Morgunblaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 2020 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur tækjum, veitingahúsum og ferða- tengdri starfsemi almennt. Þegar faraldurinn var í hámarki hafi verið rætt um að það yrðu nær engin við- skipti hjá þessum fyrirtækjum fyrr en eftir ár. Sú svartsýni kunni aftur að skýra að mörg fyrirtækin hafi ákveðið að segja alveg upp fólki sem áður hafði verið sett á hlutabætur. Nú séu horfurnar bjartari; rætt sé um að opna landið fyrir ferðamönn- um fyrr en áður var ráðgert. Með því kunni hluti uppsagna í ferðaþjónustu að verða dreginn til baka í sumar. Endurræsingin hafin Um miðjan mars lokuðust erlendir markaðir fyrir ferðaþjónustunni vegna kórónuveirufaraldursins. Um viku síðar, eða 22. mars, voru allar fjöldasamkomur þar sem fleiri en 20 manns koma saman óheimilar. Hinn 4. maí voru þessi mörk hækkuð úr 20 í 50 manns. Með því gat fjöldi fyrirtækja hafið starfsemi á ný og þar með ætti að hafa dregið úr þörfinni fyrir hlutabótaleiðina. Þessi endurræsing gæti haft marg- feldisáhrif í hagkerfinu með því að leiða til aukinnar eftirspurnar. Áformað er að slaka enn frekar á takmörkunum á samkomum og hraðar en upphaflega voru horfur á. Á grafinu hér fyrir ofan má sjá hvernig hlutabótaleiðin og atvinnu- leysið skiptist milli atvinnugreina. Fulltrúar Samtaka verslunar og þjónustu hafa sagt verslunina koma vel undan vetri en þeir höfðu í gær ekki upplýsingar um atvinnuleysið innan sinna vébanda. Ásamt verslun er þess að vænta að starfshlutfall muni aukast í iðnaði og sjávarútvegi þegar vinnustaðir fara í fyrra horf og erlendir markaðir opnast á ný. Það gæti vegið þungt en hjá Vinnumálastofnun fengust þær upp- lýsingar að um 40% fólks á atvinnu- leysisskrá væru í iðnaði og verslun. Þá kom um fjórðungur atvinnu- lausra úr ferðaþjónustu og flugi. Athygli vekur að 19% þeirra sem eru án vinnu eru í opinberri þjón- ustu, hjá félögum eða í menningar- starfsemi. Útlit er fyrir að margir þeirra fái vinnu í sumar samhliða því að menningarhús verða opnuð á ný. Fækkun á hlutabótaskrá Iðnaður, landb., sjávarútv. Verslun, viðgerðir, vöruflutn. Ferðaþj., flugsam- göngur Ýmis þjónusta, uppl.tækni Opinber þj. /félög / menning Skipting skerts starfshlutfalls í apríl 2020 eftir atvinnugreinum Atvinnuleysi í mars og apríl 2020 eftir atvinnugreinum Iðnaður, sjávarútvegur o.fl. Verslun Flug og ferðaþjónusta - þar af flugstarfsemi - þar af gistiþjónusta - þar af veitingarekstur - þar af önnur ferðatengd starfsemi Sérfræðiþjónusta, upplýsingatækni o.fl. Félög, menning, opinber þjónusta o.fl. 18% 21% 37% 7% 9% 10% 12% 13% 11% 5,0% 17,8% 10,3% 14,8% 7,6% 9,2% 3,5% Atvinnuleysi alls Þar af vegna skerts starfs- hlutfalls Mars 2020 Apríl Heimild: Vinnumálastofnun febrúar mars apríl maí* Atvinnuleysi í febrúar-maí 2020* *Áætlun fyrir maímánuð Á Æ T L U N 24% 17% 26% 14% 19% 26% 18% 25% 14% 17%  Vinnumálastofnun telur útlit fyrir enn frekari fækkun á skrá í maí en spáð var  Það gæti haft mikil áhrif á atvinnuleysið ef iðnaður og verslun braggast í sumar BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fækkun fólks á hlutabótaleiðinni í maí gæti orðið hraðari en útlit var fyrir. Þá gætu endurráðningar ferðaþjónustufyrirtækja haft mikil áhrif á atvinnuleysið í sumar. Þetta er mat Karls Sigurðssonar, sérfræðings hjá Vinnumálastofnun. Stofnunin birti sl. föstudag spá um atvinnuleysi og hlutabótaleiðina í maí (sjá graf hér til hliðar). Sam- kvæmt henni mun atvinnuleysi sem tengist hlutabótaleiðinni minnka úr 10,3% í apríl í 7,6% í maí. „Ég hugsa að þetta sé varlega áætlað og að það verði meira um afskráningar en við reiknuðum með,“ segir Karl. Spáin um almenna atvinnuleysið sé hins vegar nokkuð raunhæf. Ef hún geng- ur eftir verður 7,2% atvinnuleysi í maí í hefðbundna atvinnuleysis- tryggingakerfinu. Til upprifjunar var með hlutabótaleiðinni boðið upp á greiðslu atvinnuleysisbóta sam- hliða skertu starfshlutfalli. Tilefnið var samdráttur vegna veirunnar. Hefði mikil áhrif á markaðinn Á þriðja þúsund manns misstu vinnuna hjá Icelandair í vor en það samsvarar um það bil einu prósenti af vinnuaflinu. Karl segir það munu hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn ef Icelandair verður endurreist. Að sama skapi geti það haft mikil áhrif ef starfsfólk verður endurráðið hjá hótelum, bílaleigum, rútufyrir- króna og framlegð var 25,8 millj- arðar króna. Rekstrarkostnaður nam í heildina 17,4 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður nam tæpum 5 milljörðum króna. Eignir Haga í lok rekstrarárs- ins stóðu í 62,7 milljörðum króna og skuldir námu 38,1 milljarði. Eigið fé var 24,6 milljarðar og eiginfjárhlutfall 39,2%. Í lok síð- asta mánaðar var tilkynnt um starfslok Finns Árnasonar, for- stjóra félagsins, og Guðmundar Marteinssonar, framkvæmda- stjóra Bónuss. Í ársreikningi kemur fram að starfslok þeirra kosti félagið 314,5 milljónir króna. Áhrifa kórónuveirunnar tók ekki að gæta í íslensku hagkerfi fyrr en að loknu því rekstrarári sem nú er gert upp. Í tilkynningu frá félaginu segir þó að félagið verði fyrir áhrifum af völdum hennar. Gera stjórnendur ráð fyr- ir að EBITDA-hagnaður muni nema 800-1.100 milljónum króna á yfirstandandi rekstrarfjórðungi. Hagnaður smásölurisans Haga á nýliðnu rekstrarári (sem nær frá 1. mars 2019 til 29. febrúar 2020) nam ríflega 3 milljörðum króna samanborið við 2,3 milljarða hagnað árið áður. Erfitt er hins vegar að bera nýliðið rekstrarár saman við fyrri ár, þar sem rekst- ur Olís og DGV ehf. komu fyrst inn í reikninga félagsins 1. des- ember 2018, þ.e. í upphafi fjórða ársfjórðungs þarsíðasta rekstr- arárs. Vörusala nam 116,4 milljörðum Hagar högnuðust um 3 milljarða  Starfslok forstjóra og framkvæmdastjóra kostnaðarsöm Morgunblaðið/Árni Sæberg Hættur Finnur Árnason hefur látið af störfum sem forstjóri félagsins. 19. maí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 146.46 Sterlingspund 178.65 Kanadadalur 104.08 Dönsk króna 21.228 Norsk króna 14.367 Sænsk króna 14.873 Svissn. franki 150.55 Japanskt jen 1.3681 SDR 199.14 Evra 158.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 191.4906 Hrávöruverð Gull 1734.85 ($/únsa) Ál 1432.5 ($/tonn) LME Hráolía 31.52 ($/fatið) Brent Sölutekjur Iceland Seafood Inter- national námu 107,3 milljónum evra, jafnvirði ríflega 16,9 milljarða króna, á fyrsta árs- fjórðungi sam- anborið við 120,9 milljónir evra, jafnvirði tæplega 19,1 milljarðs króna, á sama tímabili í fyrra. Bendir fé- lagið á að félagið hafi átt góðu gengi að fagna á fyrstu tveimur mánuðum ársins en að umsvifin hafi dregist verulega saman í marsmán- uði sökum útbreiðslu kórónuveir- unnar. Hagnaður fyrirtækisins á fyrsta fjórðungi nam 1,85 milljónum evra, jafnvirði tæplega 292 milljóna króna, samanborið við 1,9 milljónir evra, jafnvirði ríflega 300 milljóna króna á sama fjórðungi í fyrra. Í tilkynningu frá félaginu segir Bjarni Ármannsson, forstjóri þess, að mikilla áhrifa af kórónuveirunni muni gæta á öðrum ársfjórðungi en að gert sé ráð fyrir að staðan fari batnandi á þriðja fjórðungi ársins. Þá muni starfsemin verða komin aft- ur á beinu brautina á lokafjórðungi ársins. Gerir félagið þá ráð fyrir að hagnaður félagins fyrir skatt muni liggja á bilinu 6 til 9 milljónir evra, jafnvirði 946 til 1.419 milljóna króna. Þá segir Bjarni að þótt áskoran- irnar í rekstrinum séu margar nú þá sé félagið í einstakri stöðu til að sækja fram á mörkuðum og að unnið sé að því að svo megi verða. Sala ISI minnkar Bjarni Ármannsson  292 milljóna hagn- aður á fjórðungnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.