Læknablaðið - May 2020, Page 4
235
Berglind Gunnarsdóttir, Hannes Hrafnkelsson, Erlingur Jóhannsson, Emil L. Sigurðsson
D-vítamínbúskapur íslenskra barna og
ungmenna: Langtímarannsókn
Meirihluti D-vítamíns sprettur af nýmyndun í húðinni eftir útsetningu fyrir UV-B geislum
sólarinnar en minni hlutinn kemur frá D-vítamíninntöku í fæðu. Náttúrulegir D-vítamíngjafar
eru meðal annars feitur fiskur og eggjarauður. Á norðlægum breiddargráðum er þéttni
útfjólublárrar geislunar ekki nægjanleg til nýmyndunar D-vítamíns yfir vetrarmánuðina og
íbúar því háðir D-vítamíninntöku í fæðu og fæðubótarefnum til að ná æskilegri blóðþéttni
D-vítamíns. Það er vel þekkt að langvarandi skortur D-vítamíns getur leitt til sjúkdóma á
borð við beinkröm hjá börnum og beinmeyru hjá fullorðnum.
243
Ólafur Árni Sveinsson, Haukur Hjaltason
Nýjungar í MS. Áhættuþættir, greining og meðferð
MS (multiple sclerosis) er algengasti bólgusjúkdómurinn í miðtaugakerfi og ein algengasta
orsök fötlunar hjá ungu og miðaldra fólki. MS er sjálfsofnæmissjúkdómur sem orsakast
af flóknu samspili erfða og umhverfis. Miklar framfarir hafa orðið í greiningu og meðferð
sjúkdómsins á síðustu árum og mikilvægt er að læknar séu vel upplýstir um einkenni og
meðferðarmöguleika til að tryggja skjóta greiningu og viðeigandi meðferð.
247
Aron Hjalti Björnsson, Þorbjörg Ólafsdóttir, Katrín María Þormar, Már Kristjánsson,
Anna Sesselja Þórisdóttir, Björn Rúnar Lúðvíksson, Sigurður Guðmundsson,
Magnús Gottfreðsson
Fyrsta meðferð með tocilizumab við
COVID-19 hérlendis – sjúkratilfelli
Rúmlega fimmtugur karlmaður sem hafði verið á ferðalagi erlendis veiktist við komuna til
landsins með flensulíkum einkennum og greindist með COVID-19. Nokkrum dögum síðar
fékk hann vond öndunarfæraeinkenni og lagðist inn á Landspítala. Eftir innlögn fékk hann
versnandi öndunarbilun og var fluttur á gjörgæsludeild og var meðhöndlaður með tocil-
izumab (IL-6 hemill). Hann sýndi batamerki í kjölfarið og þurfti ekki að fara í öndunarvél.
228 LÆKNAblaðið 2020/106
F R Æ Ð I G R E I N A R
5. tölublað ● 106. árgangur ● 2020
231
Már Kristjánsson
Landspítali á
farsóttartímum
COVID-19-faraldurinn er
ekki búinn! Landspítali
þarf að vera tilbúinn til
að bregðast ef faraldur
eða stök tilfelli koma
upp. Margt er á huldu um
framvindu faraldursins
og fjölmörgum spurning-
um ósvarað hvað hana
varðar.
233
Steingerður
Sigurbjörnsdóttir
Börnin okkar
Sé vel hlúð að börnum
á unga aldri geta þau
sýnt ótrúlega seiglu við
krefjandi aðstæður. En
ef uppeldishlutverkinu er
ekki vel sinnt, til dæmis
vegna veikinda, óreglu,
áfalla, ofbeldis, fjár-
hagsvanda eða slakra
félagslegra aðstæðna,
er staða barna önnur.
z
L E I Ð A R A R
COVID-19 í Bolungarvík
Sýnataka í Bolungarvík en sá kaupstaður
með um 900 íbúa við ysta haf var hart leikinn
í heimsfaraldrinum sem náði alla leið norður
undir Bolafjall við Ísafjarðardjúp þegar hópsýk-
ing stakk sér þar niður.
Á myndinni eru Hallgrímur Kjartansson
læknir og Sigríður Sigþórsdóttir sjúkraliði í öll-
um COVID-herklæðum.
Sýni voru tekin af nær því öllum Bolvíkingum og íbúum á norðanverðum Vestfjörðum
(alls 2470), Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Íslensk erfðagreining stóðu þar í ströngu.
Bakvarðasveit var send með þyrlu vestur til styrkja heilbrigðisþjónustuna. Alls greindust
57 með vírusinn á Bolungarvík, og tveir eru látnir.
Á myndinni er Óshlíðin þar sem lá einn hættulegasti akvegur landsins þar til jarðgöngin
yfir í Hnífsdal voru opnuð árið 2010 og þar hefur COVID-19 rennt sér í gegn. – VS
M
yn
d:
H
af
þó
r G
un
na
rs
so
n
í B
ol
un
ga
rv
ík
.