Fréttablaðið - 22.12.2020, Blaðsíða 6
SAMFÉLAG Í október aðstoðaði For
eldrahús foreldra yfir fimm hund
ruð barna, samanborið við rúm tvö
hundruð í október í fyrra. Starfs
fólki hefur verið fjölgað.
„Við höfum fundið fyrir mjög
þungum tón yfirleitt í samtölum
okkar, það eru margir sem eiga mjög
erfitt í þessu ástandi,“ segir Berglind
Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri
Foreldrahúss.
„Það er mjög erfitt fyrir börn og
unglinga sem eru til dæmis með
greiningar, þegar allt skipulag fer úr
skorðum,“ segir Berglind. Mörgum
foreldrum reynist erfitt að setja
unglingum mörk þegar skóli og
tómstundir eru ekki til staðar.
Líkt og fram hefur komið hafa
margir framhaldsskólanemendur
átt erfitt með að einbeita sér að
námi þegar því þarf að sinna heima
fyrir. Berglind kannast við það.
„Það hafa margir lýst því að vera
heima á náttfötunum allan dag
inn, kveikja á tölvunni og þykjast
sinna náminu. Það upplifa margir
ákveðið tilgangsleysi, sumir leita þá
á vafasamar brautir,“ segir Berglind.
„Skólaskipti frá grunnskóla og yfir
í menntaskóla, ekki er mikið um
félagslíf eða nýja vini sem tengjast
skólanum, það reynist erfitt.“
Þá er talsvert um neyslu meðal
ungmenna.
„Við sjáum talsverða aukningu í
notkun spice og kannabisefni eru
auðvitað til staðar. Efni sem nóg
framboð er af,“ segir Berglind. Þrátt
fyrir samkomutakmarkanir hafi
ekki dregið úr hópamyndunum og
flakki hjá unglingum í vanda. „Þeim
sem eru að fikra sig á þessa braut er
alveg sama um einhvern faraldur.“
Berglind segir dæmi um að for
eldrar finni efni hjá unglingum sem
standa sig yfirleitt vel í lífinu. „Þau
neita yfirleitt alltaf að eiga efnin.“
Vandinn við spice er að það er
ekki hægt að kaupa próf.
„Við ráðleggjum alltaf, ef ungling
urinn kemur heim undir miklum
áhrifum efna, að fara beint niður
á bráðamóttöku og láta tékka á
þeim,“ segir Berglind. „Það er bæði
til að skera úr um hvað þau voru að
nota og líka til að gera þeim grein
fyrir að þetta er alvarlegt mál.“
Hefur Berglind tekið eftir aukinni
hörku í hópum unglinga, sérstak
lega er kemur að því að taka upp
slagsmál til að dreifa á samfélags
miðlum.
Leggur Berglind mikla áherslu á
að fylgst verði með unglingunum
yfir hátíðarnar, hafa reglu á mat
málstímum og gera eitthvað með
þeim, þannig að þeir vilji vera
heima með fjölskyldunni.
„Nýta samveruna til að rækta
tengslin við börnin og unglingana.
Þetta er erfiður tími en það má ekki
gefa eftir að fylgjast vel með þeim,“
segir hún. „Ekki hika við að hringja
í foreldrasímann okkar, 5811799.“
arib@frettabladid.is
Það hafa margir lýst
því að vera heima á
náttfötunum allan daginn,
kveikja á tölvunni og
þykjast sinna náminu. Það
upplifa margir ákveðið
tilgangsleysi, sumir leita þá
á vafasamar
brautir.
Berglind Gunn-
arsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Foreldrahúss
SAMGÖNGUR Áætlaður heildar
kostnaður vegna hjólreiðastíga
framkvæmda á næsta ári í Reykja
vík verður um 1,7 milljarðar. Leggja
á 10,3 kílómetra af stígum.
Helstu göngu og hjólastíga
verkefni sem eru í undirbúningi
fyrir árið 2021 voru kynnt á fundi
sk ipulags og samgöng uráðs.
Fulltrúar meirihlutans bókuðu að
gangi áætlanir eftir verði Reykjavík
hjólreiðaborg á heimsmælikvarða.
Fulltrúar Sjálfstæðisf lokksins
sögðu nýlegar mælingar sýna að
nær 27 prósent íbúa á höfuðborgar
svæðinu myndu helst hjóla í vinnu.
