Feykir


Feykir - 02.10.2019, Page 7

Feykir - 02.10.2019, Page 7
37/2019 7 sem komu úr 12 gráðunum, en þetta er Ironman og á að taka á,“ segir hann. En það sem honum fannst taka mest á í þessu öllu voru æfingarnar á undan. „Ef þú ert í þokkalegu formi þá á eitt ár alveg að duga þér en þú byrjar á að byggja upp þokkalegt þol og svo endar þetta í átján til tuttugu tíma á viku þar sem verið er að æfa.“ Ekki allir afreksíþróttafólk Yngvi segir að margt af því fólki sem velur sér þessa íþrótt hafi verið afreksíþróttamenn í einhverri af þeim þremur íþróttagreinum sem þríþrautin inniheldur þ.e. sundi, hlaupi eða hjóli og er líkamlega vel á sig komið. „Það er þorri keppenda auðvitað en svo á hinn bóginn er líka til fólk sem á við offituvandamál að stríða og fær bara einhverja flugu í hausinn um að fara í Ironman, og tekur kannski tveggja ára prósess í það. Ef þú skoðar inni á YouTube þá eru þar hinar ótrúlegustu sögur af alls konar fólki.“ Yngvi tekur sem dæmi feðga þar sem sonurinn er bundinn hjólastól en pabbinn fer með honum og saman hafa þeir tekið þátt í mörgum keppnum. „Hann syndir með drenginn í uppblásnum kanó, notar sérútbúið hjól og hleypur með hann í körfu eða stól.“ Rafn bætir við að í einu myndskeiðinu mætti sjá einn sem hafi verið fótalaus svo gera má ráð fyrir að keppnin sé miklu meira en það að komast til Havaí. „Auk afreksfólksins eru svo þeir sem ætla bara að sigrast á þessari vegalengd, sem er sigur út af fyrir sig. Maður er ekki að keppa við neinn nema sjálfan sig eins og ég, bara að komast þetta og halda sér í góðu formi og láta sér líða vel. Það er númer eitt tvo og þrjú að hafa gaman af þessu,“ segir hann. En hvort sem fólk fer í keppnina til að vinna eður ei þá þýðir líklega ekki að fara óundirbúinn. Yngvi tekur undir það. „Fólk er mörg ár að undirbúa sig fyrir maraþon hvað þá að synda og hjóla að auki. Þetta er ekki að synda bakka í bakka, heldur er synt í ám, vötnum eða sjó þannig að það þarf að synda þetta sleitulaust,“ segir hann. Alltaf eru einhverjir sem ná ekki að klára og voru afföllin 10,4% í Hamborg og þá aðallega út af hita. „Það eru bæði þeir sem náðu ekki í mark eða hófu ekki keppni. Fólk þarf að skrá sig snemma í keppnirnar vegna mikillar aðsóknar en í þessa seldist upp mjög snemma,“ segir hann en þeir félagar skráðu sig í ágúst í fyrra. Um 2600 manns tóku þátt og Hamborg var undirlögð fyrir keppnina. „Það var m.a. keppt við ráðhúsið, mjög flott svæði, og synt í Alster vatni. Þetta var í hringiðu borgarinnar, öllum götum lokað og svaka- lega viðamikið en um 3000 sjálfboðaliðar komu að fram- kvæmdinni. Þegar ég keppti í Florida voru þar mun fleiri eða 4000 keppendur og 5000 sjálfboðaliðar,“ segir Rafnkell sem keppt hefur þrisvar í Iron- manninum eins og áður hefur komið fram. Ætla má eftir þvílíka þrek- raun að þeir félagar hafi ein- hvern íþróttaferil til að státa af en svo er þó alls ekki að þeirra sögn. Rafnkell er fljótur til svars. „Það er bara núll hjá mér. Ég byrjaði árið 2010 og kunni ekki skriðsund, varð að æfa það og skokka með. Svo stakk því einhver að mér að það gæti verið gaman fyrir mig að fá mér hjól. Horfa á einn Ironman kannski. Ég var í 3N í Reykjanesbæ [Þríþrautardeild Njarðvíkur] og maður er þannig gerður að taka áskorunum. Ég fór til Kalmar árið 2013 sem var mjög gaman og maður fékk bakteríuna. Svo árið 2017, Í kalda karinu í Varmahlíð á undirbúningstímabilinu. þegar ég flyt á Hóla, hitti ég gaurana í Hjólaklúbbnum Drangey sem buðu mér með í WOW cyclothon. Það spurðist út að ég væri búinn að fara þetta og Yngva langaði mikið til að prófa en ætlaði ekki að fara nema ég myndi skrá mig. Ég var alltaf með þetta á bak við eyrað svo ég skráði mig og sendi honum skilaboð með skráningunni,“ segir hann og skellihlær og bætir við að það hafi komið pínu sjokksvar til baka. „Ég hélt að kallinn færi ekkert í þriðja skiptið!