Fréttablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 8
STJÓRNMÁL „Hreppsnefnd Ása-
hrepps getur engan veginn fallist
á að svo stór hluti sveitarfélagsins
verði gerður að þjóðgarði,“ segir
í bókun hreppsnefndarinnar um
frumvarp umhverfisráðherra um
hálendisþjóðgarð.
H reppsnef nd Á s a h repps í
Rangárvallasýslu vill að Alþingi og
ríkisstjórn vísi frumvarpinu frá.
Ekki verði fallist á að skipulagsvald
og stjórnsýsla svæðisins færist frá
kjörnum fulltrúum sveitarfélagsins
til fulltrúa annarra sveitarfélaga,
félagasamtaka og embættismanna.
Í nýlegu máli á borði Vatna-
jökulsþjóðgarðs varðandi opnun
umferðar vélknúinna ökutækja inn
í Vonarskarð, hafi umdæmisráð og
stjórn gengið þvert á aðalskipulag
Ásahrepps og hunsað vilja hrepps-
nefndarinnar.
„Þar sem þetta mál er í gerjun
þessa dagana, er enginn trúverðug-
leiki, í huga hreppsnefndar Ása-
hrepps, að virða skuli skipulagsvald
sveitarfélaga. Slíkar yfirlýsingar eru
hjómið eitt,“ segir hreppsnefndin
sem kveður málið unnið frá öfugum
enda. Henni sýnist að „háttvirtur
ráðherra umhverfismála hafi það
markmið eitt að slá yfirráðum
sínum yfir miðhálendi Íslands og
færa í hendur embættismanna og
sérhagsmunaaðila“.
Að sögn hreppsnefndarinnar er
mikil greiningarvinna og samráð
óunnið. Fjármögnun verkefnis-
ins vanti einnig. „Hér virðist sú
aðferðafræði vera höfð í hávegum,
að skjóta fyrst og spyrja svo,“
ályktar nefndin og bendir á að
fjöldi svæða hafi verið friðlýstur
á undanförnum árum. Það kalli á
mikið fjármagn.
„ Það er a fa r f u rðu leg t að
umhverfisráðherra hlaupi af stað
með þetta þingmál án þess að fjár-
málaáætlun liggi fyrir eða þarfa-
greining á innviðauppbyggingu,“
segir hreppsnefndin og hvetur til
þess að málið verði dregið til baka
og forsendur verði kortlagðar áður
en það verði að þingmáli. „Þetta
mál er alls ekki nægjanlega undir-
búið og dregur einungis úr trú-
verðugleika ríkisvaldsins á þessum
tímum.“ – gar
Hér virðist sú
aðferðafræði vera
höfð í hávegum, að skjóta
fyrst og spyrja svo.
Hreppsnefnd Ásahrepps
Tímapantanir á opticalstudio.is
og í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
Sjónmælingar
eru okkar fag
dot.is
DÓT
Gæði á góðu verði
Atli Unnsteinsson fékk frásagarlist
í vöggugjöf. Flugstjóri og
fl ugkennari í yfi r 40 ár nýtti þennan
hæfi leika vel. Atli er stórum hluta
fl ugmanna kunnur en þessi bók á
svo sannarlega
erindi til allra
sem hafa
gaman að
góðum sögum.
Sögur úr fl uginu
TRÚMÁL Kirkjuþing hefur beint
þeim tilmælum til Áslaugar Örnu
Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráð-
herra að fella á brott nokkur eldri
lög og réttarreglur er gilda um
þjóðkirkjuna, sum frá 18. öld.
Eitt þeirra er Bréf kansellísins
um tilhögun á kirkjuhurðum frá
1828. Það hljómar svo: „Hinn 7.
þ.m. hefir Hans hátign allramildi-
legast þóknast að úrskurða, að
þegar kirkjur eru byggðar að nýju,
þá skuli öllum hurðum þannig
hagað, að þeim verði lokið upp að
innan og gangi út.“
Annað er Forordning áhrærandi
uppvaxandi ungdómsins con-
firmation og staðfesting í hans
skírnar náð sem gilt hefur síðan
árið 1741. En „barna confirmation
og innvígsla svo og þeirra opinber-
legt examen og yfirheyrsla“ er sam-
kvæmt þeirri löggjöf „almenn regla
og fullkomin skylda.“
Þá vill kirkjuþingið losna við til-
skipanir um að kirkjureikningar
skuli gerðir eftir silfurmynt, að
prestar heimsæki hvert heimili
tvisvar á ári, að próföstum beri að
tilkynna stiftamtmanni ef prest-
setrum er ekki nægilega viðhaldið,
og að hneykslanlegar myndir séu
ekki í kirkjum á sunnudögum.
„Engin annarleg höndlan má
hafast um hönd í kirkjunni. Annars
skal hver sá, sem gerir á móti þessu,
sekjast einu lóði silfurs fyrir hvert
sinn,“ segir í tilskipun um tilhlýði-
legt helgihald sabb atsins.
