Feykir


Feykir - 04.09.2019, Blaðsíða 12

Feykir - 04.09.2019, Blaðsíða 12
Réttir á Norðurlandi vestra Göngur og réttir framundan Göngur og réttir eru nú framundan, tími þar sem mikið er um að vera og í nógu að snúast í sveitum landsins Fyrstu réttirnar á Norðurlandi vestra eru afstaðnar því segja má að bændur í Blöndudal hafi tekið forskot á sæluna með því að rétta í Rugludalsrétt sl. laugardag og einnig var réttað í Beinakeldurétt á sunnudag. Um næstu helgi verður svo smalað víða um sveitir og réttað á fjölmörgum stöðum á svæðinu, bæði þá og um næstu helgi á eftir. Feykir hefur tekið saman lista yfir réttir á Norðurlandi vestra sem unninn er upp úr Bændablaðinu. Þar er tekið fram að villur geti alltaf slæðist inn í lista af þessu tagi og eins geti veðráttan átt þátt í að breyta fyrirætlunum varðandi göngur og réttir. Það er alltaf gaman að skoða myndir úr réttum og þætti Feyki því vænt um ef lesendur sendu blaðinu myndir til birtingar. /FE Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 33 TBL 4 september 2019 39. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Úr Deildardalsrétt sl. haust. MYND: FE Húnaþing vestra Hamarsrétt á Vatnsnesi laugardag 14. sept. Hrútatungurétt í Hrútafirði laugardag 7. sept. kl. 9:00. Hvalsárrétt í Hrútafirði laugardag 14. sept. kl. 13:00. Miðfjarðarrétt laugardag 7. sept. kl. 9:00. Valdarásrétt í Fitjárdal föstudag 6. sept. kl. 9:00. Víðidalstungurétt í Víðidal laugardag 7. sept. kl. 10:00. Þverárrétt í Vesturhópi laugardag 14. sept. Austur-Húnavatnssýsla Auðkúlurétt við Svínavatn laugardag 7. sept. kl. 8:00. Beinakeldurétt sunnudag 1. sept. kl. 9:00. Fossárrétt laugardag 7. sept. Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð sunnudag 8. sept. kl. 16:00. Kjalarlandsrétt laugardag 7. sept. Rugludalsrétt í Blöndudal laugardag 31. ágúst kl. 16:00. Skrapatungurétt í Laxárdal sunnudag 8. sept. kl. 9:00. Stafnsrétt í Svartárdal laugardag 7. sept. kl. 8:30. Sveinsstaðarétt sunnudag 8. sept. kl. 10:00. Undirfellsrétt í Vatnsdal föstudag 6. sept. kl. 12:30 og laugardag 7. sept kl. 9:00. Skagafjörður Árhólarétt í Unadal laugardag 14. sept. um kl. 14:00. Deildardalsrétt laugardag 7. sept. Flókadalsrétt í Fljótum laugardag 14. sept. Hlíðarrétt í Vesturdal sunnudag 15. sept. Hofsrétt í Vesturdal laugardag 14. sept. Holtsrétt í Fljótum laugardag 14. sept. Hraunarétt í Fljótum föstudag 6. sept. Kleifnarétt í Fljótum laugardag 7. sept. Laufskálarétt í Hjaltadal sunnudag 8. sept. Mælifellsrétt sunnudag 8. sept. Sauðárkróksrétt laugardag 7. sept. Selnesrétt á Skaga laugardag 7. sept. – seinni réttir laugardag 14. sept. Silfrastaðarétt í Blönduhlíð mánudag 9. sept. Skarðarétt í Gönguskörðum laugardag 7. sept. Skálárrétt í Sléttuhlíð laugardag 14. sept. Staðarrétt sunnudag 8. sept. Stíflurétt í Fljótum föstudag 13. sept. www.skagafjordur.is Skipulags- og byggingarfulltrúi Laust er til umsóknar starf skipulags- og byggingarfulltrúa hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Skipulags- og byggingarfulltrúi ber ábyrgð á skipulagsgerð í sveitarfélaginu í samræmi við lög nr. 123/2010 og reglugerðir og á framkvæmd opinbers byggingareftirlits í samræmi við gildandi lög nr. 160/2010 og reglugerðir. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starfið. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 16. september 2019. Umsóknum ásamt starfsferilskrá og kynningarbréfi skal skila í gegnum íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins. Nánari upplýsingar um starfið sem og frekari menntunar- og hæfniskröfur má finna á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Ítarlegri upplýsingar um starfið veita Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í síma 455-6000, netfang sigfus@skagafjordur.is og Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi í síma 455-6000, netfang jobygg@skagafjordur.is. Í Skagafirði búa um 4200 manns í fjölskylduvænu og lifandi samfélagi. Þjónusta við íbúa er öflug og í sveitarfélaginu eru góðir skólar á öllum skólastigum, allt frá leikskólum upp í háskóla. Íþrótta- og félagsstarf er blómlegt og allar aðstæður til hvers konar íþróttaiðkunar og útiveru. Atvinnulífið í Skagafirði er kröftugt og fjölbreytt þar sem matvælavinnsla af ýmsu tagi skipar stóran sess í tengslum við fjölbreyttan landbúnað og öfluga fiskvinnslu, auk iðnaðar, ferðaþjónustu og annarar þjónustu á vegum fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Menningarlíf er blómlegt í héraðinu og sagan við hvert fótmál. Helstu viðfangsefni og ábyrgð: • Yfirumsjón með skipulagsgerð á vegum sveitarfélagsins. • Eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við skipulag og útgefin leyfi. • Samskipti við hönnuði, verktaka og íbúa í tengslum við skipulags- og bygginga leyfisskyldar framkvæmdir í sveitarfélaginu. • Ábyrgð og umsjón með útgáfu byggingaleyfa, vottorða og skráningu mannvirkja. • Afgreiðsla umsókna. • Yfirferð og samþykkt aðaluppdrátta, verkfræði- og séruppdrátta. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. byggingarfræðingur, verkfræðingur, tæknifræðingur, skipulagsfræðingur eða arkitekt. • Æskilegt er að umsækjandi upp- fylli skilyrði 8. og 25. gr. mannvirkjalaga og 7. gr. skipulagslaga. • Góð þekking á lögum og reglugerðum tengdum bygginga- og skipulagsmálum er æskileg. • Þekking/reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg. • Reynsla af áætlanagerð s.s. verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð. • Leiðtogahæfni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. • Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri er æskileg. • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni. SÉRFRÆÐIKOMUR Haraldur Hauksson, alm/æðaskurðlæknir verður með móttöku 12. og 13. sept. Orri Ingþórsson, kvensjúkdómalæknir verður með móttöku 12. og 13. sept. Tímapantanir í síma 455-4022.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.