Feykir


Feykir - 21.08.2019, Qupperneq 3

Feykir - 21.08.2019, Qupperneq 3
HÚNAÞING VESTRA www.hunathing.is HVAMMSTANGABRAUT 5 530 HVAMMSTANGI SÍMI 455 2400 ÚTBOÐ Veitusvið Húnaþings vestra óskar eftir tilboðum í verkin: • „Ljósleiðari Vatnsnes vestur 2020 - VINNUÚTBOГ • „Ljósleiðari Vatnsnes austur Vesturhóp 2020 - VINNUÚTBOГ Ljósleiðari Vatnsnes vestur 2020 - VINNUÚTBOÐ Veitusvið Húnaþings vestra óskar eftir tilboðum í lagningu ljósleiðara á Vatnsnesi vestur. Um er að ræða plægingu á 33,6 km af ljósleiðarastrengjum og tengingum við um 19 hús. Ljósleiðari Vatnsnes austur Vesturhóp 2020 - VINNUÚTBOÐ Veitusvið Húnaþings vestra óskar eftir tilboðum í lagningu ljósleiðara á Vatnsnesi austur Vesturhóp. Um er að ræða plægingu á 32,9 km af ljósleiðarastrengjum og tengingum við um 16 hús. Verkunum skal að fullu lokið fyrir 10. október 2020. Útboðsgögn verða seld á kr. 10.000 hjá veitusviði Húnaþings vestra Hvammstangabraut 5, Hvammstanga frá og með mánudeginum 19. ágúst nk. Sími 455-2400, netfang veitusvid@hunathing.is Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Húnaþings vestra á Hvammstangabraut 5, Hvammstanga þriðjudaginn 10. september kl. 11:00. Sveitarstjóri Sveitarstjóraskipti urðu í Húnaþingi vestra þann 15. ágúst sl. þegar Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir tók við starfinu af Guðnýju Hrund Karlsdóttur sem gegnt hefur starfinu sl. fimm ár. Síðastliðin tvö ár hefur Ragnheiður Jóna starfað sem framkvæmdastjóri afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Áður starfaði hún í tíu ár sem menningarfulltrúi og verkefnastjóri uppbyggingarsjóðs hjá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Ragnheiður Jóna lauk MA-prófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og BA-prófi í nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri. Auk þess hefur hún stundað nám í opinberri stjórnsýslu og lokið námslínunni Forysta til framþróunar - leið stjórnenda til aukins árangurs, við Endurmenntun Háskóla Íslands. /FE Nýr sveitarstjóri hefur störf HÚNAÞING VESTRA Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, nýr sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd: hunathing.is Sr. Árni Sigurðsson, börn hans Arnór, Hildur og afkomendur gáfu Þingeyraklausturskirkju grænan hökul og stólu að gjöf fyrir nokkru. Græni liturinn er sá litur er gengur lengst í kirkjuárinu. Á Húna.is segir að um sé að ræða höfðinglega minningargjöf um frú Eyrúnu Gísladóttur, eiginkonu sr. Árna, sem þakkað er fyrir og þann hlýhug sem gjöfin ber með sér. Gjöfinni veittu viðtöku sr. Sveinbjörn Einarsson sóknarprestur og Björn Magnússon fyrir hönd sóknarnefndar Þingeyrasóknar. Sr. Árni Sigurðsson var sóknarprestur í Þingeyraklaustursprestakalli í um þrjá áratugi en dvelur nú á Litlu Grund við Hringbraut í Reykjavík þar sem hann unir sér vel. /Húni.is Þingeyraklausturskirkju færðar höfðinglegar gjafir MINNINGARGJÖF UM FRÚ EYRÚNU GÍSLADÓTTUR Sumarleikhús æskunnar í Húnaþingi vestra sýnir uppsetningu sína á Litlu hryllingsbúðinni í Félagsheimili Hvammstanga laugardaginn 24. ágúst kl 18:00. Um er að ræða fyrstu uppsetningu sumarleikhússins, sem er sjálft nýtt af nálinni. Það er Handbendi Brúðuleikhús sem stendur að sýningunni, með stuðningi Leikflokks Húnaþings vestra, sveitarfélagsins Húnaþing vestra og Barnamenningarsjóði Íslands. Í leikhópnum eru tíu ungmenni úr sveitarfélaginu á aldrinum 8 til 16 ára. Húsið opnar klukkan 17:30 og miðaverð kr. 1000. Athugið að enginn posi verður á staðnum. /PF Litla hryllingsbúðin á fjalirnar HVAMMSTANGI Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi MA, hefur verið ráðin til starfa hjá fjölskyldusviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 1. ágúst sl. Sirrý Sif starfaði áður sem fræðslu- og verkefnastjóri Alzheimersamtakanna á Íslandi og mun sinna verkefnum er varða faglega og rekstrarlega stjórnun heimaþjónustu, húsnæðismál, félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð og daggæslu barna á einkaheimilum. Tekur hún við af Gunnari Sandholt sem látið hefur af störfum. Sirrý Sif er fædd og uppalin í Skagafirði og segist alltaf hafa verið á leiðinni heim aftur, en til glöggvunar þeim sem ekki þekkja er hún frá Flugumýri. „Við tókum ákvörðun um að flytja í janúar 2019 og auglýsingin um starfið datt inn á besta mögulega tíma. Ég er með starfsréttindi sem félagsráðgjafi og er að sérhæfa mig í öldrunarfræðum, það lá því beint við að sækja um,“ segir Sirrý Sif sem hefur miklar væntingar til starfsins og hlakkar verulega til að takast á við þau verkefni sem hennar bíða. „Um þessar mundir er sérstaklega mikið kallað eftir bættri öldrunarþjónustu og aukinni fagmennsku. Sveitarfélagið Skagafjörður getur þar verið leiðandi í þróun þjónustu sem hefur það að markmiði að viðhalda sjálfsbjargargetu hvers og eins. Þannig má lengja tímann sem fólk fær á eigin heimilum og seinka flutningi á heilbrigðisstofnanir. Sá áfangi að vera orðið heilsueflandi sveitarfélag mun til að mynda ekki síður hafa áhrif á eldra fólk en aðra. Hreyfing og útivera er t.d. kjörið verkefni fyrir kynslóðasamskipti. Allir ættu að hafa tíma fyrir einn göngutúr með ömmu eða afa.“ /PF Sirrý Sif ráðin á fjölskyldusvið SVEITARFÉLAGIÐ SKAGAFJÖRÐUR Sirrý Sif Sigurlaugardóttir. MYND AF SKAGAGFJORDUR.IS Frá afhendingu hökuls og stóls. Á myndinni eru Hildur Árnadóttir, Sr. Árni Sigurðsson, Sr. Sveinbjörn R. Einarsson, Arnór Árnason og Björn Magnússon. Mynd: Húni.is. 31/2019 3

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.