Morgunblaðið - 19.05.2020, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sundlaugarnarfylltust þeg-ar grænt
ljós var gefið og
gleðibragur varð
líkastur því sem
verður meðal
kúnna þegar fjósdyr opnast að
vori. Þeir sem vilja upplifa
sanna og tilgerðarlausa gleði
ættu ekki að missa af slíkri
sjón eigi þeir á henni kost.
Allir sem þekkja til geta
ímyndað sér þá barnslegu
gleði sem skína mun úr bresk-
um andlitum þegar umsátri yf-
irvalda um bjórkrár þeirra
verður loks hrundið. Sam-
drykkja bjórs hefur aldrei orð-
ið hér að blendingi helgistund-
ar í háværari kantinum og
fjölskyldustemningar.
Sundlaugarnar okkar kom-
ast næst þessu. Þeir eru til
sem brjótast í gegnum óveður,
ís og snjó til að mæta ofan í
þær fyrir allar aldir, á meðan
þeir sem besta samvisku hafa
á þjóðarheildinni sofa út fyrir
hennar hönd hvað sem á dyn-
ur.
Hörðustu sundlaugarmenn
sem hægt er að kynnast vitna
til pottfélaga sinna um álit á
flóknustu málum eins og séu
ígildi hellisbúa í Austurlöndum
fjær.
Og hvað sem veirulokum líð-
ur stöndum við öll í þeirri trú,
líka við sem kunnum okkur
sundlaugarhóf, að sundlauga-
gufan, hin unaðslega blanda
vatns, klórs og borholuvatns,
sé nánast allra meina bót.
Miklu heillavænlegri en Per-
sil-þvottaefni og eitraður
stíflueyðir eða hvað það var
sem sagt er að hafi fengið
meðmæli sem veirueyðir vest-
ur af okkur. Og það gátu allir
sagt sér að tveggja metra
reglan mátti sín einskis við
margnum á þessum tímamót-
um manns við sína sundlauga-
blöndu, fyrst í lauginni og svo í
nærri 40 gráðum pottanna.
Pottormar vinda sér þaðan og
heilsa léttsteiktum nautalund-
um sem jafningjum.
En stemningin er ekki
bundin við laugarnar. Henni
halda engin bönd. Stjórnlaus
gleðin brýst út í erfidrykkjur
og eltingaleiki við bolta af öll-
um stærðum áður en við verð-
ur litið. Fréttir eru nú þegar
teknar að snúast um annað en
veiru og á daginn er komið að
innan við 2.000 hafa fengið
smit svo mælanlegt sé og nán-
ast allir hafa komist frá smit-
inu án þess að þurfa atbeina
heilbrigðisstétta, sem hafa
sinnt sínu með miklum ágæt-
um, en þó miklu færri sjúk-
lingum en óttast var að við
yrði að fást. Engar fréttir hafa
birst um ný smit
síðustu dægrin og
þau fáu smit sem
enn eru „virk“ eru
undir traustu opin-
beru eftirliti og
sjúkrahúsin finna
nú vart fyrir því að eitthvað
sérstakt sé í gangi. Þetta er
auðvitað miklu betra ástand en
þeir sem haldnir eru heil-
brigðri svartsýni höfðu talið
óhætt að vænta svo fljótt. En
um leið er þessi óskastaða öðr-
um þræði vandinn. Eða gæti
að minnsta kosti orðið það.
Það hjálpaði auðvitað að Ís-
land er eyland, sem manni
þótti varla vera öruggt lengur
þegar milljónir manna voru í
aðeins nokkurra klukkustunda
fjarlægð. Það er ámóta fjar-
lægð mælt í tíma og Borgarnes
var fyrir brú á fjörðinn og
göng undir hinn.
Það vorum auðvitað ekki við
sjálf sem lokuðum á umheim-
inn. Hér heima voru menn sem
töldu að við hefðum ekki leng-
ur leyfi til slíks og þvílíks.
Annars staðar hafa menn ekki
algjörlega misst fótanna þótt
þeir séu súrraðri inn í hið
formlega fullveldistap en við
erum enn.
En í ljós kom að þar er þó
enn víða brot af mannsbrag
eftir, sem er að mestu farinn
hér, að minnsta kosti úr
stjórnarráðinu.
En yfirvofandi ótti við hið
illa og óþekkta varð til þess að
úrræði sem við réðum sjálf
féllu vel að hugmyndum al-
mennings. Hann var sérdeilis
móttækilegur, sem var ekki
sjálfgefið. Öllum tilmælum var
því fylgt af áhuga og ábyrgð.
En óttinn sem hreyfiafl er um
það bil að gufa upp. Jafnvel
einfaldasta reglan af þeim öll-
um, tveggja metra reglan, hef-
ur gert það líka.
En við þessi tímamót eru að-
eins tæplega tvö þúsund Ís-
lendingar af 360.000 komnir
með eigin vörn gegn veirunni,
með algerri vissu, þótt líklegt
sé að mun fleiri kunni að vera
varðir en óskráðir.
