Læknablaðið - maj 2020, Side 39
LÆKNAblaðið 2020/106 263
C O V I D - 1 9
Það tekur klukkustund að hjóla frá heimili
mínu til Ballerup þar sem ég vinn á geð-
spítala. Venjulega hlusta ég á tónlist eða
hljóðbók á leiðinni, en undanfarið hef ég
haft kveikt á DR radio-appinu til að heyra
útvarpsfréttir. Ég hef aldrei fylgst jafn vel
með fréttum og nú.
Sem Íslendingur í Danmörku, uppalin
í Svíþjóð, hefur verið áhugavert að fylgj-
ast með hvernig þessi keimlíku lönd hafa
brugðist mismunandi við heimsfaraldrin-
um. Danmörk er eitt af þeim löndum sem
brugðust hart og hratt við, gripu til að-
gerða eins og að loka landamærum, skól-
um, stofnunum og sendu meirihluta rík-
isstarfsmanna heim. Áhersla er á stöðuga
fræðslu og upplýsingagjöf til almennings.
Samkomubönn og félagsforðun hafa skilað
árangri og farið er að slaka á hömlum.
Fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda virka
svo vel að læknar auglýsa nú eftir sjúk-
lingum, jafnvel í fjölmiðlum. Tölur sýna
færri innlagnir í ár heldur en í fyrra og
hjartalæknar hafa skoðað 35% færri sjúk-
linga. Tilvísunum á krabbameinsdeildir
og geðsvið hefur fækkað um 50-60% síðan
fyrir faraldur. Talið er að veikir einstak-
lingar einangri sig heima hjá sér og þori
ekki að leita læknis, vilji ekki „trufla“.
Búist er við auknu álagi á kerfið á næstu
mánuðum vegna annarra sjúkdóma.
Ró ríkir á geðspítalanum í Ballerup,
enda hvorki sjúklingar né starfsmenn með
staðfest smit. Færri koma á bráðamóttök-
una og margir göngudeildarsjúklingar
kjósa símafundi sem eru styttri en venju-
leg viðtöl. Sem læknir á göngudeild fyrir
flóttafólk og innflytjendur með geðræn
vandamál hef ég eftirfylgd með 40 sjúk-
lingum. Í teyminu er hjúkrunarfræðingur,
félagsráðgjafi og sálfræðingur. Sjúklingar
mínir eru flestir með áfallastreituröskun
eftir áföll í heimalandi sínu.
Ég er fegin að göngudeildin lokaði ekki
eins og fyrst var spáð. Flóttafólk hefur átt
sérlega bágt á þessum tímum. Lokun sam-
félagsins hefur minnt á stríðsástandið sem
það flúði og í upphafi vantaði upplýsingar
á þeirra tungumáli. Á tímabili ríkti óvissa
og ringulreið meðal unglækna spítalans.
Margir áhyggjufullir um að verða sendir í
framvarðasveit fyrirvaralaust.
Sem trúnaðarmaður fyrir unglækna
á spítalanum hef ég setið á reglulegum
fundum með stjórnendum og fengið upp-
færslur daglega. Enn hefur ekki verið þörf
á okkar mannskap annars staðar. Líklega
vegna þess að tugþúsundir heilbrigðis-
starfsmanna (meðal annars fjöldi nema
og starfsfólk sem var komið á eftirlaun)
skráðu sig sem sjálfboðaliða til að hjálpa
til þar sem álagið var mest.
Ég hef aldrei upplifað viðlíka samstöðu,
velvilja og samkennd meðal heilbrigðis-
starfsfólks og er afar stolt af minni fagstétt.
Vinnubrögð okkar hafa mikið breyst og ég
er sannfærð um að margt mun varanlega
breytast eftir Covid-fárið sem ríkir enn.
Guðrún Ágústa
Sigurðardóttir
Rödd unglæknis í Köben
á tímum COVID-19