Feykir


Feykir - 02.10.2019, Síða 3

Feykir - 02.10.2019, Síða 3
Aksturstími skólabifreiða um Vesturhóp hefur nú verið lengdur um 20 mínútur á hvorri leið að því er kemur fram í tilkynningu frá Grunnskóla Húnaþings vestra í upphafi síðustu viku. Ástand vegarins var þannig að ekki þótti mögulegt að aka veginn nema mjög rólega og mun lengingin vara þar til lagfæringar hafa verið gerðar á veginum. Við þetta lengdist heildartíminn sem skólabörn á svæðinu þurfa að vera í bílnum um 40 mínútur á dag. Ástand vegarins varð veru- lega slæmt eftir langan rign- ingakafla og duga lagfæringar skammt í slíku tíðarfari. Fyrir skömmu komu íbúar á Vatns- nesi saman við bæinn Illuga- staði á vestanverðu Vatnsnesi og reistu þar skilti með skila- boðum til ferðamanna og til stóð að fleiri slík yrði sett upp. Að Illugastöðum koma um 600 ferðamenn á dag yfir sumar- tímann en þar er ákjósanlegur staður til selaskoðunar auk þess að vera frægur sögustaður. „Við erum að hvetja ferða- menn til að taka þátt í barátt- unni með okkur með því að taka mynd af náttúruperlum sem er að finna hér um svæðið, merkja þær með myllumerkinu okkar #vegur711 og benda á ástand vegarins,“ sagði Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttur, íbúi á Vatnsnesi, í viðtali við RÚV. /FE Vatnsnesvegur í Húnaþingi Aksturstími skólabifreiða lengdur um 40 mínútur á dag Vatnsnesvegur. MYND: GUÐRÚN ÓSK STEINBJÖRNSDÓTTIR Á þessu skólaári er boðið upp á viðburðastjórnun sem valgrein á unglingastigi í Höfðaskóla á Skagaströnd. Fyrsti viðburður vetrarins var sl. miðvikudag þegar unglingarnir héldu spila- og leikjakvöld fyrir nemendur í 5. - 7. bekk. Kvöldið þótti heppnast vel og voru allir himinlifandi með þetta uppábrot, eftir því sem fram kemur á vef skólans. Ýmislegt er um að vera í skólanum en þann 16. septem- ber var haldið upp á Dag nátt- úrunnar þar sem ýmis verkefni voru unnin í tengslum við þann dag. Þá eru gangafundir haldnir reglulega yfir skólaárið þar sem nemendur safnast saman á ganginum á neðri hæð og stjórnendur fara yfir ákveðna hluti sem við eiga hverju sinni.. /PF Skagaströnd Viðburðastjórnun sem valgrein í Höfðaskóla Spila- og leikjakvöld fyrir nemendur í 5. - 7. bekk Höfðaskóla. MYND: HÖFÐASKÓLI Aldís Rut Gísladóttir, mag. theol., var þann 22. september sl. hundraðasta konan til að vígjast til prests á Íslandi en 45 ár eru liðin frá því að fyrsta konan, sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, var vígð til prests til þjónustu í þjóðkirkjunni. Á kirkjan.is segir að Hóladómkirkja hafi verið vel setin við vígsluna sem vígslubiskupinn, sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir, stýrði. Vígslan fór fram í Hóla- dómkirkju að viðstöddu fjöl- menni. Vígsluvottar voru sr. Gísli Gunnarsson, faðir vígslu- þegans, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sr. Hans Guð- berg Alfreðsson og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur, sem lýsti vígslu. Kirkjukór Glaumbæjarprestakalls söng og organisti var Stefán Gíslason. Sr. Aldís Rut mun þjóna í Lang- holtsprestakalli í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra. Skemmtileg staðreynd er að sr. Aldís Rut er þriðja kynslóð presta í fjölskyldunni, dóttir sr. Gísla í Glaumbæ, Gunnarssonar Gíslasonar, (1914-2008), prests og prófasts í Glaumbæ. Þá er einnig skemmtileg tilviljun að Glaumbær er staðsettur á Lang- holtinu í Skagafirði en sr. Aldís Rut mun þjóna í Langholts- kirkju í Reykjavík. Eiginmaður sr. Aldísar Rutar er Ívar Björns- son og eiga þau þrjú börn. /PF Tímamóta prestvígsla á Hólum 100. konan til að vígjast Að lokinni vígslu sr. Aldísar Rutar (fjórða frá hægri) í Hóladómkirkju. MYND: KIRKJAN.IS 37/2019 3 Smellt'á okkur einum... Feykir.is

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.