„Það er mikilvægt að svara þess
ari eftirspurn og bregðast við þess
ari jákvæðu þróun – en til þess þarf
Reykjavíkurborg að ráðast í raun
verulega stórsókn í lagningu nýrra
hjólastíga,“ segir í bókun flokksins
sem kvaðst harma að einungis
hluti þeirra stíga sem voru tilbúnir
til framkvæmda fyrir 2021 væri
á nýsamþykktri fjárhagsáætlun
borgarinnar. Aðeins 2,2 prósent af
fjárfestingum 20212025 fari í hjóla
stíga. „Sjálfstæðisflokkur hefði vilj
að ganga lengra, fullfjármagna alla
stígana og styðja enn betur við hjól
reiðabyltinguna í Reykjavík.“ – ab
Milljarðar fara í
nýja hjólastíga
Um 27 prósent borgarbúa vilja
hjóla í vinnuna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
REYK JANESBÆR Á fundi barna
verndarnefndar Reykjanesbæjar í
gær kom fram að tíu prósenta aukn
ing hefði verið í tilkynningum sem
bárust fyrstu ellefu mánuði ársins.
Aukningin er þrátt fyrir fækkun
mála í nóvember milli ára.
Í nóvember bárust barnaverndar
nefnd 46 tilkynningar vegna 36
barna. Alls voru átján ný mál í
könnun í nóvember. Á sama tíma í
fyrra voru málin 50, börnin 45 og
23 ný mál í könnun. Flestar tilkynn
ingar voru frá lögreglunni.
Alls hefur nefndin skoðað 397
mál á fyrstu ellefu mánuðum ársins.
Til samanburðar voru málin 361 á á
sama tíma í fyrra. – kpt
Fleiri mál til
barnaverndar
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN
Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla
Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og
íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á
lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla.
Úrval af felgum fyrir
Jeep® og RAM
Upphækkunarsett
í Wrangler
Upphækkunarsett
í RAM
Falcon demparar
ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK
SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 07:45 - 18:00 • OPIÐ FÖSTUDAGA 07:45 - 17:00
ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG
SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA
ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK.
FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI
BREYTINGAR Á JEEP®, RAM
OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM
ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR
STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323
UMBOÐSAÐILI
Meira en helmingi fleiri leita
aðstoðar vegna barna í vanda
Berglind Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Foreldrahúss, segir ráðgjafa finna fyrir þungum tón í sam-
tölum við foreldra. Meira en helmingi fleiri hafi leitað aðstoðar þar í haust samanborið við árið á undan.
Að sögn Berglindar eykst notkun fíkniefna og ekki sést að dragi úr hópamyndum meðal ungmenna.
Þessi ungmenni skemmtu sér áhyggjulaus í miðborg Reykjavíkur löngu fyrir daga COVID-19. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
KÓPAVOGUR Forsætisnefnd Kópa
vogsbæjar hefur komist að þeirri
niðurstöður að Guðmundur Gísli
Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðis
f lokksins, hafi ekki brotið siða
reglur með fjarveru sinni á fundum
bæjarstjórnar á tímabilinu júní til
október 2020. Málið verður afgreitt
í bæjarstjórn í dag.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjar
fulltrúi Pírata, óskaði eftir úrskurði
nefndarinnar í síðasta mánuði, var
málinu vísað til bæjarlögmanns.
Guðmundur sagði ástæðuna vera
að hann væri á sjó, það hefði legið
fyrir þegar hann bauð sig fram. Það
hitti þannig á að hann þyrfti að
vera á sjó þegar voru bæjarstjórnar
fundir.
Sigurbjörg Erla sagði það eðlilegt
að Guðmundur færi í leyfi á meðan
hann sinnti öðrum störfum.
Í bréf i Salvarar Þórisdóttur
lögfræðings hjá Kópavogsbæ til
nefndarinnar segir að það liggi fyrir
að bæjarfulltrúum sé skylt að taka
þátt í bæjarstjórnarfundum nema
lögmæt forföll hamli. „Í lögskýr
ingargögnum er tekið, sem dæmi
um önnur óviðráðanleg atvik, að
sveitarstjórnarmanni sé nauðsyn
legt að vera fjarverandi vegna anna
í launaðri vinnu eða eigin atvinnu
rekstri,“ segir í bréfinu. Það liggi
fyrir að Guðmundur Gísli sé sjó
maður og það hafi hist svo á að
hann hafi þurft að vera á sjó þegar
fundir hafi verið. Það séu lögmæt
forföll og honum því ekki skylt að
taka þátt í fundunum. – ab
Sjómennska lögmæt forföll fyrir bæjarstjórnarmann
Sigurbjörg Erla
Egilsdóttir,
bæjarfulltrúi
Pírata
2 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð