Fréttablaðið - 22.12.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 22.12.2020, Blaðsíða 38
ÍÞRÓTTIR Kórónaveirufaraldurinn setti strik í allt íþróttalíf á heims- vísu. Íþróttalífið lamaðist í tvo mán- uði en fór hægt og bítandi að hefjast á ný yfir sumarið og þá yfirleitt án áhorfenda. Í dag eru blikur á lofti með að áhorfendur fái að komast aftur á atburði á nýju ári en bakslag gæti komið í veg fyrir það. Ekkert varð úr Ólympíuleikunum né Evr- ópumóti karla í knattspyrnu sem áætlað er að fari fram næsta sumar. Á árinu kvöddu tvær goðsagnir skyndilega og áttu margir erfitt með að meðtaka fréttirnar um að þessar goðsagnir væru skyndilega látnar. Önnur rós í hnappagat Þóris Þórir Hergeirsson hélt áfram að bæta við rósum í hnappagatið sem þjálfari Noregs þegar norska liðið varð Evrópumeistari í fjórða skiptið undir hans stjórn. Noregur sigraði ríkjandi meistara, Frakkland, í úrslitaleik mótsins. Þórir hefur auk þess að vinna Evrópumótið fjórum sinnum sem aðalþjálfari Noregs orðið Ólympíumeistari einu sinni og heimsmeistari tvisvar. Þá var þetta í 13. skipti sem hann er í brúnni hjá norska liðinu í úrslitaleik á stórmóti. Áður en hann varð aðalþjálfari Nor- egs árið 2009 var hann svo aðstoðar- maður Marit Breivik frá 2001 til 2009. Á meðan Þórir var aðstoðar- þjálfari norska liðsins varð Noregur Ólympíumeistari árið 2008 og þrí- vegis Evrópumeistari. Þá því með sanni segja að Noregur hafi verið sigursæll á þeim tíma sem Þórir hefur starfað fyrir norska hand- boltasambandið. Maradona og Kobe kvöddu Undir lok ársins missti knatt- spyrnuheimurinn einn sinn dáðasta son þegar argentínska goðsögnin Diego Armando Maradona féll frá. Þessi frábæri leikmaður markaði djúp spor bæði í heimalandi sínu, þar sem hann hann var þjóðhetja, sem og í Napólí þar sem hann spil- aði á hátindi ferilsins. Maradona var magnaður á heimsmeistara- mótinu árið 1986 þar sem hann skoraði fimm mörk Argentínu sem varð heimsmeistari og lagði upp önnur fimm. Engin leikmaður hefur komið að jafn mörgum mörkum í sögu heimsmeistaramótsins. Þá varð hann tvisvar sinnum ítalskur meistari sem leikmaður Napoli en það var í fyrstu skiptin sem Napoli varð landsmeistari. Þá leiddi Mara- dona liðið sömuleiðis til sigurs í ítalska bikarnum og í Evrópukeppni félagsliða en hann var í guðatölu í Napólí. Kör f ubolt agoðsög nin Kobe Bryant lést óvænt í upphafi þessa árs þegar þyrla með Kobe, dóttur hans og sjö öðrum fórst í Los Angeles. Þyrlan var að ferja fólkið í körfuboltabúðir Kobe þegar þyrlan brotlenti og létust allir um borð samstundis. Það kom strax í ljós hversu djúp spor Kobe voru í íþróttaheiminum og þá sérstaklega í körfuboltanum eftir að fregnir bárust um að hann hefði látist. Kobe var minnst út um alla borg enda goðsögn í Los Angeles eftir að hafa fært liðinu fimm meistara- titla sem leikmaður Lakers og stiga- hæsti leikmaðurinn í sögu félags- ins. Hann er talinn einn af bestu Tvær goðsagnir féllu skyndilega frá Heimsfaraldurinn setti strik í íþróttalífið á heimsvísu og var nánast allt íþróttastarf stöðvað í tvo mánuði fyrr á árinu. Þegar keppni hófst á ný voru nokkur lið og einstaklingar sem stóðu upp úr. Tvær af helstu íþróttagoðsögnum undanfarinna áratuga létust óvænt. Þórir gerði Noreg að Evrópumeisturum í fjórða sinn stuttu fyrir jól. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Aðdáendur Kobe og Lakers eru duglegir að minnast hans og dóttur hans, Giönnu, með blómvöndum við listaverk af feðginunum í Los Angeles. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Þrjátíu ára bið Liverpool eftir titlinum lauk í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Sinclair bætti met með 185. marki sínu fyrir Kanada í ár. körfuboltamönnum allra tíma og lék allan sinn feril með Lakers frá því að hann kom úr menntaskóla. Minning Kobe var heiðruð það sem eftir lifði tímabilsins í NBA og nýttu fremstu íþróttamenn heims í öðrum íþróttum fjölmörg tækifæri til að heiðra minningu Kobe. Þrjátíu ára bið lokið Liverpool batt enda á þrjátíu ára bið sína eftir enska meistaratitl- inum í knattspyrnu karla á árinu sem er að líða. Stuðningsmenn liðsins voru reyndar hræddir um að kórónaveiru