Heilbrigðislega séð sluppum
við afburðavel í gegnum skafl-
inn og um efnahagslega þátt-
inn skal ekki rætt að sinni. En
veiran gæti átt lengra líf og
jafnvel annað líf og öðruvísi.
Við gætum því átt brekku eftir
og hana háa.
Því komi það á daginn að
hér hafi aðeins orðið kaflaskil
en ekki lokapunktur erum við
sem sagt óvarðari nú en flestir
aðrir.
Þetta verður að ræða af
óttalausri yfirvegun, að
minnsta kosti í heitu pott-
unum, ef ekki víðar.
Við erum svo
sannarlega langt
yfir í hálfleik,
en dugar það?}
Annar pottur en sá heiti
gæti reynst brotinn
V
erðtryggingin er eiginlega stór-
furðulegt fyrirbæri hér á landi. Í
fyrsta lagi virðist sem lögmál
verðtryggingar sé skráð í stein af
guði eða einhverjum öðrum guð-
legum verum og því sé hún óumbreytanleg.
Rökin eru að það þurfi að vera með verðtrygg-
ingu út af lífeyrissjóðum, bönkum og öðrum
fjárfestum, en er það rétt?
Það var hægt að taka vísutöluna úr sam-
bandi með einu pennastriki á launum og því er
það óskiljanlegt að það sé ekki hægt á nokkurn
hátt að taka hana úr sambandi af íbúðalánum
bara tímabundið á meðan COVID-19-
faraldurinn gengur yfir. Það vill ríkisstjórnin
ekki gera og þess vegna hafa lán heimilanna
hækkað um 25-30 milljarða á síðustu tveim
mánuðum.
Eina leiðin er að miða við vísitölu án
húsnæðisliðar og það er eitt af markmiðum ríkisstjórnar-
innar og verkalýðsfélaganna í tengslum við gerð lífskjara-
samninganna. Það er að segja að ríkisstjórnin myndi
koma fram með frumvarp þess efnis og það er nú þegar
inni í þingflokkum stjórnarflokka og bíður eftir hverju?
Bíður eftir því að eignir fólks í íbúðum þess verði að engu,
eins og í bankahruninu, og um 12 þúsund heimili verði tek-
in af fólki?
Hvað ef svo verðbólgan er rangt reiknuð í þessum
dæmalausum aðstæðum? Hvers vegna í ósköpunum á þá
verðtryggingin bara að vernda aðila í fjármálakerfinu? En
á hún þá ekki t.d. að vernda þá sem eru með bætur í al-
mannatryggingakerfinu eins og t.d. styrki til
fatlaðra og aðrar bætur?
Fatlað fólk í hjólastól sem fær t.d. bílastyrk
til að kaupa sérútbúna bifreið hefur ekki feng-
ið hækkun á styrkinn frá árinu 2009. Ef styrk-
urinn hefði verið vísitölutryggður ætti 1 millj-
ón króna að vera 1.426.000 krónur og því
vantar 426.000 krónur í dag og er það er allt í
lagi.
Einstaklingar sem eru að fá nýjar bifreiðar í
dag geta því ekki leyst út bílinn, þar sem verð
bifreiðarinnar hefur hækkað vegna gengis-
breytinga um 1 til 1,5 milljónir króna í hafi.
Þetta þýðir að þessir einstaklingar geta því
ekki sótt vinnu, farið til læknis eða sinnt öðrum
erindum. Ef styrkurinn hefði verið vísitölu-
tryggður væri hann rúmlega tveimur millj-
ónum hærri og því dugað vel fyrir bifreiðinni.
Það er samþykkt af ríkisstjórn eftir ríkis-
stjórn að hafa þetta óréttlæti svona. Styrkir og bætur í al-
mannatryggingakerfinu eru ákvarðaðir í krónutölum og
síðan látnir brenna upp í verðbólgubálinu, þar til þeir hafa
rýrnað svo að þeir duga ekki fyrir því sem nota á þá í.
Hræsnin er svo sú að á sama tíma hækka og hækka íbúða-
lánin og ekkert er gert við því hjá ríkisstjórninni, því hún
trúir því greinilega að verðtryggingin sé náttúrulögmál.
Flokkur fólksins telur aftur á móti svo ekki vera, heldur
er verðtryggingin mannanna verk, sem ber að breyta
strax. gudmundurk@althingi.is
Guðmundur
Ingi
Kristinsson
Pistill
Er verðtryggingin náttúrulögmál?
Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Áskrifendum með heima-síma heldur áfram aðfækka milli ára, nú umrúm 7%. Þá fækkaði
mínútufjölda í sama flokki um tæp
15%. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í tölfræðiskýrslu
Póst- og fjarskiptastofnunar
(PFS) fyrir árið 2019. Er skýrslan
unnin upp úr tölum á íslenskum
fjarskiptamarkaði og sýnir helstu
stærðir og fyrirtæki á mark-
aðnum. Upplýsingunum er skipt
niður í flokka þar sem stærstu
fyrirtækin eru borin saman. Af
upplýsingunum að dæma er ljóst
að notkun heimasíma fer snar-
minnkandi á fjarskiptamarkaði
hér á landi en net- og far-
símanotkun eykst stöðugt.
Hlutdeild Vodafone
minnkar
Athyglisvert er að bera saman
markaðshlutdeild fjarskiptafyrir-
tækja á markaði í sameiginlegum
flokki áskrifta og frelsis. Nemur
heildarfjöldi númera með talþjón-
ustu á árinu 2019 alls 413.446.
Efstur í framangreindum flokki er
Síminn með 36,4% markaðs-
hlutdeild en fast á hæla hans fylgir
Nova með 34,2% viðskiptavina.
Næst kemur Vodafone með 26%
markaðshlutdeild. Sé hlutdeild
fyrirtækjanna skoðuð frá árinu
2016 má sjá að markaðshlutdeild
Nova og Símans hefur verið frem-
ur stöðug allt frá þeim tíma. Sama
gildir þó ekki um Vodafone, en frá
árinu 2017 hefur hlutdeild þess á
markaði minnkað úr tæplega 30% í
26%.
Snemma árs 2017 var tilkynnt
um kaup Fjarskipta, móðurfélags
Vodafone, á 365 miðlum. Voru
samningar í kjölfarið undirritaðir
og var kaupverðið talið hlaupa á
ríflega þremur milljörðum króna.
Kaupin fólu m.a. í sér að fjar-
skiptaþjónusta 365 miðla færðist
yfir til Vodafone. Með þessu von-
aðist fyrirtækið til að geta aukið
við markaðshlutdeild sína á um-
ræddum markaði með aukinni
hagkvæmni. Þannig væri jafn-
framt hægt að bjóða viðskiptavin-
um betri þjónustu og hagkvæmara
verð.
Af tölum Póst- og fjarskipta-
stofnunar að dæma hafa kaupin þó
ekki reynst sú innspýting sem von-
aðist hafði verið til. Strax í kjölfar
kaupanna jókst hlutdeild
fyrirtækisins á markaði áskrifta og
frelsis úr 24,2% í 29,8%. Virtist það
jafnframt vera að nálgast fyrir-
tækin með mestu hlutdeildina,
Símann og Nova. Það var þó
skammgóður vermir því síðustu
tvö ár hefur hlutdeild fyrirtækisins
á umræddum markaði dregist
verulega saman. Er hún nú um
26% og því farin að nálgast stöð-
una fyrir kaupin á 365 miðlum.
Vodafone og Síminn stærst
Svipaða sögu er að segja þeg-
ar skoðuð er markaðshlutdeild í
flokki internets. Með langmesta
markaðshlutdeild er Síminn, eða
rétt tæplega 48%. Hefur hlutdeild
fyrirtækisins haldist nær óbreytt
frá árinu 2016.
Næst kemur Vodafone, þar
sem markaðshlutdeild í tilteknum
flokki hefur lækkað stöðugt síð-
ustu tvö ár, úr 37,1% eftir kaupin á
365 miðlum árið 2017, í 29,4% á
seinni helmingi ársins 2019. Alls
hefur hlutdeild fyrirtækisins á um-
ræddum markaði því minnkað um
tæplega 8% á tímabilinu.
Önnur fyrirtæki í sama flokki
eru með umtalsvert minni mark-
aðshlutdeild. Stærst þar er Nova,
með 12,4% hlutdeild, og hefur hún
nú margfaldast síðustu ár.
Síminn með forystu
á fjarskiptamarkaði
Markaðshlutdeild símafyrirtækjanna
Áskrift og frelsi, 2016-2019
40%
30%
20%
10%
0%
Síminn Vodafone
Nova 365 Aðrir
2016 2017 2018 2019
36,4%
34,2%
26,0%
3,4%
Undanfarin þrjú ár hefur notkun
internets í farsímum aukist all-
verulega. Í tölum Póst- og fjar-
skiptastofnunar má sjá að
meðalfjöldi gígabæta hefur vax-
ið jafnt og þétt og virðist ekkert
lát á. Mest er netnotkunin hjá
viðskiptavinum Nova, eða rétt
um tíu gígabæt (GB) á mánuði,
en fyrirtækið er jafnframt með
stærsta markaðshlutdeild á um-
ræddum markaði, eða 38,1%.
Síminn er með álíka markaðs-
hlutdeild, eða 35%, en notkun
viðskiptavina fyrirtækisins er
þó umtalsvert minni. Nemur
hún að meðaltali um sex gíga-
bætum á mánuði.
Þá er Vodafone með tæplega
24% markaðshlutdeild, en
notkun á hvert númer þar er
rétt um fjögur gígabæt.
Mikil aukning
síðustu ár
NETNOTKUN EYKST
Morgunblaðið/Ómar
Símar Notkun á netinu eykst.