Morgunblaðið - 19.05.2020, Page 2

Morgunblaðið - 19.05.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 2020 MorgunblaðiðHádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Samninganefnd Flugfreyjufélags Ís- lands og Icelandair funduðu enn í Karphúsinu þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi, en formlegur sáttafundur hafði þá staðið yfir í tíu klukkutíma. Fundað var í 18 klukku- tíma á sunnudaginn, en síðasti form- legi fundurinn í kjaradeilunni fyrir það fór fram miðvikudaginn 13. maí. Heimildir blaðsins herma að viðræð- urnar séu einkar flóknar og erfiðar. Öllum fundum samninganefnd- anna tveggja hefur lokið án árang- urs, en í kjölfarið á fundinum 13. maí sendi Icelandair frá sér tilkynningu þar sem fram kom að þau tilboð sem lögð höfðu verið fram af hálfu félags- ins hefðu verið til þess fallin að auka samkeppnishæfni Icelandair og verja ráðstöfunartekjur starfs- manna á sama tíma. Flugfreyjur lögðu fram sitt eigið tilboð en fengu þau svör að samn- inganefnd Icelandair sæi sér ekki fært að ræða við samninganefnd FFÍ á þeim grundvelli sem tilboðið hljóðaði upp á. Óformlegir fundir hafa átt sér stað síðan þá í smærri hópum og voru þeir hugsaðir sem vettvangur fyrir vinnuhópa til að finna sameiginlega fleti. Sú aðferð virðist hafa skilað til- ætluðum árangri. liljahrund@mbl.is Fundað í Karphúsinu fram á nótt en án árangurs  Samninganefnd FFÍ og Icelandair funduðu stíft í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Sáttafundur Frá sáttafundi FFÍ og Icelandair í síðustu viku. Leit að skipverja sem er talinn hafa fallið fyrir borð af fiskiskipi á leið þess til hafnar í Vopnafirði um klukkan tvö í gær stóð yfir fram á kvöld. Leit heldur áfram í dag. Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði tekur þátt í leitinni auk þess sem þyrla Gæslunnar skannaði stórt svæði í gær. Jón Sigurðsson, formað- ur björgunarsveitarinnar Vopna, segir aðstæður til leitar hafa verið góðar í gær. „Aðstæður hafa verið ótrúlega góðar. Frekar gott í sjóinn. Leitarskilyrði voru góð en leit bar því miður engan árangur,“ segir Jón. Þegar Morgunblaðið ræddi við Jón í gærkvöldi var leit að ljúka. „Við ætl- um að hvíla fólk í nótt og byrja í fyrramálið með auknu afli frá öllu Austurlandi. Það verða skip og bátar á ferðinni og fjörur gengnar áfram samhliða leit á sjó. Það er gengið út frá því að hann hafi farið í sjóinn.“ Þyrla Gæslunnar sneri aftur til Reykjavíkur í gærkvöldi, en fimm kafarar úr séraðgerðasveit fóru austur í gær og eru til taks í leitinni í dag. Veðurspá fyrir Austurland er góð í dag, bjart og heiðskírt. liljahrund@mbl.is Leita skipverja af fiskiskipi  Leitaraðstæður góðar í gær en leit bar engan árangur Ljósmynd/Jón R. Helgason Leitin Björgunarsveitin Vopni sér um leitina að manninum. Sjö Íslendingar eru í hópi nærri 6.000 manna sem boðað hafa hóp- málsókn gegn stjórnvöldum í Tíról í Austur- ríki. Hópurinn sakar yfirvöld um að hafa vís- vitandi haft hljótt um út- breiðslu kórónuveirufaraldurs á skíðasvæðum í sambandslandinu í febrúar og mars og þar með sett efnahag svæðisins ofar heilsu gesta sinna. Um fjórðungur allra starfa í þessum hluta Austurríkis byggist á ferðamennsku, en veirusmit hafa borist vítt og breitt um Evrópu frá svæðinu. Ráðamenn í Tíról hafa verið gagnrýndir fyrir að bregðast of seint við og jafnvel hundsað við- varanir, meðal annars þær sem ís- lensk heilbrigðisyfirvöld gáfu út. Ischgl var skilgreint sem há- áhættusvæði 5. mars hér á landi vegna fjölda Íslendinga sem greindust með kórónuveirusmit eft- ir að hafa dvalist þar. Yfirvöld í Tí- ról hafa hins vegar vísað því á bug að þau hafi virt viðvaranir að vett- ugi. Þá hefur sakamálarannsókn verið hafin á því hvort skíðabarinn Kitzloch í Ischgl hafi reynt að leyna því að barþjónn staðarins hefði greinst með veiruna í lok febrúar. Sjö Íslendingar í hópmálsókn gegn stjórnvöldum í Tíról Ischgl er gríðarlega vinsæll skíðabær. Sundlaugar voru opnaðar að nýju í gær, tæpum tveimur mánuðum eftir að loka þurfti laugum landsins vegna kórónuveirufaraldursins. Langar raðir mynduðust fyrir utan laugar Reykjavíkur strax á miðnætti. Við Laugardalslaug og víðar stóðu fleiri hundruð manns í röð, sem gerir opnun sundlauga Reykjavíkur að langstærstu samkomu hér á landi frá upphafi samkomutakmarkana í mars. Laugar og heitir pottar troð- fylltust á skömmum tíma og tveggja metra fjarlægðarreglan virðist ekki hafa verið ofarlega í huga sundgesta. