Fréttablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 19
Í Netapóteki Ly avers á lyaver.is getur þú fundið þína lyfseðla, valið samheitalyf og séð ly averðið þitt. Mikið úrval af vítamínum og bætiefnum. Lágt vöruverð og heimsending um land allt. Gerðu verðsamanburð! Netapótek Lyavers –Apótekið heim til þín Kaupaukifylgir* lyaver.is Suðurlandsbraut 22 *Ef verslað er fyrir meira en 5.000 kr. AF KÖGUNARHÓLI Þorsteinn Pálsson Himinháar skuldir eru hin hliðin á mesta vexti ríkis-útgjalda í sögu landsins. Við meðferð fjárlaga og fjárauka- laga á Alþingi hefur nauðsyn aukinna útgjalda verið vandlega rædd og rökstudd. Hitt er að mestu órætt: Hvar og hvernig á að taka lánin? Og hvernig á að borga brúsann? Þröng staða Fyrir liggur: 1. Ríkisstjórnir f lestra annarra Evrópuþjóða taka lán í eigin mynt á nánast engum vöxtum. 2. Langtímavextir ríkissjóðs á innlendum markaði eru marg- falt hærri. 3. Hagstæðum erlendum lánum fylgir gríðarleg gengisáhætta. 4. Spár um hagvöxt koma ríkis- sjóði í besta falli eftir tvö ár í sömu stöðu og 2019. Þá á eftir að skapa verðmæti til að borga allar nýju skuldirnar. Engin plön eru um þann viðbótar hagvöxt. 5. Að óbreyttu þýðir þetta skatta- hækkanir eða niðurskurð. Ríkisstjórnin segir að hvorugt komi til greina. Hvað þá? Meiri lán? Þótt hlutfall skulda ríkissjóðs af landsframleiðslu sé lægra en margra Evrópuþjóða, bendir þetta til þess að svigrúm Íslands sé verulega minna en annarra vegna miklu hærri vaxta og mun meiri áhættu í smáu peningakerfi. Ríkisstjórnin segir það eitt að hún hafi ekki áhyggjur af skuld- unum. En hún skuldar rökstutt svar við því hvers vegna hún hefur þær ekki. Það kallar á umræðu. Erlend lán eiga að halda krónunni uppi Seðlabankastjóri hefur hvatt fjár- málaráðherra til að auka lántökur erlendis til þess að halda uppi gengi krónunnar. Á skuldadögum virkar meðalið þó væntanlega öfugt. Launafólk fær ekki að taka lán í erlendri mynt. Það er of mikil áhætta af því að tekjur þess eru í krónum. Tekjur ríkissjóðs eru líka í krónum. Samt má hann taka erlend lán. Það er talið áhættu- laust af því að hann getur hækkað skatta á launafólk. Í athugasemdum með síðasta fjáraukalagafrumvarpi kemur fram að erlendar skuldir ríkis- Áhyggjuleysi kallar á umræðu sjóðs höfðu, þegar það var lagt fram, hækkað á þessu ári um 45 milljarða króna vegna gengisfalls krónunnar. Þetta er upphæð af svipaðri stærðargráðu og þjóðin hafnaði að ábyrgjast vegna vaxta af Icesave. Slíkar tölur rokka upp og niður. Eigi að síður skulda ráðherrarnir skýringu á því hvernig krónan þjónar hér almannahagsmunum. Sjálfstæð peningaprentun og skuldavandinn Önnur helsta málsvörnin fyrir sjálfstæðri mynt hefur verið sú að unnt sé að prenta krónur að vild, þegar þörf krefur. Verðbólgan, (lesist: launafólk), á svo að sjá um að eyða skuldinni. Veruleikinn er sá að Seðla- bankinn taldi óráðlegt að prenta krónur á þessu ári að nokkru marki. Þótt hann gefi fyrirheit um að gera það í ríkari mæli á næsta ári, virðist erlend lántaka ríkis- sjóðs ekki verða umf lúin. Kjarni málsins er að ekki hefur til þessa reynst fært að nota sjálfs- ákvörðunarrétt til peningaprent- unar til að leysa skuldavandann í heild. Hvaða rök eru þá eftir fyrir sjálfstæðum gjaldmiðli? Er ekki betra að viðurkenna að hann dugar ekki? Sjálfstæð króna og atvinna Hin rökin fyrir sjálfstæðri krónu eru þau að unnt sé að skapa f leiri störf, þegar þörf krefur, með því að láta gengið falla. Skoðum þessa kenningu: Í fjármálakreppunni fyrir rúmum áratug fóru fyrirtækin á hausinn af því þau stóðust ekki þá hækkun skulda, sem hrun krónunnar leiddi af sér. Krónan var þannig orsök atvinnuleysis. Til þess að komast út úr núverandi kreppu þarf byltingu í nýsköpun og þekkingariðnaði á næsta áratug. Það er eina leiðin til að fjölga vel launuðum störfum og skapa nauðsynleg, ný verðmæti. Flestir, sem starfa á þessu sviði, segja að stærsta hindrunin í vegi þeirrar atvinnubyltingar sé óstöðug mynt. Í fjárlagaum- ræðunum skýrðu ráðherrarnir ekki hvernig þeir áforma að ryðja þessari hindrun úr vegi svo leysa megi nýja krafta úr læðingi. Sú djúpa þögn er hættuleg. Til þess að komast út úr nú- verandi kreppu þarf bylt- ingu í nýsköpun og þekking- ariðnaði á næsta áratug. Það er eina leiðin til að fjölga vel launuðum störfum og skapa nauðsynleg ný verðmæti. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19F I M M T U D A G U R 1 7 . D E S E M B E R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.