Fréttablaðið - 22.12.2020, Blaðsíða 10
Ljóðabókin Vonin
er tilfinningabomba!
Öll sölulaun af bókinni renna óskipt til hjartadeildar Landspítalans
Allur ágóði a
f sölu bókar
innar Vonin
rennur til h
jartadeildar
Landspítala.
Anna Lára M
öller
Vonin
Anna Lára M
öller
A
nna L
ára M
öller Vonin
Kapa-01.indd
All Pages
08/09/2020
10:37:50
NORÐURÞING Meirihluti sveitar
stjórnar í Norðurþingi er ekki á
einu máli um uppsetningu könn
unarmasturs fyrir vindorkuver við
Húsavíkurfjall. Á fundi byggðar
ráðs á fimmtudag lagðist Kolbrún
Ada Gunnarsdóttir, fulltrúi Vinstri
grænna og forseti sveitarstjórnar,
gegn því að gengið yrði frá sam
komulagi við fyrirtækið Qair Ice
land.
Vinstri græn eru í meirihlutasam
starfi við Sjálfstæðisflokk og Sam
fylkingu. Fulltrúar minnihlutans
voru einnig samþykkir málinu,
þannig að Vinstri græn voru ein á
móti. Kolbrún neitar því að málið sé
mikið þrætuepli innan meirihluta
samstarfsins.
„Við getum stundum verið sam
mála um að vera ósammála,“ segir
hún. „Það var líka skilningur fólks
á fundinum að aðeins væri verið að
gefa leyfi fyrir rannsóknum en ekki
uppsetningu vindorkugarðs.“
Fréttablaðið greindi frá því fyrir
ári að franska orkufyrirtækið Qair,
þá Quadran, hefði fengið stöðu
leyfi fyrir rannsóknum á Hólaheiði
í Núpasveit. Í samtali við Tryggva
Þór Herbertsson, sem sér um fjár
festingar fyrir Qair, kom fram að
verið væri að skoða staðsetningar
kosti en ekkert væri fast í hendi.
Mastrið sem nú á að reisa, norð
austan við Húsavíkurfjall, er vita
skuld mun nær byggðinni á Húsavík
en Hólaheiði, þótt það muni ekki
sjást frá bænum.
Kolbrún segir að Vinstri græn
leggist ekki gegn vindorkuverum
sem slíkum heldur staðsetningunni.
„Þegar ég fór að skoða fyrirhug
aða staðsetningu, umfang og fleira
sá ég að þetta var mjög nálægt úti
vistarleiðum, þar sem fólk gengur
og hjólar,“ segir hún. „Ég gat ekki
kosið með því að heimila þetta
rannsóknarmastur vitandi að ég
myndi ekki samþykkja að setja upp
vindmyllugarð á þessum stað.“
Búist er við því að mastrinu verði
komið fyrir strax á næsta ári. Kol
brún bendir á að þó að það muni
ekki sjást úr bænum breyti það
ásýnd útivistarsvæðisins og muni
sjást vel þegar keyrt er út úr bænum.
Útivistarsvæðið er í uppbyggingu
og mikið notað, til dæmis af hjól
reiðaklúbbnum, og skotsvæðið er
ekki langt undan.
Þá telur Kolbrún orkuþörfina
ekki vera mikla, raskið töluvert og
ávinninginn lítinn fyrir byggðar
lagið, hvort sem er fjárhagslega séð
eða atvinnulega.
„Ég get ekki séð að við fáum mikið
fyrir þetta,“ segir hún og bendir á
að rafmagnsmannvirki séu undan
þegin fasteignaskatti. Vissulega
þurfi mannskap við að reisa vind
myllurnar en starfsemin kalli ekki
á mikinn mannafla til lengri tíma.
Þar sem um tímabundið rann
sóknarverkefni er að ræða þurfti
ekki umhverfismat, en það mun
þurfa ef ákveðið verður að setja upp
vindorkugarð.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Telur vindorkumastur
ógna útivistarsvæðinu
Vinstri græn kusu gegn samstarfsflokkum sínum í meirihluta byggðarráðs
Norðurþings varðandi rannsóknarmastur við Húsavíkurfjall. Fulltrúi VG
segir mastrið raska ásýnd og skila litlu. Þess utan sé orkuþörfin ekki mikil.
