Fréttablaðið - 22.12.2020, Blaðsíða 14
Tíu þúsund Íslendingar
gáfu um 300 þúsund radd-
sýni í safn sem kenna á
tölvum að skilja íslensku.
Miklar loftslagsbreytingar
Miklir skógareldar settu svip sinn
á árið. Síðasta vetur voru miklir
skógareldar í Ástralíu og í mars
birtu vísindamenn hjá veðurrann-
sóknastofunni World Weather Att-
ribution rannsókn sem sýnir fram
á að loftslagsbreytingar af manna-
völdum hafi skapað aðstæður sem
gerðu skógarelda 30 prósentum lík-
legri en ella.
Í ágúst greindu svo vísinda-
menn í Brasilíu frá að skógareldar
þar í landi hefðu aukist um 28
prósent milli ára. Breskir vísinda-
menn birtu í ágúst rannsókn sem
sýnir að 28 trilljón tonn af ís hafi
horfið af yfirborði jarðar síðustu
30 ár. Í byrjun desember tilkynnti
A lþjó ð ave ðu r f r æ ði s t of nu n i n
að árið sem er að líða sé eitt það
heitasta á jörðinni frá upphafi
mælinga.
Jarðvísindamenn við Háskóla
Íslands komust að því að íslenskir
jöklar hafa tapað sem nemur 16
prósentum af rúmmáli sínu á und-
anförnum 130 árum, þar af helm-
ingnum á síðasta aldarfjórðungi.
Elstu bein Homo erectus
Í febrúar greindu vísindamenn
við Háskólann í Tel Avív frá til-
vist Henneguya zschokkei, fyrsta
dýrsins sem vitað er til að hafi ekki
hvatbera og notar því ekki súrefni.
Um er að ræða sníkjudýr sem býr
í vöðvum laxa. Mun það vera fjar-
skyldur ættingi marglyttu sem
hefur þróast frá því að þurfa súr-
efni. Ekki liggur fyrir hvernig dýrið
fer að því að búa til orku.
Við uppgröft skammt frá Jóhann-
esarborg í Suður-Afríku árið 2015
fundu ástralskir vísindamenn það
sem þeir töldu vera hauskúpu af
bavíana. Í ár kom í ljós að um er að
ræða elstu bein Homo erectus, for-
vera mannsins, og eru beinin rúm-
lega tveggja milljóna ára gömul.
Hjálpar fundurinn við að halda
áfram að greiða úr okkar f lókna
ættartré.
Óregla í svefni ungmenna
Í ár lauk yfirgripsmiklu og ára-
löngu rannsóknarverkefni vísinda-
manna og doktorsnema á Mennta-
vísindasviði Háskóla Íslands á
heilsuhegðun ungra Íslendinga.
Í ljós kom að einungis tíu pró-
sent fimmtán ára ungmenna ná
átta klukkustunda viðmiðunar-
svefni á virkum dögum og óregla
í svefnlengd hópsins tengist hærri
fituprósentu og hærra hlutfalli á
kviðfitu. Þá eru þau ungmenni sem
verja minni tíma en jafnaldrar við
tölvu- og símaskjái og hreyfa sig
oftar ólíklegri til að greina frá ein-
kennum um andlega vanlíðan.
Önnur rannsókn leiddi í ljós
að íslensk ungmenni nota í meira
mæli geð- og taugalyf án þess að
hafa fengið þau ávísuð af lækni.
Mikið að gera hjá Musk
Fyrsta mannaða geimskot Banda-
ríkjanna í tæpan áratug var í maí,
þá skaut Falcon 9 eldf laug SpaceX
Crew Dragon geimfarinu á loft með
geimförunum Robert Behnken og
Douglas Hurley. Um var að ræða
fyrsta mannaða geimskot SpaceX,
sem er í eigu auðkýfingsins Elons
Musk. Í nóvember fóru svo fjórir
geimfarar út í geim á vegum
SpaceX.
Fleira var á döfinni hjá Musk á
árinu. Fyrirtæki hans, NeuraLink,
vinnur nú að því að finna leiðir
til að tengja mannsheilann beint
við tölvu. Í ágúst tilkynnti Musk
að búið væri að prófa frumgerð
heilaígræðslu í svínum.
Um tíu þúsund landsmenn
gáfu rúmlega 300 þúsund radd-
Stórar áskoranir í vísindum og tækni
Vísindamenn hafa látið til sín taka á þessu merka vísindaári. Samstillt átak varð til þess að bóluefni fannst við COVID-19 faraldr-
inum. Íslenskir vísindamenn létu heldur ekki sitt eftir liggja. Fréttablaðið stiklar á stóru í því helsta í vísindum og tækni á árinu.
Skógareldur nærri strönd á Spáni í júlí. Rannsóknir sýna að þeim fjölgar vegna loftlagsbreytinga. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
SpaceX Falcon 9 eldflaug tók á loft
í nóvember með fjóra geimfara um
borð. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Gestur á risaeðlusýningu í Tókýó virðir fyrir sér fyrirbærin. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Íslenskir vísindamenn komust að því að jöklar hafa tapað sem nemur 16
prósentum af rúmmáli sínu á undanförnum 130 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Öflugir vísindamenn
Lotta María Ellingsen, dósent í
rafmagns- og tölvuverkfræði í
HÍ, vinnur að spennandi verkefni
en hún þróar ásamt samstarfs-
fólki sjálfvirkar myndgreining-
araðferðir til að finna lífmerki í
byggingu heilans sem leitt gætu
til betri og fyrri greiningar á
heilabilunarsjúkdómum. Verk-
efnið vann til Vísinda- og nýsköp-
unarverðlauna Háskóla Íslands
á árinu.
