Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - maí 2020, Blaðsíða 19

Læknablaðið - maí 2020, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2020/106 243 Y F I R L I T S G R E I N aðrar skýringar hafi verið útilokaðar. Sú regla gildir áfram en með tilkomu segulómunar og nýrra greiningarskilmerkja sem fyrst birtust 2001, en hafa verið endurskoðuð nokkrum sinnum, síðast 2017,27 er nú hægt að greina MS þegar eftir eitt kast. Miðað er við að kastaeinkennin hafi varað í að minnsta kosti einn sólarhring og séu dæmigerð fyrir MS.28 Sem dæmi er sjóntap og verkur við augn- hreyfingar en það eru einkenni um sjóntaugabólgu sem er algeng í MS. Höfuðverkur og flog myndu hins vegar ekki flokkast undir dæmigerð einkenni. Einkenni kasts byrja yfirleitt ekki skyndi- lega og standa í daga eða vikur, jafnvel mánuði. Hafi sjúklingur fengið í fyrsta sinn dæmigerð einkenni og þar með sitt fyrsta kast auk þess að segulómun sýni að minnsta kosti eina breytingu á að minnsta kosti tveimur af fjórum tilgreindum svæðum, eins og sést á mynd 2 (útbreiðsla í rúmi), er hægt að setja MS-greininguna að því tilskildu að aðrar skýringar séu útlokaðar. Annað skilyrði tekur til tímaþáttar (útbreiðsla í tíma) og felst í að við segulómun sjáist misgamlar breytingar (með og án skuggaefnis), eða nýjar breytingar frá einni segulómunarmynd til þeirrar næstu, eða þá að bólgubönd sjáist í mænuvökva sjúklings. Eins og sést á þessu skiptir segulómun miklu við snemmgreiningu á MS. Dæmigerð klínísk einkenni eru forsenda MS-greiningar. Stundum greinast hins vegar MS-líkar breytingar á segulómun hjá sjúklingum án nokkurra slíkra einkenna (til dæmis sjúklingar sem hafa farið í segulómun vegna brjóskloss eða höfuðverkja). Í þessum tilvikum er talað um að sjúklingar hafi Radiological Isolated Syndrome, RIS. 29 Framskyggnar rannsóknir skortir á þessum hópi en afturskyggnar athuganir benda til að allt að þriðjungur þessara einstaklinga fái einkenni og greinist með MS næstu 5 ár eftir RIS- greiningu.30 Mikilvægt er því að fylgja einstaklingum eftir klínískt og myndrænt með reglulegu millibili sem ræðst af aldri og hversu sterkur grunur er um MS út frá myndrannsóknum.30 Meðferð Meðferð við MS má skipta í þrennt: • Meðferð við köstum • Fyrirbyggjandi meðferð • Meðferð gegn viðvarandi einkennum (svo sem þreytu, verkjum, aukinni vöðvaspennu og þvagblöðrutruflunum) Sterameðferð við köstum (í formi inndælingar eða töflumeðferðar) er einkum beitt þegar kastaeinkenni trufla daglegt líf sjúklings eða gætu skilið eftir sig fötlun.3 Mikilvægt er að útiloka sýkingar því að í slíkum tilvikum getur sterameðferð verið hættuleg. Hafa skal í huga að sýkingar, jafnvel vægar sýkingar eins og þvagfærasýkingar og ýmsar veirusýkingar, geta kallað fram eða ýft upp fyrri MS-einkenni. Þótt það sé ekki alltaf auðvelt, er mik- ilvægt að mistúlka ekki slíkt sem raunveruleg köst eða merki um aukna sjúkdómsvirkni. Við afar slæmum köstum sem ekki svara háskammtasterameðferð er hægt að beita blóðvökvaskiptum (plasma exchange).3 Ekki verður frekar farið út í meðferð gegn viðvarandi einkenn- um en þó minnst á lyfið famprídín (Fampyra®) sem er tiltölulega nýlega komið á markað hér. Lyfið virkar hemjandi á flæði kalíum- jóna yfir frumuhimnur og hafa rannsóknir sýnt að það getur í sumum tilvikum bætt göngugetu MS-sjúklinga.31 Krafist er lyfja- skírteinis þar sem koma þarf fram niðurstaða sjúkraþjálfara um skerta göngugetu sjúklings. Fyrirbyggjandi meðferð Tilgangur fyrirbyggjandi meðferðar er að minnka sjúkdómsvirkni: • Fyrirbyggja köst • Koma í veg fyrir nýjar breytingar á segulómun • Fyrirbyggja fötlun og síversnun Þessa þrjá þætti er oftast miðað við í rannsóknum á gagnsemi lyfja við MS. Á töflu II má sjá núverandi fyrirbyggjandi meðferð við MS á Íslandi. Interferón beta (Avonex®, Betaferon®, Rebif®, Plegridy®) og glatíramerasetat (Copaxone®, Remurel®) eru sprautulyf sem notuð hafa verið í um tvo áratugi. Þau veita um 30% vörn gegn köstum en dæmi eru um sjúklinga sem verið hafa á þessum lyf- jum í mörg ár með góðum árangri.32,33 Góð reynsla er af þessum lyfjum með tilliti til öryggis. Helsta aukaverkun interferón beta lyfjanna eru flensulík einkenni.3 Tíðni notkunar er allt frá viku- legum gjöfum í vöðva upp í að sjúklingar sprauti sig daglega undir húð þegar um glatírameracetat meðferð er að ræða. Lyf um Mynd 2. Mynd 2. Greiningarskilmerki MS frá 2017. Sjúklingur getur fengið MS-greiningu án annars kasts sé vissum skilyrðum fullnægt við segulómun Útbreiðsla í rúmi Ein breyting í tveimur af eftirfarandi fjórum svæðum: 1. Rétt undir heilaberki 2. Í heilastofni eða litla heila 3. Meðfram vökvahólfum 4. Í mænu Útbreiðsla í tíma (nóg að hafa eitt af þremur): • Ný breyting á segulómmynd í samanburði við fyrstu/fyrri segulómmyndir • Ef breytingar sjást samtímis á segulómun sem hlaða skuggaefni og sem ekki hlaða skuggaefni • Bólgubönd í mænuvökva
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.