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sögðu í gær á upplýsinga- fundi almannavarna að áskóknin hefði verið viðbúin, en að þeir hefðu þó vonast til þess að fólk virti tveggja metra regluna. Víðir sagðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af sundlaugum, en benti á að reyndist einstaklingur smitaður í stórum hópi gæti hann smitað ansi marga. Hann vonar að landsmenn nýti sundlaug- arnar vel, ekki síst á blíðviðrisdög- um. Útfærslan liggur ekki fyrir Næsta mánudag, 25. maí, verða barir og líkamsræktarstöðvar opnuð að nýju. Þá er stefnt að því að opna landamæri að nýju 15. júní. Í gær hófst vinna sérstakrar verkefna- stjórnar að útfærslu á opnun landa- mæra Íslands, en tillögur hópsins verða kynntar eftir tæpa viku. Nái hópurinn ekki að komast að niðurstöðu í tæka tíð gæti það rask- að áformum um opnunina, en Þór- ólfur sagði að yrði það raunin væri það ríkisstjórnarinnar að horfast í augu við það. Stjórnvöld tilkynntu um opn- unina á blaðamannafundi í síðustu viku, en þá lá framkvæmdin ekki fyrir. Hefur því ríkt óvissa um ýmis útfærsluatriði sem Þórólfur vonast til að hægt verði að greiða úr í vik- unni. Ekki ríkir einhugur innan heil- brigðiskerfisins um þá ákvörðun að opna landið á ný. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, sagði í samtali við mbl.is í gær að margir af hans koll- egum væru jafnvel reiðir yfir áform- unum. Nú er í vinnslu áhættumat fyrir spítalann svo hægt sé að bregðast við breytingunum. Spurður út í ummæli Más sagðist Þórólfur ekki vera sammála þessari skoðun. Hann segir ljóst að margir séu ósáttir við opnunina, en taka þurfi tillit til þess að einhvern tíma þurfi að opna, hvort sem það sé núna eða eftir ár. Sundþyrstir biðu í röðum  Opnun sundlauga í gær var stærsta samkoma hér á landi í margar vikur  Enn er margt óljóst um opnun landamæra  Starfshópur kynnir tillögur 25. maí Morgunblaðið/Eggert Í pottinum Mikil aðsókn var í sundlaugar landsins í gær eftir að laugar voru opnaðar að nýju, tæpum tveimur mán- uðum eftir að þeim var lokað vegna kórónuveirunnar. Mynduðust biðraðir við nokkrar af laugum borgarinnar. Á bilinu 70 til 90 manns börðust við gróðurelda í Norðurárdal í gær. Þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi var slökkvistarf enn í full- um gangi, en að sögn Bjarna Þor- steinssonar, slökkviliðsstjóra Borg- arbyggðar, var erfitt að ráða við eldinn og vonlaust að koma vatni á staðinn. Tilkynnt var um eldinn á sjötta tímanum í gær, en hann var nokkru neðan við fossinn Glanna á móti Veiðilæk. Engin mannvirki voru talin vera í hættu, en talsvert landsvæði hafði þegar brunnið í gær- kvöldi. Slökkviliðsmönnum tókst að hefta útbreiðsluna að miklu leyti en lögð var áhersla á að eldurinn færi ekki í áttina að Grábrók. Til stóð að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar til að- stoðar við slökkvistarf, en eina not- hæfa þyrla hennar var send austur á Vopnafjörð þar sem leitað var skip- verja sem talinn er hafa fallið fyrir borð af fiskiskipi á leið þess til hafn- ar í Vopnafirði. Slökkviliðsmenn frá Akranesi og Suðurnesjum komu til aðstoðar, en aðstæður eru erfiðar fyrir slökkvistörf á svæðinu. Svæðið er grýtt og erfitt yfirferðar. Slökkvi- liðið beindi því til flugvéla að halda sig í fimm kílómetra radíus frá eld- inum þannig að hægt væri að nota dróna til að meta umfang eldsins. Að sögn slökkviliðsstjórans í Borgar- byggð eru sveitarfélög mörg hver vanbúin til að takast á við gróður- elda, en talsvert hefur verið um þá á síðustu dögum. Slökkviliðið á höfuð- borgarsvæðinu sinnti þremur útköll- um vegna gróðurelda í fyrradag, í Mosfellsbæ, í Elliðarárdal og síðast í Grafarholti. Miklir gróðureld- ar í Norðurárdal  Hátt í 90 manns tóku þátt í slökkvistarfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.