Feykir


Feykir - 02.10.2019, Side 4

Feykir - 02.10.2019, Side 4
AÐSENT | Álfhildur Leifsdóttir skrifar Hvaðan kemur skáldskapurinn? Ýmislegt vakti at- hygli mína í um- ræddri grein. Það er til dæmis áhugavert að hægt sé að leggja mér orð í munn hvað varðar afstöðu til framkvæmda við Aðalgötu 21, mán- uðum áður en ég tek við hlutverki sveitar- stjórnarmanns. Það er ekki síður áhuga- vert að hægt sé að skilja bókanir fundargerða og blaðaskrif full- trúa Vinstra grænna og óháðra á þann hátt að 770 milljónir verði að 23 milljörðum. Nú getur hver dæmt fyrir sig hvaðan sá skáld- skapur kemur sem oddvitar meirihluta vísa í. Fyrirspurnin vekur fleiri spurningar hjá íbúum Reyndar hef ég fengið talsvert af spurningum frá íbúum sveitar- félagsins í kjölfar fyrirspurna minna, m.a. nokkrar sem ég hef því miður ekki svör við. En það er mér ljúft og skylt að koma þeim til meirihluta hér með: Geta aðrir veitingahúsaeig- endur sveitarfélagsins fengið starfsmenn á launum hjá sveitarfélaginu til þess að þjóna til borðs líkt og Sýndar verule ik i ehf? Geta önnur fyrir- tæki sem koma með ný störf og þekk- ingu til sveitarfél- agsins fengið hús- næði hjá sveitar- félaginu endurgert og aðlagað að sínum þörfum á kostnað s ve i t ar fé l a g s i ns leigulaust í 15 ár og greitt hálfa leigu næstu 15 ár eftir það? Á hvaða forsendum er samn- ingur Sýndarveruleika ehf. og sveitarfélagsins að hluta til bundinn trúnaði? Er eðlilegt að það sé leynd yfir opinberum fjármunum? Hvað er á bak við þessar 70 milljónir króna við kostnað verksins sem skilgreint er sem „önnur vörukaup“ án frekari skýringa? Oddviti meirihluta sjálf- stæðismanna vék af fundi byggðarráðs þann 4. september síðastliðinn þegar meirihluti samþykkti viðauka við fjárhags- áætlun vegna Aðalgötu 21. Hvers vegna hafði hann aldrei fyrr vikið af fundi við samþykkt- ir fyrri viðauka vegna þessa verks, verandi framkvæmda- stjóri fyrirtækis sem fær greiðsl- ur vegna framkvæmda við Aðal- götu 21? Lögbundnar skyldur sveitarfélaga eða hundruð milljóna í samning við einkafyrirtæki? En aftur að spurningunni frá oddvitum meirihluta til mín sem hljóðar svo: „Ef sveitar- stjórnarfulltrúi VG væri í meiri- hluta, myndi hún leggja til riftun á þeim samningi sem til staðar er við Sýndarveruleika ehf.?“ Upphaflega hefði ég aldrei skrifað undir samning sem þennan. Sveitarfélög eiga að mínu mati að halda sig við lögbundnar skyldur sínar en ekki leggja óhemju fjármagn til samstarfs við einkafyrirtæki. Tækifærin liggja vissulega víða. Þau hafa til dæmis verið talin liggja í bátasmíðum úr trefja- plasti eins og ævintýrið Mótun forðum daga, sem kostaði heldur betur sitt og skildi ekkert eftir nema skuldir fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Til að svara spurningunni þyrfti ég auk þess að vita rekstrar- forsendur Sýndarveruleika, en við þeirri spurningu fékk ég ekki Oddvitar meirihluta lögðu fyrir mig spurningu í grein sinni á Feyki.is þann 12. septem- ber síðastliðinn. Ég skorast að sjálfsögðu ekki undan því að svara spurningunni sem þó virðist hafa það helsta hlutverk að beina umræðunni frá kjarna málsins. svar í fyrirspurnum mínum. Það eru jú ákveðin ákvæði í samn- ingum við Sýndarveruleika ehf. sem mér er furða að fallist hafi verið á, en í ljósi þess að hluti samningsins er bundinn trúnaði þá er mér því miður ókleift að gera grein fyrir þeim atriðum. Það er undarlegt að um- ræddur samningur sé ekki enn aðgengilegur almenningi, en haft var eftir formanni byggðar- ráðs í fréttum RÚV þann 14. desember 2018 að hann yrði gerður opinber, þá á næstu dögum. Það var ekki gert. Það að meirihluti geri samn- ing við einkafyrirtæki, samning sem að hluta til er bundinn trúnaði, samning þar sem hundruð milljóna af fjármun- um sveitarfélagsins eru lagðar að veði, er að mínu mati ekki hug- rekki eins og haldið er fram af oddvitum meirihluta. Þvert á móti er það brot á trúnaði við íbúana að halda upplýsingum frá þeim. Það eru íbúar sveitar- félagsins sem raunverulega greiða kostnað vegna samnings- ins við Sýndarveruleika ehf. en fengu ekkert val um það þar sem meirihluti féllst