– khg
Kirkjan vill kansellísins
bréf og forordning á brott
Kirkjuþing vill láta nútímavæða löggjöfina. MYND/ÞJÓÐKIRKJAN
Segja umhverfisráðherra ætla að slá
yfirráðum sínum yfir miðhálendið
HEILBRIGÐISMÁL Tæp 90 prósent
starfandi hjúkrunarfræðinga telja
að mál hjúkrunarfræðings sem var
ákærður fyrir manndráp af gáleysi
hafi haft mjög eða frekar mikil
áhrif á störf sín. Í nýrri rannsókn
koma fram skýrar áhyggjur meðal
hjúkrunarfræðinga um að þeir
þurfi að svara til saka ef eitthvað
fer úrskeiðis í starfi þeirra.
Dómsmálið vakti mikla athygli
árið 2014 og þetta var í fyrsta skipti
sem íslenskur heilbrigðisstarfs-
maður var ákærður í sakamáli
vegna starfa sinna. Hjúkrunar-
fræðingurinn var sýknaður rúmu
ári síðar, en þrátt fyrir það virðist
málshöfðunin hafa haft afgerandi
áhrif á heilbrigðisstarfsfólk.
Þetta er meginniðurstaða rann-
sóknar Sigurbjargar Sigurgeirs-
dóttur, stjórnsýslufræðings og pró-
fessors við Stjórnmálafræðideild
Háskóla Íslands. Fram kom í könn-
un sem lögð var fyrir alla starfandi
hjúkrunarfræðinga í fyrra að þeir
íhugi nú betur hvort og þá hvern
þeir láta vita, ef eitthvað fer úrskeið-
is. „Það var greinilegt að málið hafði
vakið mjög mikið óöryggi og aukið
vitund um áhættuna sem starfinu
fylgir, einkum og sér í lagi áhættuna
fyrir hjúkrunarfræðingana sjálfa,“
segir Sigurbjörg.
„Við getum ekkert treyst því að
þetta verði bara til þess að halda
heilbrigðisstarfsfólki á tánum og
það muni bara passa sig eftirleiðis.
Þetta getur aukið hættuna á því að
fólk hugsi sig tvisvar um áður en
það fer í störf á bráðamóttökum og
gjörgæsludeildum þar sem mikil
áhætta er til staðar. Það kemur
greinilega fram í gögnunum að
hjúkrunarfræðingar myndu hugsa
sig betur um en nokkru sinni fyrr ef
þeir væru kallaðir inn á aukavakt og
látnir vinna undir miklu álagi.“
Þá segir hún að óttinn við að
annað ákærumál gæti komið upp
hafi verið áberandi og að niður-
stöður bendi til að hætta sé á f lótta
úr stétt hjúkrunarfræðinga ef slíkt
ætti sér stað.
„Það er þessi mikli ótti við að
starfa við f lóknar og áhættusamar
aðgerðir og þurfa að taka ákvarð-
anir hratt og fumlaust. Ef það er til-
fellið þá er okkur ákveðinn vandi á
höndum, við þurfum nefnilega að
reiða okkur á að stéttir á borð við
slökkviliðsmenn, f lugmenn, lækna
og hjúkrunarfræðinga geti unnið og
beitt þekkingu sinni vel og örugg-
lega og tekið hratt ákvarðanir sem
mega ekki bíða.“
Með ákærunni sé búið að skapa
ákveðið fordæmi fyrir því að hægt
sé að ákæra heilbrigðisstarfsfólk
fyrir það sem geti farið úrskeiðis í
störfum þess. „
Alvarleg atvik í heilbrigðisþjón-
ustu sem eru unnin af ásetningi eru
óskaplega sjaldgæf og þau ber auð-
vitað að rannsaka sem sakamál,
en varðandi öll hin málin, sem eru
miklu fleiri, þá þurfum við að stíga
varlega til jarðar.“
„Ef verið er að kalla fram upp-
lýsingar til að kanna saknæmi þá
er starfsmaður ekkert mjög opinn
fyrir því að koma með allt upp á
borðið. Það er bara hinn mannlegi
þáttur. Þá missum við mjög dýr-
mætar upplýsingar um það hvað
raunverulega kom fyrir og hvernig
við getum fyrirbyggt það. Það er
þá sem öryggi sjúklinga getur verið
stefnt í hættu, því við náum ekki að
læra af því sem fer úrskeiðis.“
Niðurstöður rannsóknarinnar
verða kynntar nánar á fjarfundi
Stofnunar stjórnsýslufræða og
stjórnmála klukkan 16 í dag.
eidur@frettabladid.is
Níu af tíu telja ákæru
hafa mikil áhrif á sig
Sex ár eru liðin frá því að íslenskur heilbrigðisstarfsmaður var í fyrsta sinn
ákærður vegna starfa sinna. Ný íslensk rannsókn bendir til að slík mál
gætu orðið til þess að fólk veigri sér við að taka sér störf í heilbrigðiskerfinu.
Áhyggjur eru meðal hjúkrunarfræðinga að þeir þurfi að svara til saka ef eitthvað fer úrskeiðis. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Sigurbjörg
Sigurgeirsdóttir,
prófessor við
Stjórnmála-
fræðideild Há-
skóla Íslands
1 7 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð