Feykir


Feykir - 02.10.2019, Síða 8

Feykir - 02.10.2019, Síða 8
8 37/2019 Í síðustu grein minni hér í blaðinu sagði m.a. frá merkilegum kappreiðum í Bolabás; hinum svokölluðu konungskappreiðum sem fram fóru sem hluti af dagskrá Alþingishátíðarinnar á Þingvöllum 1930. Hestamannafélagið Fákur í Reykjavík stóð fyrir kappreiðunum þar sem bæði var keppt í stökki og skeiði. Mikill stórhugur ríkti við undirbúninginn. Heildarupphæð verðlaunafjár var sú hæsta sem þekkst hafði á Íslandi eða kr. 3.700,- sem er að núvirði rétt rúm ein milljón króna. Útmældur var 400 m langur og 25 m breiður skeiðvöllur og veðbanki starfaði. Margt kom þó upp á við framkvæmd kappreiðanna – sumt svo innilega íslenskt ef svo má segja. Nafnið konungskappreiðar á þá skýr- ingu að þáverandi þjóðhöfðingi Íslands, Kristján konungur X sem var mikill hestamaður, var heiðursgestur á kappreiðunum og gaf forláta silfur- bikar sem veittur var sem verðlaun. Keppt var bæði í stökki og skeiði allt frá upphafi skipulegra kappreiða hér á landi en ekki er sú saga löng í alþjóðlegum samanburði. Skeiðkapp- reiðar, eins og þær eru stundaðar hér á landi, er séríslensk keppnisgrein og sú elsta. Þetta er auðlind sem við þurfum að hlúa mun betur að en við höfum gert og kem ég betur að því aftur síðar í greinaflokknum. Þróun keppnisgreina á kappreiðum landsmótanna Fyrsta landsmótið var haldið á Þing- völlum 1950. Keppt var í 250 m skeiði og 350 m stökki. Sigurhesturinn í hvorri grein fékk á núvirði verðlaun að upphæð rétt um 170 þúsund. Alls voru veitt fimm verðlaun, auk flokkaverð- launa. Veðbanki starfaði. Annað landsmótið var haldið á Þveráreyrum í Eyjafirði 1954, keppnis- flokkar voru hinir sömu og á mótinu 1950 nema að bætt var við 300 m stökki. Verðlaunaféð var svipað og á Þingvöllum. Þriðja landsmótið var haldið við Skógarhóla í Þingvallsveit 1958, fór það fram með mjög sambærilegum hætti og fyrstu tvö mótin varðar. Keppt var í 250 m skeiði, 300 og 400 m stökki. Veitt voru verðlaun í öllum flokkum fyrir fimm efstu sætin en settar kröfur um lágmarkstíma, metverðlaunum var heitið að auki. Hæstu verðlaunin voru fyrir 250 m skeiðið og námu þau rúmum 160 þúsundum að núvirði. Fjórða landsmótið fór einnig fram við Skógarhóla 1962. Þar var keppt í 250 m skeiði og 300 og 800 m stökki. Hæstu verðlaunin voru þar veitt í 800 m stökkinu að núvirði rétt tæp 274 þúsund, alls voru veitt verðlaun fyrir fimm efstu sætin eftir tímum, einnig voru veitt aukalega verðlaun að sömu upphæð fyrir fyrsta hest í úrslita- hlaupi. Þannig gat sami hestur nælt sér í rúma hálfa milljón í einni og sömu keppninni. Fimmta landsmótið fór fram á Hólum í Hjaltadal 1966. Keppt var í sömu greinum og áður; 250 m skeiði og 300 og 800 m stökki. Til marks og vegsemd kappreiðanna er að úrslitin voru lokaatriði mótsins. Verðlaun voru umtalsverð eins og fyrr þó ekki eins há, reiknað á núvirði, eins og á mótinu á undan þó krónutalan væri söm og jöfn. Verðbólgudraugurinn var nú vaknaður og raunar fyrir nokkru. Sjötta landsmótið var haldið að Skógarhólum 1970. Kappreiðarnar héldu sessi sínum og á þessu móti var auk 250 m skeiðs og 300 og 800 m stökks, keppt í brokki í fyrsta sinn, var það 1500 m sprettur. Peningaverðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum, hæstu verðlaunin voru í skeiðinu og 800 m stökki rétt tæp 263 þúsund. Sjöunda landsmótið var haldið á Vindheimamelum í Skagafirði 1974, var