Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - maí 2020, Blaðsíða 17

Læknablaðið - maí 2020, Blaðsíða 17
LÆKNAblaðið 2020/106 241 Y F I R L I T S G R E I N Inngangur MS (multiple sclerosis) er algengasti bólgusjúkdómurinn í miðtauga- kerfi og ein algengasta orsök fötlunar hjá ungu og miðaldra fólki. Samfélagslegur kostnaður vegna MS hefur verið hár, ekki síst vegna atvinnufjarveru.1 Með bættri meðferð mun þessi kostnaður hugsanlega minnka.2 MS er sjálfsofnæmissjúkdómur sem orsakast af flóknu samspili erfða og umhverfis.3 Miklar framfarir hafa orðið í greiningu, ekki síst snemmgreiningu, og meðferð MS á síðustu árum og mikilvægt er að læknar séu vel upplýstir um einkenni og meðferðarmöguleika til að tryggja skjóta greiningu og viðeigandi meðferð. Eldra yfirlit um sjúkdóminn birtist í Læknablaðinu árið 2009.4 Í þessari grein ræðum við nýjungar í orsökum, greiningu og meðferð MS. Tíðni sjúkdóms og áhættuþættir Einn af hverjum 500-1000 greinist með MS á lífsleiðinni (0,1-0,2%).5 Tíðni er breytileg eftir löndum og svæðum, en er há á Íslandi. Á ár- unum 2002-2007 var nýgengi MS á Íslandi 7,6 á hverja 100.000 íbúa á ári, og algengi í lok árs 2007 167/100.000 íbúa.6,7 Ef þessar tölur eru heimfærðar upp á fjölda Íslendinga í dag (350.000) samrýmast þær því að fjöldi MS-sjúklinga sé nú 585 og að 27 einstaklingar greinist árlega. MS-greining er algengust á aldursbilinu 20-40 ára, en kemur fyrir meðal barna og eldra fólks en er þó fátíð eftir 60 ára aldur.8 Eins og í flestum öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum eru konur í meiri áhættu en karlar (3:1).5 Orsök MS er ekki fyllilega þekkt enda ólíklega um eina orsök að ræða. Allt bendir til þess að MS sé sjálfsofnæmissjúkdómur.3 Hvað nákvæmlega setur í gang sjálfsofnæmisferlið er ekki vitað. Eins og í öðrum slíkum sjúkdómum eru til staðar umhverfis- og erfðaþættir sem magna upp hver annan.9 MS svipar þannig til annarra sjálfsofnæmissjúkdóma eins og iktsýki og sóríasis. Nýjungar í MS: Áhættuþættir, greining og meðferð Á G R I P MS (multiple sclerosis) er algengasti bólgusjúkdómurinn í mið- taugakerfi og ein algengasta orsök fötlunar hjá ungu og miðaldra fólki. MS er sjálfsofnæmissjúkdómur sem orsakast af flóknu sam- spili erfða og umhverfis. Miklar framfarir hafa orðið í greiningu og meðferð sjúkdómsins á síðustu árum og mikilvægt er að læknar séu vel upplýstir um einkenni og meðferðarmöguleika til að tryggja skjóta greiningu og viðeigandi meðferð. Í þessari grein ræðum við nýjungar í orsökum, greiningu og meðferð MS. Haukur Hjaltason1,2 læknir Ólafur Sveinsson1,2 læknir 1Taugalækningadeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Ólafur Sveinsson, olafursv@landspitali.is Nokkrar stórar rannsóknir á mikilvægi erfða í MS hafa verið gerðar á undanförnum árum.10 Sterkastur er erfðaþátturinn hjá eineggja tvíburum, um 30%.11 Annars er áhættan hjá fyrstu gráðu ættingja á bilinu 3-5% (rúmlega tíföld miðað við almenning).10 Niðurstöður sýna að HLA-vefjagerðin hefur þar mesta þýðingu.10 HLA inniheldur hundruð gena sem staðsett eru á litningi 6, og mörg þeirra gegna lykilhlutverki í starfsemi ónæmiskerfisins. HLA-afbrigðið DR-15 eykur líkurnar á MS og er algengt hjá norð- lægum þjóðum, sem útskýrir að hluta hærra algengi sjúkdómsins meðal þessara þjóða. Til viðbótar við HLA-vefjagerðina hafa vís- indamenn greint yfir 200 aðrar erfðabreytur sem auka áhættuna á MS.10,12 Hver og ein þeirra hefur þó takmarkaða áhættuaukningu í för með sér. Þetta styður að margar mismunandi erfðabreytur hafi samanlögð áhrif á arfgengi MS.10 Það hefur þó takmarkað gildi að framkvæma einstaklingserfðapróf til að meta MS-áhættu, til að mynda hjá nánum ættingjum MS-sjúklinga. Þessi erfðaþekking hefur hins vegar töluverða þýðingu fyrir skilning okkar á orsök- um sjúkdómsins þar sem flest genin hafa þýðingu fyrir starfsemi ónæmiskerfisins, sem er frekari vísbending um að MS sé sjálfsof- næmissjúkdómur. Til lengri tíma litið gæti þessi þekking verið mikilvæg fyrir þróun nýrra meðferða og hugsanlega getur erfða- samsetning hvers og eins spáð fyrir um hvaða fyrirbyggjandi lyf virka best í hverju tilviki. Fjarlægð frá miðbaug virðist skipta máli í tíðni á MS og líklegt að sólarljós komi þar við sögu.5 Lágt D-vítamíngildi í blóði er áhættu- þáttur fyrir því að greinast með MS (tafla I).9,13 Vísbendingar eru um að hið virka form D vítamíns (1,25-dihydroxycholecalciferol) hafi ónæmisbælandi áhrif.9,13 Langflestir einstaklingar með MS bera með sér Epstein Barr-veiruna.14 Að hafa veikst af einkirningasótt eykur áhættuna á MS enn frekar (tafla I).9 Á síðustu árum hefur komið í ljós að reykingar bæði auka áhættuna á MS8 og ýta undir Þessi grein er að hluta byggð á greininni MS-Sjúkdómurinn anno 2018 eftir Hauk Hjaltason í MS-blaðinu 2018. Birt með góðfúslegu leyfi MS-blaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.