Feykir - 04.09.2019, Blaðsíða 7
Skemmtikraftar biðja um
að fá að vera með
Það er greinilegt að kótiletturnar
virka sem hreyfiafl og mikil
jákvæðni í gangi. Valdimar
segir kótilettufélagið ósköp
óformlegt félag sem stofnað var
fyrir fimm árum. „Við vorum
27 manns í Eyvindarstofu og
meiningin var að hittast tvisvar
til þrisvar á ári og fá sér nokkrar
kótilettur og spjalla saman. Svo
þróaðist þetta og vafði upp á sig
og við fórum að fá veislustjóra
og músík og þetta varð alltaf
meira og meira. En þó að yfir
400 manns séu á þessari
svokallaðri kótilettuskrá þá er
ég afskaplega einráður í þessu
félagi. Það er engin stjórn og
ekkert bókhald og við kostum í
sjálfu sér engu til. Björn Þór
Kristjánsson veitingamaður sér
alveg um það. Við sjáum bara
um að safna þátttöku og útvega
skemmtikrafta. Sem sagt, á
okkar vegum erum við ekki
með neina fjármuni í okkar
starfsemi. Það var heldur aldrei
ætlast til þess.“
Það vita allir sem eitthvert
skynbragð bera á þann veislu-
mat sem boðið er upp á að
kótilettur og kótilettur er ekki
það sama og hafa Valdimar og
félagar fengið mikið lof fyrir
þær lettur sem félagið
framreiðir. „Við höfum verið að
þreifa okkur áfram með þetta.
Þar sem maður vinnur í kjöt-
vinnslunni þá hef ég aðstöðu til
þess að fylgjast með, eins er
verkstjórinn mjög áhugasamur
með þetta líka. Það bara fannst
út að kótilettur af E3+
skrokkum reyndust mjög vel,
mikið kjöt á þeim, reyndar
svolítil fita á þeim líka, en
margir vilja hafa fituna. Við
höfum auglýst þetta svolítið á
því. Fólk sem hefur komið á
þessi kótilettukvöld er alls
staðar af að landinu. Það er nú
það skrítna við þetta. Jafnvel frá
Vestmannaeyjum. Út úr því
hafa komið pantanir til
kjötvinnslunnar á svona kóti-
lettum seinna. Við höfum sent á
Ísafjörð, Reyðarfjörð og víðar.
Það hefur myndast einhvers
konar stemning í kringum
þessar kótilettur hjá okkur og
hefur þátttakan heldur vaxið.“
Valdimar segir að nú þegar
reynsla sé komin á þetta allt
saman sé undirbúningurinn
orðinn minna mál en áður. Nú
býðst fólk til að koma með
harmonikkur eða gítara en
fyrstu árin varð Valdimar að
grafa þetta upp.
„Við borgum engum fyrir að
spila utan það að þeir fá að
borða. Það var nú svo
skemmtilegt í fyrra að þrír
bræður frá Hurðarbaki í gamla
Torfalækjarhreppi, reyndar allir
fluttir í burtu, einn þeirra er
Eyþór Björnsson fiskistofustjóri,
komu með gítara og úr varð
mikið stuð. Þegar næsta kvöld
var haldið kom til mín maður
sem spurði hvort það mættu
koma þrír feðgar næst. Þá kom
Benedikt Blöndal tónlistar-
kennari með tvo með sér. Svo í
afmælishófinu koma þrír
bræður héðan, Skarphéðinn
tónlistarkennari, Jón Karl og
Kári Húnfjörð Einarssynir, sem
allir hafa lifað á því alla sína ævi
að vera í tónlist.“
Valdimar er þakklátur öllum
þeim sem hafa komið að
kótilettukvöldum í gegnum
tíðina en hann segist sjálfur
hafa haldið að þetta yrði aldrei
neitt sem myndi lifa í fimm ár
þar sem þetta hafi bara verið
fikt í upphafi. En er þá ekki
möguleiki á því að þetta geti
lifað næstu fimm ár?
„Ja, maður veit aldrei um
það. Ég hætti ekki meðan fólk
kemur,“ segir hann svo líklega
verður hann að standa vaktina
eitthvað áfram þar sem vel
hefur verið mætt á
kótilettukvöldin og uppselt í
september. Hver er ekki sáttur
við það?