þetta fyrsta landsmótið sem haldið var á Vindheimamelum. Kappreiðarn- ar stóðu í blóma og voru úrslita- sprettirnir lokaatriði mótsins. Keppt var í sömu greinum og á mótinu á undan. Veitt voru peningaverðlaun fyrir þrjú efstu hrossin í öllum kapp- reiðaflokkunum. Hæst voru verðlaun- in í skeiðinu; rúm 308 þúsund á nú- virði. Áttunda landsmótið var haldið við Skógarhóla 1978 og var síðasta mótið sem haldið var þar. Nú voru hesta- íþróttir í fyrsta sinn á dagskrá land- móts, þ.e. töltkeppni og gæðingaskeið. Kappreiðar voru með miklum blóma á góðum stað á dagskránni. Keppt var í 250 m skeiði, 250, 350 og 800 m stökki og 1500 m brokki. Peningaverðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Hæstu verðlaunin voru fyrir sigur í skeiðinu, námu þau rúmum 170 þúsundum á núvirði. Heildarupphæð verðlaunafjár á mót- inu nam um 1,2 milljónum á núvirði. Níunda landsmótið var haldið á Vindheimamelum 1982. Kappreið- arnar voru enn í sókn, bætt var við nýrri grein í skeiðið; 150 m skeið sem átti mikla framtíð fyrir sér en lengi höfðu hugsjónamenn barist fyrir að fá þessa grein inn eða allt frá því fyrir 1950. Í stökki var keppt í þremur vegalengdum: 250, 350 og 800 m og í 300 m brokki. Lokaatriði mótsins voru seinni sprettirnir í skeiði og brokki og úrslitasprettir í öðrum hlaupagrein- um. Peningaverðlaun voru fyrir þrjú efstu sætin í öllum greinum. Á núvirði nemur heildarupphæð verðlaunafjár um 2,6 milljónum, hæstu sigurlaunin voru sem jafnan í 250 m skeiðinu og námu þau á núvirði rétt um 286 þúsundum. Tíunda landsmótið fór fram á Gaddstaðaflötum við Hellu 1986. Kappreiðarnar voru öflugar (sex keppnisflokkar; í skeiði 150 og 250 m, í stökki 250, 350 og 800 m og 300 m brokk). Seinni hluti kappreiðanna var lokaatriði mótsins. Veitt voru peninga- verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í öllum flokkum, í heild sinni á núvirði rétt um 1,4 milljónir, hæstu sigurlaunin voru sem fyrr í 250 m skeiði, að núvirði 202 þúsund rúmlega. Ellefta landsmótið var haldið á Vindheimamelum í Skagafirði 1990. Peningaverðlaun héldust inni í kapp- reiðunum og heitið var sérstökum metverðlaunum með tvöföldun sigur- upphæðarinnar að því tilskildu að metið stæði að móti loknu. Peninga- verðlaun fyrir árangur í kynbótum voru hins vegar ekki lengur veitt, (voru síðast greidd út á landsmóti 1982). Heildarverðlaunafjárhæðin nam tæp- um 1,4 milljónum á núvirði. Eins og áður voru hæstu verðlaunin fyrir sigur í 250 m skeiði, rétt tæp 225 þúsund að núvirði sem þýðir að sigur, og um leið Íslandsmetsprettur, hefði gefið um 450 þúsund í aðra hönd. Tólfta landsmótið var haldið á Gaddstaðaflötum við Hellu 1994. Kappreiðahlutinn hélt enn sjó hvað fjölda keppnisgreina varðar. Heildar- upphæð verðlaunafjár var að núvirði rétt tæpar 1,3 milljónir kr., hæst sem fyrr í 250 m skeiði 221 þúsund tæpar með áheiti um tvöföldun yrði met sett sem stæði að móti loknu. Þrettánda landsmótið fór fram á Melgerðismelum í Eyjafirði 1998. Keppnisgreinum í stökki var fækkað niður í eina, 300 m stökk og brokkið fellt niður. Heildarupphæð verðlauna- fjár var á núvirði rétt rúm 806 þúsund, í 250 m skeiðinu gaf sigursætið í HESTAR OG MENN Kristinn Hugason forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins Vefur keppnissögunnar ofinn Frá Landsmóti á Vindheimamelum árið 2006. LJÓSMYND: ÁRNI GUNNARSSON

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.