Fréttablaðið - 22.12.2020, Blaðsíða 24
Fyrir mér eru það hefðirnar sem skapa hinn sanna jólaanda, eins og að pakka inn
síðustu pökkunum á aðfangadag,
finna matarilminn fylla húsið, fara
í sturtu klukkan fjögur og setjast
inn í stofu uppábúin klukkan sex
til að hlusta á aftansöng í útvarp
inu,“ segir Hildur Þórðardóttir hjá
Rúmföt.is.
Ein jólavenja er kannski ekki
jafn sýnileg en alveg jafn mikilvæg
og það er að skipta á rúminu á
aðfangadagsmorgun og setja það
allra, allra besta á.
„Jólanóttin er eitthvað svo
heilög og óspillt, tákn nýs lífs og
nýs upphafs og hluti af því er að
sofna í hreinum og straujuðum
sængurfötum.“
Sængurkonfekt við allra hæfi
Hildur segir gaman að fá fólk í
búðina sem er að kaupa sér ný
sparisængurföt.
„Þá vill það oftast það fínasta
sem er að sjálfsögðu silkidamask
ið. Fyrst ber að nefna rúmfötin frá
ítalska lúxusmerkinu Quagliotti.
Það hefur starfað frá árinu 1933 og
er eitt af fáum fjölskyldufyrirtækj
um eftir í bransanum. Ef sængur
föt væru konfekt þá væru þau frá
súkkulaðimeistara sem hand
gerir hvern einasta mola og leggur
sálina í verkið. Verin eru hvert
öðru fallegri, bæði úr silkidamaski
sem og úr dásamlegri silkiblöndu.
Maður fær alveg hamingjutilfinn
ingu í fingurna bara við að snerta
efnin og þeir sem þekkja Quagli
otti vilja ekkert annað.“
Þá má nefna Bauersængurfötin
sem væru þá eins og framúrstefnu
legir konfektmolar.
„Röndótta silkidamaskið er með
breiðari röndum en venjulega, sem
gerir þau nútímalegri og meira
að segja eru til svört og dökkgrá
röndótt fyrir þá sem vilja sofa með
mjög dökkt. En auðvitað eru líka
til bleik, blá, grá, hvít og beige. Þá
komu líka svaka flott rúmföt með
gylltu eða silfruðu mynstri, sem
smellpassar inn í áramótatískuna,“
segir Hildur.
Sængurverin eru lokuð með
vönduðum rennilás og þar sem
Bauer kemur frá Þýskalandi má
treysta því að hann endist vel.
„Bauer er fyrir þá sem vilja vera
með töff rúmföt en ekki endilega
svo dýr.“
Skrautsaumað silkidamask
Verin frá Rúmföt.is eru svo klass
ísku molarnir.
„Þau eru saumuð úr ítölsku
lúxus silkidamaski og með skraut
saumi á koddaverunum sem er
eingöngu gert hjá fínustu merkj
unum. Það er eitthvað eftir af þeim
en Margrét mun halda áfram að
sauma á næsta ári, svo allir geta
fengið fín rúmföt fyrir næstu jól.
Miðað við hvað þau runnu hratt út
nú í nóvember mæli ég með að fólk
komi tímanlega, jafnvel bara strax
í vor. Þá er líka miklu meira svig
rúm til að sérsauma óvenjulegar
stærðir,“ upplýsir Hildur.
„Bómullarsatínverin okkar og
venjulega damaskið væru svo
eins og stóru konfektkassarnir.
Margir ólíkir molar og allir eiga
sína uppáhalds. Þau koma bæði
elegant einlit, sem og með alls
kyns mynstrum og henta alls
kyns pyngjum, bæði þungum og
léttum.“
Dásamlegar viðtökur á árinu
Leiðarljós hjá Rúmföt.is er að veita
góða þjónustu og að viðskiptavinir
séu ánægðir.
„Við fengum til dæmis fyrir
spurn í dag um hvort of seint væri
að panta Quagliotti sængurver því
hjónin langaði svo að fá sér ný fyrir
jólin. Af því ég var ekki viss um að
það kæmist í tæka tíð með póst
inum, keyrði ég það heim til þeirra
þegar ég var sjálf á heimleið,“ segir
Hildur í jólaskapi.
„Allir geta því eignast nýtt á
rúmið fyrir jólin, þótt ég lofi ekki
heimkeyrslu í hvert sinn. Við erum
með opið í dag þriðjudag og á
morgun Þorláksmessu frá klukkan
12 til 18. Við erum lítið fjölskyldu
fyrirtæki svo það er lokað milli
jóla og nýárs. Að lokum viljum við
þakka dásamlegar viðtökur á árinu
og óskum viðskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum yndislegra
jóla og gleðilegs nýs árs.“
Rúmföt.is er á Nýbýlavegi 28 í
Kópavogi. Sími 565 1025. Opið alla
virka daga frá klukkan 11 til 18 og á
laugardögum frá klukkan 11 til 16.
Sjá nánar á rumfot.is.
Framhald af forsíðu ➛
Áprentuð mynstur fást við allra hæfi í Rúmföt.is og á góðu verði, frá 10.900 krónum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARIRöndótt silkidamask frá Bauer er með breiðari röndum en hefðbundið er.
Góð þjónusta er í öndvegi hjá Rúmföt.is og hefur Hildur meira að segja sjálf keyrt rúmföt heim til viðskiptavina.
Sængurfatnaður utan um tvöfaldar sængur fæst nú í heillandi úrvali.Damask í mjúkum litum fyrir góðan nætursvefn, líka fyrir tvöfaldar sængur.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R