faraldurinn yrði til þess að koma í veg fyrir að titillinn kæmi í hús en ekkert lið gat stöðvað Liverpool. Liðið vann deildina með mesta mun sem gert hefur verið í sögu ensku efstu deildarinnar. Ekkert lið hefur unnið deildina jafn snemma og Liverpool, það er þegar sjö umferðir voru eftir af deildinni. Þá jafnaði Liverpool metið yfir flesta sigra í efstu deild á einu keppnis- tímabili með því að hafa betur í 30 leikjum. Fagnaðarlætin hér heima voru lágstemmd en þau bíða betri tíma. Lakers jafnaði met Celtics LeBron James fór fyrir liði Los Angeles Lakers sem vann sinn fyrsta meistaratitil í tíu ár og jafnaði með því met Boston Celtics sem sigur- sælasta félag NBA-deildarinnar með sautján meistaratitla. Þetta var um leið fjórði meistaratitill LeBron með þriðja félaginu. Líkt og aðrar deildir fann NBA fyrir áhrifum kóróna- veirufaraldursins og lá keppni niðri í tæpa fimm mánuði áður en hafist var handa að nýju í búbblu í Orlando. Leikmenn létu rödd sína heyrast í réttindabaráttu þegar þeir neituðu að spila og íhuguðu að ljúka tíma- bilinu án meistara eftir morðið á Jacob Blake. Deildin vildi senda sterk skilaboð í baráttunni gegn lögregluofbeldi og fengu leikmenn að kjósa réttindabaráttu til að aug- lýsa aftan á treyjum sínum í úrslita- keppninni í stað nafns. Bardagi innan Barcelona Það gekk mikið á hjá spænska knatt- spyrnufélaginu Barcelona á þessu ári, bæði innan vallar og kannski enn frekar utan. Barcelona þurfti að horfa upp á að Real Madrid varð spænskur meistari. Þá féll liðið úr leik í átta liða úrslitum spænska konungsbikarsins og tapaði í Ofur- bikarnum heima fyrir. Mesta niður- lægingin var þegar Bayern München gjörsigraði liðið 8-2 í átta liða úrslit- um Meistaradeildar Evrópu. Eftir þann leik var Quique Setien látinn taka pokann sinn en hann hafði tekið við liðinu af Ernesto Valverde fyrr á árinu. Sumarið fór svo í það hjá forráðamönnum Barcelona að sann- færa Lionel Messi um að vera áfram í herbúðum félagsins en Messi gagn- rýndi þá sem stýra félaginu opinber- lega í fyrsta skipti á ferli sínum. Það tókst en Josep Maria Bartomeu lét af embætti sem forseti Barcelona og öll stjórn félagsins fylgdi fordæmi hans. Ronald Koeman tók við þjálfun liðsins í sumar og er liðið í kynslóða- skiptum og svo virðist sem einhver tími sé þar til það kemst í hæstu hæðir á nýjan leik. Á sama tíma blómstrar karlalið þýska knattspyrnufélagsins Bayern München undir stjórn Hans Flick. Bayern München varð þýskur meist- ari, vann þýska bikarinn og kórónaði tímabilið með því að vinna Meistara- deild Evrópu í sjötta skipti í sögu félagsins. Pólski framherjinn Robert Lewandowski var langmarkahæsti leikmaður liðsins með 55 mörk en hann var verðlaunaður fyrir frammi- stöðu sína með því að vera valinn besti leikmaður heims af Alþjóða- knattspyrnusambandinu, FIFA. Erfitt að bæta met Sinclair Kanadíska landsliðskonan Christine Sinclair bætti met Abby Wam bach þegar hún skoraði tvívegis fyrir Kanada í sigri á St. Kitts og Nevis í undankeppni Ólympíuleikanna. Með því tókst hinni 37 ára gömlu Sinclair að bæta metið yfir flest mörk í landsleikjum og stendur metið nú í 185 mörkum. Aðspurð út í Christine sagði Dagný Brynjarsdóttir, fyrr- verandi liðsfélagi hennar, auðvelt að samgleðjast kanadíska sóknartengi- liðnum. „Hún er búin að vera nálægt metinu svo ofboðslega lengi, vantað einhver 1-2 mörk og ég man að þegar við fórum í landsliðsverkefni í fyrra þá vonaðist maður eftir því að hún myndi ná að slá metið. Það er því auðvelt að samgleðjast henni þegar það er farið að sjá í annan enda fer- ilsins. Við reyndum að hvetja hana áfram,“ sagði Dagný og bætti við: „Það er mjög ólíklegt að einhver nái að taka þetta met af henni úr þessu.“ Á sama ári var annað nýtt met bætt þegar Chelsea greiddi metfé fyrir danska markahrókinn Pernille Harder frá Wolfsburg. Pernille sem hefur verið ein besta knattspyrnu- kona heims undanfarin ár, var valin best að mati Evrópska knattspyrnu- sambandins. kristinnpall@frettabladid,is hjorvaro@frettabladid.is ERLENDAR ÍÞRÓTTIR 2020 2 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R24 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.