Húsavíkurfjall og nágrenni er mikið útivistarsvæði. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Ég gat ekki kosið
með því að heimila
þetta rannsóknarmastur
vitandi að ég myndi ekki
samþykkja að setja upp
vindmyllugarð á þessum
stað.
Kolbrún Ada
Gunnarsdóttir,
forseti sveitar-
stjórnar
ÁRBORG Á bæjarráðsfundi Árborgar
á dögunum var rædd sú hugmynd
að brúa bil milli leikskólabarna og
aldraðra í sveitarfélaginu. Málið er
nú hjá fræðslunefnd sveitarfélags
ins.
Bæjarstjóri Árborgar, Gísli Hall
dór Halldórsson, virtist hrifinn af
hugmyndinni þegar Fréttablaðið
ræddi við hann.
„Ég held að þetta væri virkilega
hollt fyrir samfélagið og börnin
að reyna að finna einhvern f löt á
þessu. Það er ekki augljós kostur í
stöðunni núna, við erum að byggja
nýjan sex deilda leikskóla sem er
ekki nálægur eldri borgara heimili
en þetta er þörf og góð umræða.
Þetta er önnur leið í mótun barna
að einstaklingum,“ segir Gísli.
Bergþóra Haralds Eiðsdóttir
kynnti hugmyndina fyrir bæjar
ráðinu. Þar er meðal annars stungið
upp á einkareknum leikskóla með
tilheyrandi starfsfólki í íbúðar
kjarna aldraðra með sameigin
legum matsal. Báðir hópar gætu
nýtt svæðið og samskiptin milli
hópanna myndu aukast.
„Ég er sannfærður um að þetta
gæti með réttu formi auðgað mál
getu barna og veitt þeim breið
ari innsýn í venjulegt líf. Leik
skólastarfsmenn eru að vinna
frábært starf eftir bestu þekkingu
og að gera góða þegna úr börn
unum okkar en það er svolítið í
uppsettu umhverfi. Með þessu væri
hægt að skapa stemmingu eins og
var á gömlu f jölskylduheimili
og gæti það verið ákveðinn fjár
sjóður,“ segir Gísli og tekur undir
að þetta gæti brotið upp daglegt líf
eldri borgara.
„Já, ég er sannfærður um að þeir
eldri borgarar sem myndu taka þátt
í þessu myndu líka fá heilmikinn
ávinning úr þessu verkefni. Það eru
mikil verðmæti í því að þau fái að
hafa aukin persónuleg og mannleg
samskipti.“
Sífellt f leiri f lytja á Selfoss, sér
staklega barnaf jölskyldur. Það
eykur þörfina fyrir leikskólapláss.
„Það hefur mikil fólksfjölgun átt
sér stað síðustu ár, hátt í 25 prósent
á þremur árum og það er ekkert að
hægjast á því. Ef við myndum gefa
okkur nokkur ár í að móta þessa
hugmynd myndum við örugglega
geta komið þessu í framkvæmd ef
haldið verður rétt á spöðunum,“
segir bæjarstjórinn. – kpt
Mikill ávinningur fyrir
börn og eldri borgarana
Gísli Halldór
Halldórsson,
bæjarstjóri
Árborgar.
dot.is
DÓT
Gæði á góðu verðiKíktu á úrvalið
Sendum um land allt
Áform um
friðlýsingu
Umhverfisstofnun, í samstarfi við land
eigendur og sveitarfélagið Borgar byggð,
kynnir áform um friðlýsingu Borgar vogs
í Borgarbyggð sem friðlands í samræmi
við 49. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.
Áformin eru kynnt í samræmi við
málsmeðferðarreglur 2. og 3. mgr. 36.
gr. náttúruverndarlaga, sbr. 2. mgr. 38.
gr. laganna en gert er ráð fyrir að svæði
sem ekki eru á framkvæmdaáætlun
náttúruminjaskrár skuli kynnt sérstaklega.
Frestur til að skila athugasemdum
við áformin er til og með 21. febrúar 2021.
Frekari upplýsingar er að finna á ust.is.
Athugasemdum við áformin má skila á
vef Umhverfisstofnunar, með tölvupósti
á netfangið ust@ust.is eða með pósti til
Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24,
108 Reykjavík.
2 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð