Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - maí 2020, Blaðsíða 47

Læknablaðið - maí 2020, Blaðsíða 47
LÆKNAblaðið 2020/106 271 C O V I D - 1 9 „Þetta gerðist allt svo hratt. Allt í einu var búið að setja á samkomubann og fella niður hefðbundna kennslu,“ segir Sólveig Bjarnadóttir, formaður Félags læknanema og 5. árs nemi í læknisfræði. „Heill bekkur af læknanemum var settur í sóttkví og teknir voru upp rafrænir kennsluhættir á nánast einni helgi. Við læknanemar höfum lengi talað fyrir fjölbreyttum kennsluaðferð- um. Við vissum að það þyrfti átak til en það er magnað hvað þetta hefur gengið hratt fyrir sig. Ég tel þó að enginn hafi óskað þess að vera á Zoom-fyrirlestrum allan daginn,“ segir Sólveig og hlær. „Ég get ekki beðið eftir því að mæta í almenna kennslu. Við höfum lært að meta upp á nýtt gæði þess að hafa kennara fyrir framan sig og nemendur við hliðina á sér.“ Hún segir að gera hafi þurft tölu- verðar breytingar á verknáminu. Önnur starfsemi spítalans en sú sem tengist kórónuveirunni sé minni, göngudeildar- þjónusta í lágmarki og fáar skurðað- gerðir. „Margt annað hefur þó komið í staðinn. Gerður hefur verið samningur milli lífeindafræðinga og 4. árs nema um blóðtökur.“ Nemarnir hafi fengið kennslu frá lífeindafræðingum og að- stoði nú við morgunblóðtökur á legu- deildum. „Mikil ánægja hefur verið með þetta fyrirkomulag.“ Þá hafi nemendur sem skráðu sig í bakvarðasveitina verið kallaðir í gagnaöflun og nemendur á heilbrigðisvísindasviði starfað í rakn- ingarteyminu. „Læknanemar hafa allir lært mik- ilvægi sóttvarna og hlífðarbúnaðar á þessum vikum. Það hefur verið mjög lærdómsríkt að standa í miðjum heims- faraldri.“ Hún segir könnun sem Stúdentaráð gerði sýna kvíða hjá háskólanemum. „Óvissa er mikil og álag vegna nýrra að- stæðna. Ég myndi segja að allir hafi ver- ið ótrúlega þolinmóðir og sveigjanlegir við að leysa hlutina. Við höfum einnig átt mjög gott samstarf við læknadeild í að aðlaga námið. Þetta hefur gengið vel.“ Hún sakni þó bekkjarfélaganna og félagslífsins sem sé úr skorðum. „Árshátíðinni hefur verið frestað sem og öðrum viðburðum. Það er krefjandi að vera heima allan daginn og vera í fyrirlestrum á Zoom,“ segir hún og sér fram á að best verði að blanda raun- og rafrænum heimum í framtíðinni. Laga hefur þurft námið við læknadeild Háskóla Íslands að breyttum veruleika vegna kórónu-faraldursins COVID-19. Viðtal Læknablaðsins við þau Þórdísi og Engilbert fór fram í gegnum fundaforritið Zoom. Mynd/gag Úr skólastofunum á netið á einni helgi Formaður Félags læknanema segir nema lengi hafa barist fyrir fjölbreyttum kennsluháttum. Eingöngu rafrænt sé þó aðeins of mikið af því góða. Sólveig Bjarnadóttir er formaður Félags læknanema. um háskólum, jafnvel bestu háskólum í heimi. „Kennarinn væri þá meira í að leiðbeina í verklegu og taka þátt í um- ræðutímum.“ Hann segir ljóst að margar dyr opnist með rafrænni kennslu auk þess sem kolefnissporið minnki og tíma- stjórnunin batni. „Þannig að sveigjanleikinn er kominn til að vera,“ segir hann en viðurkennir að rafræna fyrirkomulagið sé þó á köflum einmanalegt og mikilvægt að blanda saman því rafræna og hefðbundnum samskiptum. „Við munum áfram sækjast eftir því að vera innan um annað fólk, sérstaklega í litlum hópum. Það getur ekkert komið fyllilega í staðinn fyrir það.“ Engilbert segir aðgang læknanema að klínísku kennsluefni orðinn gríðarlega mikinn. „Það eru ekki bara bækur sem lýsa tilfellum heldur er hægt að fá raf- rænar bækur, hægt að kaupa aðgang að rafrænum gagnagrunnum. Nemar í dag hafa ótrúlega fjölbreytt tækifæri til að til- einka sér þekkingu. En svo er það alltaf spurning hvernig þeim tekst að yfirfæra þekkinguna í færni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.