Morgunblaðið - 19.05.2020, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 2020
VIÐ LEITUM AÐ
LISTAVERKUM
Áhugasamir geta haft samband í
síma 551-0400
ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Fámennt var á hinum sögufræga
minjastað Akrópólis í Aþenu í gær
þegar hann var opnaður að nýju eftir
að hafa verið lokaður frá 23. mars til
að hindra útbreiðslu kórónuveir-
unnar. Opnuninni var hins vegar
fagnað sem stóru skrefi í átt til bjart-
ari tíma með von um enn frekari af-
léttingar ýmissa takmarkana sem
gripið hefur verið til í löndum Evrópu
á undanförnum vikum. Annar heims-
þekktur ferðamannastaður, Péturs-
kirkjan í Róm, var einnig opnaður
gestum og gangandi í gær en þar var
heldur ekki fjölmenni til að byrja
með.
Í þessari viku halda löndin í
Suður-Evrópu, sem illa urðu úti í kór-
ónuveirufaraldrinum en hafa verið að
rétta sig við upp á síðkastið, áfram að
draga úr margvíslegum takmörk-
unum sem í gildi hafa verið. Kröfur
um hreinlæti og sótthreinsun og að
haldin séu ákveðin fjarlægðarmörk
eru þó alls staðar áfram í gildi. En
faraldurinn er engan veginn á enda í
öllum löndum Evrópu og enn síður á
heimsvísu. Smitum og dauðsföllum
hefur fer stórfjölgandi í ýmsum lönd-
um Afríku, Asíu og Suður-Ameríku.
Með grímur á Akrópólís
Gestirnir sem hættu sér á Akrópól-
is-hæðina í gær mættu starfsmönnum
með andlitsgrímur sem skýldu sér á
bak við hlífðargler og skipuðu gestum
að halda 1,5 metra fjarlægð sín á milli.
Líklegt er að ekki hafi allir notið þess-
ara stórbrotnu minja með sama hætti
og áður við þessar undarlegu að-
stæður. Fleiri ferðamannastaðir voru
opnaðir víðs vegar um Grikkland í
gær og er fólki heimilt að ferðast um
landið án takmarkana. Ýmiss konar
starfsemi sem lokað var, svo sem
verslunarmiðstöðvar og dýragarðar,
er opin að nýju. Íþróttamiðstöðvar
eru opnar öllum sem náð hafa 13 ára
aldri. Mælt er með því að bera and-
litsgrímur. Það er þó ekki skylda
nema þegar menn nota almennings-
samgöngur.
Grikkir telja að þeir hafi staðið sig
vel í faraldrinum. Þar hafa opin-
berlega verið staðfest innan við þrjú
þúsund tilfelli og rúmlega 160 dauðs-
föll. Þeir hafa smám saman frá 4. maí
verið að fikra sig frá þeim takmörk-
unum sem gripið var til.
Skólum frestað til haustsins
Á Ítalíu, þar sem faraldurinn hefur
verið einna skæðastur, var frá og með
gærdeginum heimilt að opna að nýju
krár, kaffihús, hárgreiðslustofur og
verslanir. Margir veitingastaðir og
þjónustufyrirtæki voru þó áfram lok-
aðir í gær, líklega vegna þess að
reksturinn hefur farið í þrot meðan
lokunin stóð yfir. Söfn og ýmsir
þekktir ferðamannastaðir voru einnig
opnuð að nýju víðast hvar í landinu.
Gestir sem heimsóttu Péturskirkjuna
mættu lögreglumönnum með andlits-
grímur og starfsfólki sem beindi hita-
mælum að þeim.
Ekkert skólastarf verður á Ítalíu
fyrr en í september.
Alls hafa 32 þúsund manns látist af
völdum kórónuveirunnar á Ítalíu
samkvæmt opinberum tölum. Á
sunnudaginn létust 145 manns. Flest
voru dauðsföllin 27. mars, þegar yfir
900 létust á einum degi.
Takmarkaður gestafjöldi
Á Spáni hefur verið dregið úr tak-
mörkunum á sama hátt og á Ítalíu og
Grikklandi. Þar gildir þó enn reglan
um að ekki mega fleiri en 10 koma
saman til fundar. Í Madríd og Barce-
lona og nærliggjandi byggðum, þar
sem faraldurinn hefur tekið mestan
toll, gilda áfram um sinn nokkru
strangari varúðarráðstafanir en ann-
ars staðar í landinu. Heimilt er þó að
fara í sérverslanir og sækja kirkjur.
Veitingastaðir verða almennt ekki
opnaðir fyrr en 10. júní en hægt er nú
að panta kaffi og aðra drykki þegar
setið er við borð utanhúss. Kvik-
myndahús, leikhús og söfn verða opn-
uð 26. maí en aðeins má hleypa inn
30% af venjulegum gestafjölda.
Leyfðir eru útitónleikar fyrir allt að
400 manns en þar gilda ákveðnar regl-
ur.
Nær 28 þúsund manns hafa látist af
völdum kórónuveirunnar á Spáni.
Skólar mikilvægir börnum
Í Frakklandi var í gær haldið áfram
að draga úr takmörkunum á skóla-
starfi. Mæta nú börn á aldrinum 11 til
15 aftur í skóla sína. Kennarar og
nemendur munu bera andlitsgrímur
og halda fjarlægð sín á milli. Í vikunni
sem leið voru leikskólar opnaðir að
nýju ásamt yngstu bekkjum grunn-
skólans. Greindust í kjölfarið um 70
smit og hefur viðkomandi skólum ver-
ið lokað að nýju. Engu að síður leggja
fræðsluyfirvöld áherslu á að meiri
áhætta felist í því að hafa skólana lok-
aða en opna. Þau óttast m.a. að nem-
endur flosni upp úr námi og lendi í sál-
rænum erfiðleikum ef þeim er skipað
að halda kyrru fyrir á heimilum sín-
um. Framhaldsskólar verða ekki opn-
aðir fyrr en síðar í sumar.
Verslanir, þó ekki verslunar-
miðstöðvar, mega nú hafa opið en
krár og veitingastaðir verða lokuð
áfram. Frelsi til að ferðast um landið
hefur verið aukið en er þó áfram tak-
mörkunum háð.
Rúmlega 28 þúsund manns hafa
látist af völdum kórónuveirunnar í
Frakklandi.
Fer versnandi í sumum löndum
Á sama tíma og íbúar Evrópu anda
örlítið léttar og trúa því og treysta að
það versta sé yfirstaðið eru nokkrar
þjóðir Afríku, Asíu og Suður-Ameríku
að búa sig undir verri tíð. Faraldurinn
kom þangað mun seinna en til Evrópu
en hefur hægt og bítandi verið að
sækja í sig veðrið. Einna verst er
ástandið í Brasilíu og eru hvergi fleiri
smitaðir og látnir í Suður-Ameríku.
Þar hefur forseti landsins, hinn
hægrisinnaði Bolsonaro, leitt and-
stöðu gegn sóttvarnarráðstöfunum
heilbrigðisyfirvalda og hefur það
valdið mikilli ólgu og deilum innan-
lands.
Frá Bandaríkjunum bárust þær
fréttir í gær að tilfellum veirusmits
hefði fjölgað á nokkrum stöðum þar
sem efnt hefur verið til opinberra
mótmæla gegn samkomubanni og
öðrum takmörkunum. Er talið að
veiran hafi notið kjöraðstæðna við
mótmælin og dreifst á meðal mót-
mælenda og fólks sem þeir hittu í
kjölfarið.
Suður-Evrópa vaknar til lífsins
Dregið úr takmörkunum á ýmissi starfsemi en strangar reglur enn í gildi Andlitsgrímur áber-
andi víða Takmarkaður gestafjöldi á söfn og samkomur Mismunandi ákvarðanir um skólastarf
AFP
Út að borða Skilrúm eru á milli gesta eftir opnun Goga Café í Mílanó, jafnvel við tveggja manna borð.
Enn takmarkanir
» Löndin í Suður-Evrópu sem
einna harðast hafa orðið úti í
kórónuveirufaraldrinum eru að
ná sér á strik.
» Alls staðar er verið að stíga
skref í átt til eðlilegs lífs að
nýju.
» Miklar takmarkanir eru þó
enn í gildi og verða enn næstu
vikur og mánuði.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, gagnrýndi Alþjóða-
heilbrigðisstofnunina WHO harð-
lega í gær fyrir að halda Taívan utan
við ársþing samtakanna, sem hófst í
gær. Sagði Pompeo það sanna að
WHO væri undir hæl kínverskra
stjórnvalda, sem halda því fram að
eyjan sé órjúfanlegur hluti Kína.
Gagnrýni Pompeo kom í kjölfar
þess að aðildarríki WHO samþykktu
á þinginu að fresta umræðu um
hvort bjóða ætti Taívönum stöðu
áheyrnarríkis, en fimmtán ríki, þar á
meðal Belís, Gvatemala, Marshall-
eyjar og Hondúras, höfðu beðið Te-
dros Adhanom Ghebreyesus, fram-
kvæmdastjóra WHO, um að þátt-
taka Taívana yrði á dagskrá
fundarins. Pompeo sakaði Tedros
um að hafa beygt sig undan þrýst-
ingi Kínverja, sem aftur skaðaði trú-
verðugleika WHO á viðkvæmum
tímamótum.
Þinginu verður slitið í dag. Árs-
þingið stendur venjulega yfir í þrjár
vikur en vegna kórónuveirufarald-
ursins var ákveðið að stytta fundar-
tímann, auk þess sem það er í fyrsta
sinn haldið með aðstoð fjarfundar-
búnaðar.
Tedros sagði fyrir helgi að árs-
þingið yrði „eitt hið mikilvægasta“
frá stofnun WHO árið 1948, en
heimsfaraldurinn er að sjálfsögðu
meginefni fundarins.
Þá verður borið undir atkvæði í
dag hvort boða eigi til óháðrar rann-
sóknar á upphafi kórónuveiru-
faraldursins, en Evrópusambandið
lagði það til, ásamt Bretlandi, Ástr-
alíu og Nýja-Sjálandi. Xi Jinping,
forseti Kína, sagðist í ræðu sinni á
fundinum í gær styðja rannsókn af
þessu tagi, svo fremi sem hún ætti
sér stað eftir að búið væri að ná
stjórn á faraldrinum. sgs@mbl.is
Tekist á um stöðu
Taívan hjá WHO
Ákvörðun um óháða rannsókn í dag
AFP
Fjarfundur Tedros ávarpar ársþing
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.