Læknablaðið - maj 2020, Qupperneq 45
LÆKNAblaðið 2020/106 269
Ragnar Freyr segir að einn helsti kostur
þessarar göngudeildar sé hve auðvelt er að
skala hana upp og niður. „Bæði var hún
þanin mjög hratt út og hægt er að draga úr
starfsemi hennar eftir þörfum. En að sama
skapi er hægt að endurræsa hana aftur ef
þurfa þykir,“ segir hann.
Daði bætir við að það væri einnig hægt
að gera í breyttri mynd, eftir þörfum og
verkefnum. Göngudeildina megi nýta til
annarra verka eftir faraldurinn. „Við erum
sannfærð um að þegar heildarmyndin
er skoðuð, höfum við sparað spítalanum
margar innlagnir með því að bjóða upp á
þessa þjónustu, og þar með fé.“
Deildin eigi sér ekki erlenda fyrirmynd
svo vitað sé. Hún sé einstök. „Ráðherra
sagði í viðtali í Kastljósinu að smæð lands-
ins hjálpaði til. En við erum samt með
um 1800 sjúklinga. Við höfum sinnt þeim
persónulega. Ég veit ekki til þess að önnur
þjóð hafi stundað símavöktun á þennan
máta,“ segir Ragnar.
Þegar Daði er spurður hvað hafi kom-
ið honum mest á óvart svarar hann að
það hafi verið hve allt gekk snurðulaust
fyrir sig. „Ég hef ekki mikla reynslu af
skipulagi og stjórnendahlutverki en á
flókinni stofnun eins og Landspítala er
ákveðin tregða og skrifræði sem getur taf-
ið málin en núna hefur allt gengið smurt.
Þessi samstarfsvilji og jákvæðni hefur
komið á óvart.“
Tækifæri til breyttra vinnubragða
Ragnar Freyr nefnir að máttur umhyggj-
unnar hafi komið sér á óvart. „Umhyggja.
Að stíga skrefinu lengra er manni auðvelt,
taka eitt aukaskref og veita fólki um-
hyggju og stuðning.“ Það hafi gert meiri
gæfumun en hann hafi áður upplifað.
„Við þurfum að taka umhyggjuna með
okkur inn í önnur verkefni. Það að annast
um fólk og láta velferð þess skipta sig máli
er meðferð í sjálfu sér.“
Ragnar Freyr segir að í þessum faraldri
hafi lausnin á vanda spítalans kristallast:
að hlusta á sérfræðingana. Það mættu
stjórnmálamenn læra af faraldrinum „Ég
er að tala um í víðara samhengi. Ef við
sem höfum sérmenntað okkur í því að
meðhöndla sjúklinga, vinna með öðrum
heilbrigðisstarfsmönnum og reka heil-
brigðisþjónustu erum spurð, þá virðast
hlutirnir fara vel.“
Hefur það ekki verið gert? „Það mætti
augljóslega vera meira af því,“ svarar
hann.
Þeir telja báðir að faraldurinn auki
þekkingu og reynslu þeirra sem að
koma. Daði hefur unnið á spítalanum frá
kandídatsári 2015. „Reynslan er góð fyrir
mig. Sérstaklega að fá tækifæri til að þróa
svona verkefni og taka þátt í að skipu-
leggja. Ég hef lært heilmikið,“ segir hann.
Ragnar segir að sést hafi á þessu verk-
efni hve samvinnu margra þurfi svo allt
gangi upp.
„Rafvirkjar, píparar, smiðir. Tölvunar-
fræðingar, hjúkrunarfræðingar, sérhæft
starfsfólk, læknar, framkvæmdastjórar,
stjórnendur. Maður verður orðlaus yfir því
að sjá alla þá sem starfa innan spítalans
ganga í takt,“ segir hann. Rafræn sjúkra-
skrá, Heilsugátt, hafi verið einn þeirra
þátta sem gaf þeim tækifæri til að vera
skrefi á undan.
Daði tekur undir að þau sem standi
að Heilsugáttinni á spítalanum hafi sinnt
lykilhlutverki. „Við höfum daglega búið til
lausnir með þeim. Viðbrögðin hafa verið
frábær. Við rekum okkur á eitthvað sem
mætti fara betur og lausnin er komin á
stuttum tíma,“ segir hann. „Það er margt
sem við munum taka frá þessum faraldri.
Ýmsar lausnir í skráningu gagna og
gagnaúrvinnslu.“
Þeir eru þakklátir fyrir að hafa fengið
tækifæri til að vera með í verkefninu.
Ragnar segir einfaldlega róandi að fá að
vera partur af lausninni.
„Það hefur veitt mér ró að vita af öllu
aflinu sem er hér til að leysa vandann. Ég
sef vel, steinsef og mig dreymir vel.“
Ragnar og Daði á fjarfundi frá húsnæði COVID-19-göngu-
deildarinnar á Landspítala. Nálgun Landspítala í faraldrinum
er byggð á íslensku hugviti og samvinnu. Læknarnir telja
deildina hafa afstýrt fjölda innlagna fólks með kórónuveiruna á
Landspítalann. Mynd/Þorkell Þorkelsson.
C O V I D - 1 9