Hafrún Kristjánsdóttir, dósent
við íþróttafræðideild Háskólans
í Reykjavík, og María Kristín
Jónsdóttir, dósent við sálfræði-
deild, hafa undanfarin ár stýrt
viðamiklum rannsóknum á af-
leiðingum heilahristings meðal
íslenskra íþróttakvenna. Í ár kom
fram að meðal kvenna sem hafa
hlotið heilahristing í íþróttum
mælist aukin tíðni þunglyndis og
kvíða og minni lífsgæði. Áhrifin
eru greinilegri því oftar sem
íþróttakonurnar segjast hafa
fengið heilahristing.
Arnar Jan Jónsson, doktors-
nemi við Háskóla Íslands, vann
rannsókn sem talin er geta koll-
varpað núverandi hugmyndum
um langvinnan nýrnasjúkdóm.
Rannsóknin bendir til að fyrri
rannsóknir á sjúkdómnum hafi
ofmetið algengi hans þar sem
ekki hefur verið tekið nægjanlegt
tillit til aldurstengdra breytinga á
nýrnastarfsemi.
Agnar Helgason og Kári
Stefánsson unnu rannsókn sem
birt var í vor þar sem kom í ljós
að rekja megi um tvö prósent
af erfðamengi hvers Íslendings
til Neanderdalsmanna, athygli
vekur að Íslendingar bera ekki
endilega sömu bútana.
Bóluefni hefur aldrei
verið þróað jafn hratt
Um leið og búið var að bera
kennsl á veiruna sem veldur
COVID-19 hófu vísindamenn
um allan heim að vinna að
þróun bóluefnis. Í mars kom
í ljós að kórónaveiran SARS-
CoV-2 veiran, sem veldur
COVID-19, megi rekja til nátt-
úrunnar, líklega leðurblöku. Í
september voru meira en 200
bóluefni komin í prófanir.
Í apríl birtu vísindamenn
Íslenskrar erfðagreiningar og
Landspítala rannsókn þar sem
kom í ljós að 0,8 prósent fólks í
samfélaginu væru smituð sem
benti til að einkennalausir geti
verið smitberar. Niðurstöður
rannsóknar vísindamanna við
Háskólann í Reykjavík sýna að
líðan ungmenna hefur versnað
eftir því sem liðið hefur á
farald urinn. Í desember var svo
birt rannsókn Íslenskrar erfða-
greiningar um að börn undir 15
ára aldri séu helmingi ó lík legri
en full orðnir til að smitast og
smita aðra.
Aldrei áður í sögunni hefur
bóluefni verið þróað jafn hratt
og nú, en venjulega tekur ferlið
rúman áratug. Það sem skiptir
öllu máli í ferlinu er að bólu-
efnið sé öruggt og veiti góða
vernd gegn sjúkdómnum.
Íslendingar munu bráðum fá
fyrstu sendingu af bóluefni
sem þróað er af þýska fyrir-
tækinu BioN Tech og framleitt
af Pfizer. BioN Tech var stofnað
af hjónunum Ugur Sahin og
Özlem Türec. Í janúar las Sahin
grein um COVID-19 í vísinda-
tímaritinu Lancet og hóf teymi
þeirra í Mainz hjóna strax að
þróa bóluefni. Í nóvember
leiddu þriðja stigs rannsóknir
í ljós að það veitti góða vörn
gegn veirunni.
Vísindamenn voru fljótir að hefja
vinnu við að finna bóluefni gegn
kórónaveirunni. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
sýni í verkefninu Samrómur og
mun þetta safn verða notað til að
kenna tölvum og tækjum að skilja
íslenska tungu. Þar á meðal tóku
um 1.500 nemendur og starfsmenn
grunnskóla landsins þátt og gáfu
um 150 raddsýni í keppni á milli
skólanna.
Erfðaefni risaeðlu?
Í kvikmyndunum um Júragarðinn
tókst vísindamönnum að fá hluta
úr erfðaefni risaeðla með því að
finna risaeðlublóð í moskítóf lugu
sem varðveittist í rafi. Raunveru-
leikinn er öllu f lóknari en skref
í þessa átt var stigið í ár. Með því
að skoða steingervinga sem varð-
veist hafa merkilega vel síðustu 70
milljónir ára fundu vísindamenn
í Norður-Karólínu útlínur fruma
sem kunna að vera gen. Ekki hefur
tekist að staðfesta hvort hægt sé að
vinna erfðaefni úr útlínunum en
niðurstöðurnar gefa til kynna að
meira leynist í steingervingum en
hægt er að sjá með berum augum.
Í su mar g reindu for nleifa-
fræðingar frá Mexíkó og Oxford-
háskóla frá niðurstöðum vinnu
sinnar við Chiquihuite-helli í
Mexíkó. Gefa niðurstöður rann-
sókna þeirra til kynna að mannfólk
hafi búið þar fyrir 33 þúsund árum,
fram til þess var talið að mannfólk
hefði fyrst komið til Ameríku fyrir
um 13 þúsund árum í lok ísaldar.
Niðurstöðurnar byggja á verkfær-
um sem fundust í hellinum. Engar
mannaleifar frá þessum tíma hafa
fundist til þessa.
ÁRIÐ Í VÍSINDUM
2 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð