hafa ekki
lagt sérstaka áherslu á náttúruvernd, þótt helstu ráða-
menn þeirra í gegnum tíðina hafi sannarlega verið
ósparir á að vitna í náttúruljóð þjóðskálda í hinum
ýmsu tækifærisræðum. Lítill vandi er að þylja upp
náttúruljóð eftir skáldið okkar besta Jónas Hallgríms-
son og það er auðveldlega hægt að gera án þess að
skilja innihaldið.
Nú standa þingmenn frammi fyrir því að vera
spurðir hvort þeir séu tilbúnir að sýna náttúrunni
sanna virðingu með því að vernda hana. Hver og einn
þingmaður ætti að fagna því að fá tækifæri til að svara
því játandi. Því miður er raunin sú að of margir þeirra
kjósa að segja þvert nei og taka sprettinn burt. Merki-
legt að árið 2020 sé enn hægt að vera á móti náttúru-
vernd. Hér er eitt dæmið af mörgum sem opinberar að
íslensk pólitík er hálf vonlaus.
Frumvarp umhverfisráðherra er risastórt skref í
náttúruvernd. Einmitt mál sem ríkisstjórn, þingheim-
ur allur, sveitarstjórnarfólk og ferðaþjónustan ættu að
sameinast um að styðja en ekki leggjast gegn. Það er
ekkert athugavert við að einhver ágreiningur verði um
útfærslur í svo stóru máli, en þar ætti meginhugsunin
að vera: Þetta mál er svo merkilegt að við munum
leysa ágreininginn og gera þjóðgarðinn að veruleika.
Þetta virðist þó ekki ætla að verða raunin.
Náttúrugersemar eru ómetanleg auðlind sem hverri
þjóð ber skylda til að bera virðingu fyrir og leggja sig
fram við að vernda. Peningaöflin sem flestu vilja ráða
sjá þetta ekki svo glöggt og misvitrir stjórnmálamenn
átta sig ekki heldur á þessu. Sjónarmið um að náttúr-
an sé lítils virði nema hún sé virkjuð og hægt að græða
á henni eiga svo enn upp á pallborðið hjá of mörgum.
Þeir einstaklingar sem svona hugsa ættu samt að
muna að þjóðgarður skapar atvinnutækifæri og mun
skila sínu til sveitarfélaga sem eru í nágrenni við hann.
En ekki bara það, þjóðgarður yrði lyftistöng fyrir
landið allt. Og þar sem Íslendingar eru afar uppteknir
af viðhorfi umheimsins til sín þá hlytu þeir að gleðjast
yfir því að þessum þjóðgarði yrði tekið fagnandi víða
um heim. Enda bæri hann vott um stórhug íslensku
þjóðarinnar þegar kemur að náttúruvernd.
Er virkilega ætlunin að hafna þessu stórfenglega
tækifæri?
Þjóðgarður
Samfylking
Heiti stjórnmálaflokka er
stundum lýsandi, nei afsakið,
eiginlega aldrei lýsandi. Sjálf-
stæðisflokkur er til dæmis ekki
sérstaklega sjálfstæður, alla vega
ekki í núverandi stjórnarsam-
starfi. Það væri nokkuð ofmælt
að segja að Framsóknarflokkur
sé sérlega framsækinn. Vinstri
græn eru sannarlega til vinstri
en varla græn. Miðflokkurinn
er sumpart á miðjunni, alla
vega virðast sumir þingmenn
hans hugsa með miðjunni. En
einn flokkur sker sig úr. Það
er Samfylking. Það sannaðist
enn einu sinni í gær þegar Rósa
Björk Brynjólfsdóttir, landlaus
þingmaður utan flokka gekk í
Samfylkingu. Var því svo lýst að
hún hefði gengið í sal nýrra sam-
flokksmanna undir dynjandi
lófataki, sem líklega var leikið af
hljómplötu.
Trix
Að því sögðu þá er Rósa Björk
alls ekki sú eina sem er að Sam-
fylkja sér þessa dagana. Kristrún
Frostadóttir hagfræðingur og
Jóhann Páll Jóhannsson stjörnu-
blaðamaður eru meðal þeirra
sem ætla sér á þing fyrir flokkinn
í haust. Þingmaðurinn Ágúst
Ólafur Ágústsson hefur sést
framkvæma spilagaldra fyrir
meðlimi uppstillingarnefndar-
innar. Þá hefur hann verið að æfa
sverða gleypingar, ljónatamning-
ar á einhjóli og fleiri trix. Minna
má það varla vera.
Sæla jólanna kviknar í endurtekningunni. Eða hvað? Skiptir öllu máli að jólin byrji með líku móti og liðin ár, að jólamaturinn
sé eins og við fengum í fyrra? Á allt að vera eins?
Hverju breyta sóttvarnareglur COVID-jólanna?
Eru þessi jól bara áfall eða kannski tækifæri til
að skapa eitthvað nýtt og gera tilraunir?
Þetta árið eru kirkjuferðir bannaðar. Hvað er
þá hægt að gera heima í stað jólastemningar í
kirkjunni? Jól bernsku minnar voru dásamleg.
Þegar allir voru komnir að veisluborðinu tók
faðir minn Biblíu eða blátt Gideon-Nýja testa-
menti, f letti upp á öðrum kaf lanum í Lúkasar-
guðspjalli og las svo jólaguðspjallið. Það er upp-
hafin saga um par í ómögulegum aðstæðum,
fæðingu barns í gripahúsi og um engla og
vitringa. Mér finnst enn vera steikarilmur af
þessum texta. Pabbalesturinn opnaði veislu
himins og jarðar. Jólin byrjuðu og svo fórum við
fjölskylda mín í kirkju um miðnættið.
Þegar ég stofnaði eigið heimili las ég guð-
spjallið fyrir mitt fólk eins og pabbi. Þegar
börnin mín urðu stautfær fengu þau svo það
verkefni að lesa. Þar sem engar verða kirkju-
ferðirnar þessi jólin legg ég til að fólk leggi
Biblíu eða Nýja testamenti á jólaborðið. Þegar
allir eru sestir getur einhver úr hópnum lesið
versin í Lúkasarguðspjalli 2.1-14. „En það bar til
um þessar mundir .... og velþóknun yfir mönn-
unum.“ Ef engin er Biblían á heimilinu er hægt
að f letta upp á biblian.is. Þar er líka hljóðskrá,
sem sé hægt að fá lesið fyrir sig. Síminn dugar
ágætlega til svona upplestrar.
Helgihald Íslendinga tengist kirkjum en
trúaruppeldi og mótun lífsafstöðu hefur farið
fram á heimilum um aldir. Á COVID-jólum
getum við gert eins og fólkið okkar hefur gert
í margar kynslóðir, lesið jólaguðspjallið sjálf.
Breyting á jólataktinum er ekki kreppa heldur
tækifæri. Lesum sjálf jólaguðspjallið heima
þessi jól og gerum það að hefð.
Biblía í jólamatinn
Sigurður Árni
Þórðarson
Hallgrímskirkju-
prestur
PREN
TU
N
.IS
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
PREN
TU
N
.IS
TARTALETTUR
Íslenskar hátíðar
................................................
1 7 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN