Fréttablaðið - 22.12.2020, Blaðsíða 28
Söfnuðir Reykjavíkurprófastsdæmis vestra.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls nýárs og bjóðum ykkur að fylgjast með
dagskrá kirknanna yfir hátíðirnar á heimasíðum okkar og á samfélagsmiðlum.
Prestar, starfsfólk og sóknarnefndir
Áskirkju, Bústaðakirkju, Dómkirkjunnar, Grensáskirkju, Hallgrímskirkju,
Háteigskirkju, Langholtskirkju, Laugarneskirkju, Neskirkju og Seltjarnarneskirkju,
Sérþjónustunnar og safnaða Íslendinga erlendis.
©Jóhann Ludwig Torfason / Hjarta Reykjavíkur
Jólasögur eru gjarnan sagðar í skólum og á jólafundum félagasamtaka en jólasög-
urnar í ár eru áþreifanlegar. Þær
sýna kærleika og umhyggju fólks
og birtast í hjálpsemi og gjöfum til
náungans. Jól í skókassa er alþjóð-
legt verkefni sem felst í því að fá
börn og fullorðna til að gleðja börn
sem búa við fátækt, sjúkdóma eða
aðra erfiðleika og gefa þeim jóla-
gjafir. Ungt fólk innan KFUM &
KFUK hóf þátttöku í þessu verkefni
fyrir 16 árum og alltaf fjölgar þeim
sem gefa börnum í Úkraínu gjafir
fyrir jólin. Aldrei hafa fleiri jóla-
pakkar verið settir undir jólatré
Mæðrastyrksnefndar í Kringlunni
í Reykjavík en á þessu ári. Kona ein
segir frá kærleiksverki þegar önnur
kona greiddi vörurnar fyrir hana í
Bónus á meðan hún skaust frá inn-
kaupakörfunni við kassann til að
ná í það sem hún hafði gleymt að
setja í körfuna. Þrjár kjarnakonur
í Ástjarnarsókn í Hafnarfirði settu
á fót Kærleiksmarkað í kirkjunni
sinni í Hafnarfirði þar sem fólk
getur fengið föt, húsmuni, barna-
vörur, mat og fleira án endurgjalds.
Samkennd og samhugur
Eftir náttúruhamfarirnar á Seyðis-
firði voru margar sögur sagðar.
„Dæmi eru um að verslunareig-
endur þar (á Héraði) hafi gefið
börnum ýmiss konar leikföng
til þess að stytta þeim stundir á
meðan þau eru fjarri heimilum
sínum,“ segir í einni fréttinni og
fram hefur komið að margir hafi
opnað hús sín svo enginn þurfti
að gista í fjöldahjálparstöðinni
á Egilsstöðum. Samkennd og
samhugur myndast með þjóðinni
þegar svona atburðir verða enda
þekkja margir af eigin raun að
náttúran getur farið hamförum. Í
viðtölum við Seyðfirðinga kemur
orðið og hugtakið þakklæti oft
fram. Þakklæti fyrir það sem veitt
er og þakklæti fyrir að enginn
skyldi slasast eða deyja í þessum
hamförum.
Jólin boða von
Í heimi þar sem allt getur gerst
og allt getur farið á annan veg
en áætlað er, er gott að vita af
góðu fólki sem sýnir kærleika og
umhyggju í verki. Það er gott að
búa í samfélagi þar sem samheldni
ríkir.
Það er fallegt, gott og gaman
að gera jólalegt í kringum sig
en miklu betra að finna fögnuð
jólanna innra með sér. Hugsa um
þau sem okkur þykir vænt um
og hugsa og leggja af mörkum til
þeirra sem búa við erfiðar eða
óviðunandi aðstæður. Boðskapur
jólanna kemur fram í sex orðum:
„Yður er í dag frelsari fæddur.“
Bæn mín er sú að þú, lesandi
góður, fáir reynt þann boðskap í
lífi þínu og fáir að finna og trúa að
þú sért ekki ein/einn á ferð á vegi
lífsins.
Ég óska þér gleðilegra jóla og far-
sældar á nýju ári.
Agnes M. Sigurðardóttir
Hátíð fer að
höndum ein
Jólin 2020 eru ekki hefðbundin miðað við fyrri ár.
Heimsfaraldurinn hefur breytt daglegu lífi fólks og
hefðir jólanna verða margar hverjar að bíða betri tíma.
Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
2 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RGUÐSÞJÓNUSTUR