Atli Dagur Stefánnson / gítar og söngur
„Dett af og til í rosalegan
Herra Hnetusmjörs fíling“
( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is
Að þessu sinni er það Atli Dagur Stefánsson sem segir
okkur frá tón-lystinni sinni. Atli er tvítugur, hóf ævi
sína í Reykjavík en flutti á Krókinn 8 ára gamall. Hann
er sonur Hrafnhildar og Stefáns Vagns, og hefur því
hlustað talsvert á tónlist undir eftirliti lögreglunnar
(djók). Atli hefur verið syngjandi frá því elstu menn
muna og hefur síðustu misserin verið að trúbbast.
Auk þess að syngja spilar Atli á gítar og spurður út
í helstu afrekin á tónlistarsviðinu segir hann: „Það er
sennilega það þegar mér tókst að fá bókstsflega alla til
að syngja með Valla Reynis á Kaffi Krók. Aldrei upplifað
aðra eins stemmingu.“
Hvaða lag varstu að hlusta á? One eftir Ed Sheeran.
Uppáhalds tónlistartímabil? Árin 2010-12 þegar Ed
Sheeran var að dæla út fyrstu lögunum sínum. Fyrsta
sinn sem ég fór að pæla almennilega í tónlist. Þá söng
ég sko með.
Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa
dagana? Rosalega misjafnt, dett af og til í rosalegan
Herra hnetusmjörs fíling. En oftast er það samt bara
eitthvað ljúft og notalegt eftir annaðhvort Lewis Capaldi
eða Ed Sheeran.
Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili?
Það var ekki mikil tónlistarmenning á heimilinu þegar
ég var að alast upp. Áttum samt stærðarinnar safn af
geisladiskum og ég fékk að fikta
aðeins í því. Fann svo geisladiskinn
1973 eftir James Blunt. Eftir það
þá var það eini diskurinn sem var
spilaður heima.
Hver var fyrsta platan/diskurinn/
kasettan/niðurhalið sem þú keypt-
ir þér? The Gaijan Mind eftir tónlistar-
manninn og góðan vin minn Helga
Frey (Hewkii). Ég hef aldrei verið mikið
fyrir það að kaupa plötur en ég gerði
undantekningu til þess að styrkja
félaga minn.
Hvaða græjur varstu þá með? Þá
hef ég sennilega bara verið með
fartölvuna mína, þetta skeði heldur
nýlega, öll tónlist sem ég hlusta á
í dag er í gegnum Spotify eða YouTube. Þó finnst mér
ekki langt síðan ég fann lög á netinu til þess að hlaða
á iPodinn minn
Hvað var fyrsta lagið sem þú manst eftir að hafa fílað
í botn? Carry you home með James Blunt. Það er af
plötunni 1973 sem ég hlustaði svo mikið á þegar ég var
lítill. Fyrsta lagið sem ég lærði utanbókar og fyrsta lagið
sem fólk nennti að heyra mig syngja.
Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? I like it like
that með Cardi B – þoli það ekki!
Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í
græjunum til að koma öllum í stuð? Valli Reynis með
Ingó Veðurguð. Þetta er lag augnabliksins og akkúrat
það sen þú spilar til að skapa dúndurstemmingu
Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað
viltu helst heyra? Gravity með John Mayer. Með
fallegustu lögum sem hafa verið gerð og fullkomið til að
byrja daginn. Þetta lag er hringitónninn minn.
Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum
og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða
tónleika og hvern tækirðu með þér? Ég færi til Spánar
á John Mayer tónleika. Myndi taka vin minn hann Hauk
Sindra með, hann benti mér á plötuna Continuum
sem eg hef hlustað óteljandi oft á. Undir venjulegum
kringumstæðum myndi ég fara á Ed Sheeran en ég fór,
eins og stór hluti þjóðarinnar, á tónleika hans hérlendis
og vel því frekar John Mayer, því ég á
hann eftir.
Hvað músík var helst blastað í
bílnum þegar þú varst nýkominn
með bílpróf? Það hefur verið Hringd’í
mig með Frikka Dór. Það var nýkomið
út á þeim tíma.
Hvaða tónlistarmaður hefur þig
dreymt um að vera? Klárlega Ed
Sheeran. Hann nær öllum í svo
mikinn fíling þegar hann kemur fram
og semur fallegri lög en nokkur annar.
Hver er að þínu mati besta plata
sem gefin hefur verið út eða sú sem
skiptir þig mestu máli? Continuum
eftir John mayer. Ótrúlega vel samin
lögin á þeirri plötu.
toppurinn
Vinsælast á Playlista
Atla Dags:
Gravity
JOHN MAYER
One
ED SHEERAN
Someone you loved
LEWIS CAPALDI
You need me
I don’t need you
ED SHEERAN
Slow dancing
in a burning room
JOHN MAYER
Forever
LEWIS CAPALDI
33/2019 7