“ afsakar Yngvi sem segir að þá hafi ekki verið aftur snúið. „Ég hef engan bakgrunn í íþróttum. Var bara í vinnuúlpunni með Winstoninn í annarri hendi og Zippóinn í hinni, datt í það um helgar og hafði bara gaman af lífinu þannig. Hef reyndar alltaf verið að lyfta og svoleiðis, fór að hjóla, og er ágætur í því, en svo hitti ég þennan Rafnkel. Við fórum að ræða þetta og hann sagðist hafa farið tvisvar áður. Þetta hræddi mig svo sem ekkert að hjóla 180 km en að synda 3,8 og svo hlaupa maraþon, leist mér ekkert á. Svo prófaði ég að hlaupa maraþon, Mývatnsmaraþonið. Ég skrölti það nú og sá að ég gæti alveg hlaupið ef maður myndi æfa vel og byggja sig upp, þá kannski gæti maður tæklað þetta.“ Yngvi segist svo hafa samið við fjölskylduna um að fara í þetta verkefni enda ekki annað hægt þar sem allur aukatími fari í æfingar. „Það er nefnilega svoleiðis, maður verður að semja við fjölskylduna. Það snýst allt um þetta. Til dæmis þegar við förum suður þá tek ég hjólið með. Ég er alltaf að æfa, þarf að standa skil á mínum æfingum. Ég er alltaf að hugsa um þetta. Maður tekur ekki þátt í neinum heimilisstörfum og um það þarf að semja. Það er bara vinna og æfa á hverjum degi,“ segir Yngvi en áréttar að sunnudagar séu hvíldardagar. Gott að hjóla í Skagafirði Þá er það bara spurningin fyrir þá áhugasömu, hvernig þeir bera sig að ef ske kynni að einhver vildi prófa. Rafnkell segir það erfiðasta hjallinn að koma sér af stað, standa upp úr sófanum og byrja. „Það er yfirleitt það erfiðasta hjá fólki, koma þessu í rútínu. Svo þegar þetta er komið af stað þá er þetta miklu auðveldara.“ Yngvi ráðleggur fólki að fá sér þjálfara, telur það mjög mikilvægt. „Það er hægt að fá bæði innlenda og erlenda þjálfara. Þá eru notuð tölvu- póstssamskipti og í gegnum ákveðið app. Ég held að það sé byrjunin ef þetta kveikir í fólki.“ Rafnkell bendir líka á að hægt sé að byrja á stuttu keppnunum. Það sé gríðarlega skemmtilegt, mikill hraði og fjör og aldrei sé of seint að byrja. Hann sjálfur að taka sinn þriðja Járnkall 55 ára gamall. Í Skagafirði hefur orðið mikil vakning í hjólaíþróttinni líkt og Hjólafélagið Drangey ber vitni um og mikið er hjólað út um allan fjörð. En hvernig skyldi þeim vera tekið á þjóðvegum landsins? „Maður er búinn að hjóla hérna alveg gríðarlega mikið, frá Hólum út í Hofsós og Fljót og víðar og vil endilega þakka Skagfirðingum tillitsemina í umferðinni. Ég hef bara aldrei kynnst öðru eins. Það er ótrúlegt hvað þeir gefa manni gott pláss, það er alveg eftirtektarvert,“ segir Rafnkell sem segist hafa verið í stöðugri lífhættu á Reykjanesinu þar sem stóru bílarnir rétt sleiktu hann á hjólinu. En aðra sögu hefur hann að segja um ökumenn stóru bílanna í Skagafirði sem hann mætir reglulega. „Maður hélt að atvinnubílstjórarnir væru yfirleitt slæmir en það er ótrúlegt hvað þeir eru flottir hjá Vörumiðlun,“ segir hann og Yngvi kinkar kolli til samlætis. Það er gott veganesti fyrir alla svona í lokin að vegfarendur taki tillit hver til annars því það er aldrei að vita nema næsti Járnkarl sé fyrir framan þig. Rafnkell og Yngvi með besta stuðningsfólkinu, Pálínu Hildi Sigurðardóttur og Þórdísi Ósk Rúnarsdóttur eiginkonum sínum ásamt Kristófer Yngvasyni. Yngvi að loknum sundspretti.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.