ekki á íbúa- kosningu eins og minnihluti óskaði eftir. Íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar eiga skýlausan rétt bæði á ábyrgri og gagnsærri stjórnsýslu sem og íbúalýðræði í stórum ákvörðunum líkt og þessari. Álfhildur Leifsdóttir Sveitarstjórnarmaður Vinstri grænna og óháðra AÐSENT | Sigurjón Þórðarson skrifar Stórhuga framtíðarsýn? Í nágrannasveitar- félögum, hvort sem litið er til vesturs á Hvammstanga og Blönduóss eða norður á Siglufjörð og Ólafsfjörð, þá hafa breytingar á sundlaugum miðað við að tengja þær við líkamsræktarstöðv- ar íbúa. Eitt nýjasta dæmið er ný og endurbætt Íþróttamiðstöð á Hvammstanga sem þegar er orðin að hjarta samfélagsins. Til framtíðar lit- ið er æði undarlegt að tengja ekki endurbæturnar á sundlauginni á Sauðárkróki við líkamsræktina Þrek- sport. Það er ljóst að slík tenging hefði tryggt aukna aðsókn og ánægju íbúa. Nýlega bar Álfhildur Leifs- dóttir, frá Keldudal, upp fyrir- spurn í byggðarráði Skaga- fjarðar sem leiddi í ljós að kostnaður við endurbæturnar stefnir verulega fram úr kostn- aðaráætlun. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart þar sem erfitt getur verið að sjá fyrir alla verkþætti í endurbótum á gömlu húsnæði. Það sem kom verulega á óvart er að upplýst var að ekki var leitað eftir áliti eða ráðgjöf eins né neins úr sundhreyf- Það verður seint sagt að „endurbæturnar“ á Sundlaug Sauðárkróks, sem staðið hafa yfir um nokkur misseri, einkennist af stórhug eða framtíðarsýn. Endurbætt sundlaug Sauðárkróks eins og hún blasir við íbúum nú, er algerlega úrelt mannvirki, hvort sem litið er til þess út frá sjónarhóli sundíþróttarinnar eða óska almennings. Fjölskyldur með börn sækjast gjarnan eftir grunnum heitum barnalaugum og yfirsýn úr heita pottinum yfir í barnalaugina. ingunni eða sérfræðinga sem tengist henni. Hvernig ætli standi á því? Hvað yrði sagt um endurbætur á körfuknattleiks- eða golfvelli ef ekki væri haft neitt samráð um hönnun við þá sem íþróttina stunda eða þekkja til þarfa íþróttagreinanna að einhverju marki? Það er ljóst að sú vegferð sem meirihluti sveitarstjórnar Skaga- fjarðar hefur verið með þessar sýndarendurbætur á, er vís leið til að klúðra málum. Það þarf að fá fleiri sjónarmið að hönnun- inni, m.a. fastagesti í lauginni, gamla og góða gufubaðshópa, rekstaraðila Þreksports og síðast en ekki síst fólk úr sundhreyf- ingunni. Ég vona að það gerist sem allra fyrst svo íbúar sitji ekki uppi með algerlega úrelt mann- virki næstu áratugina. Sigurjón Þórðarson, fyrrum sundþjálfari Umf. Tindastóls og formaður UMSS Samþykkt var í sveitar- stjórn Skagastrandar á síðasta fundi hennar að kaupa land og fasteignir Golfklúbbs Skagastrandar að Háagerði sem og að gera rekstrarsamning við klúbbinn. Um er að ræða rekstur golfvallar og uppbyggingu á félagsstarfi en málið hafði áður verið til umfjöllunar fyrr á árinu. Minnihluti sveitarstjórn- ar telur að með samningi við Golfklúbb Skagastrandar sé verið að stunda afar óábyrga fjármálastjórnun, eins og segir í bókun. „Með því að samþykkja samning sem lagður er fram að frumkvæði GS er verið að skuldbinda sveitarfélagið um ríflega tvo tugi milljóna á næstu fimm árum og svo ótímabundin framlög sem samningnum fylgja sem nema allnokkr- um fjárhæðum. Hér er ekki um að ræða heildræna sam- félagslega hagsmuni né þá brýna.“ /PF Sveitarfélagið Skagaströnd Land og fasteignir Golfklúbbs Skagastrandar keyptar Fyrri part liðinnar viku lagði lögreglan á Norðurlandi vestra hald á umtalsvert magn fíkniefna þar sem um var að ræða bæði kannabisefni og örvandi efni sem talin eru hafa verið ætluð til sölu. Þá komu þrjú fíkniefna- mál upp um helgina og var þar um að ræða talsvert magn fíkniefna sem talið er að hafi verið ætlað til sölu á svæðinu. Lögreglan á Norð- urlandi vestra naut aðstoð- ar fíkniefnaleitarhunds og þjálfara lögreglunnar á Austurlandi en fjöldi lög- reglumanna stóð vaktina um helgina.“ Lögreglan minnir enn og aftur á fíkniefnasímann 800 5005. /FE Lögreglan á Norðurlandi vestra Talsvert magn fíkniefni gert upptækt 4 37/2019

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.