Morgunblaðið - 19.05.2020, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 2020
Mörkun Sauðburður er enn í fullum gangi og um helgina voru þær Helga María Ingimundardóttir og Hrafnhildur Björnsdóttir á Þorkelshóli í Vestur-Húnavatnssýslu að marka nýfædd lömb.
Eggert
Sundabraut og
stokkur fyrir Miklu-
braut eru óþarflega
dýrar framkvæmdir og
ótímabærar, en
Reykjavík þarf ljós-
lausa aðalbraut í gegn-
um þéttbýlið.
Jákvæð viðbrögð við
grein í Morgunblaðinu
14. maí eftir sama höf-
und sýna að fólk gerir
sér almennt ljóst hvílík
fjarstæða áform Reykjavíkurborgar
um Borgarlínu eru, bæði í umhverf-
islegu og fjárhagslegu tilliti. En eru
þá engar umhverfisvænar lausnir í
samgöngumálum Reykjavíkur?
Þær eru til: Halda áfram með
áformin frá því 1965 um ljóslausa
leið gegnum höfuðborgina. Hún
heitir Miklabraut og umferðartafir
eru þar svo miklar í dag að hægt er
að reikna út að samanlagðar tafir
nema um 100 ársverkum á dag og
óþarfa bensíneyðsla er um 10 tonn
daglega, sem er frekar slæmt fyrir
loftslagið sem allir vilja laga, skipu-
lagsfrömuðir Reykjavíkur einna
mest. Til að bæta úr þessu þarf ein
stutt jarðgöng í gegnum Háaleitið,
tvær brýr í framhaldinu, aðra yfir
Grensásveg og hina yfir Kringlu-
mýrarbraut, og þá er hægt að rífa
burt umferðarljósin og auka umferð-
arrýmd um 50%. Til þess þarf við-
bótarráðstafanir, við Lönguhlíð og
Njarðargötu, en þær eru minna mál.
En skipulagshöfðingjar Reykja-
víkur vilja þetta ekki, slíkt væri
þjónkun við einkabíl-
inn. Í staðinn vilja þeir
Sundabraut, sem hefur
enga tengingu við
stofnbrautakerfi
Reykjavíkur utan Ell-
iðaáa nema eftir Gufu-
nesafleggjaranum.
Framkvæmd sem gerir
eiginlega ekkert gagn
fyrir umferðar-
stíflurnar en er miklu
dýrari. En hún hentar
sem einkaframkvæmd,
sem hægt er að rukka
fyrir, er það ástæðan? Þá má kalla
hana framhald af Vaðlaheiðargöng-
unum.
Þá vill Reykjavík setja Miklu-
braut í stokk, þ.e. grafa hana niður í
jörðina, bersýnilega í þeim tilgangi
að geta úthlutað lóðum ofan á
stokknum. Þarna hefur borgar-
stjórn greinilega fengið eitursnjalla
hugmynd, láta ríkið borga stokkinn
og selja síðan lóðirnar. Það telja þeir
væntanlega tómum peninga-
kassanum til framdráttar.
Eða er það? Þessi framkvæmd
minnir á aðra, svokallaða Boston
Big Dig, (https://en.wikipedia.org/
wiki/Big_Dig), sem var að grafa nið-
ur aðalveg, 1,5 mílna langan, það átti
að kosta þrjá milljarða dollara en
tók 15 ár og fór upp í níu milljarða.
Um 1.500 milljarða króna. Langar
menn í svona ævintýri? Það þarf
enginn að efast um að kostnaðar-
áætlunin fyrir stokkinn á eftir að
þrefaldast, ef ekki tífaldast, þegar
byrjað verður að hjakka sig niður í
gegn um alla leiðslusúpuna, niður í
grágrýtið og lenda þar í vatns-
aganum.
Menn þekkja flestir nóg til sögu
Reykjavíkur í skipulagsmálum
undanfarin 25 ár til að vita að þar
verður óhamingjunni allt að vopni.
Tökum lítið dæmi um það hvað kem-
ur út þegar menn lesa of mikið af
bókum. Dæmið um Vatnsmýrina og
flugvöllinn sem borgarstjórnin endi-
lega vill losna við. Hrifningin fyrir
þessu lýsti sér í skipulagssamkeppni
fyrir Vatnsmýrarsvæðið árið 2008.
Tillagan sem fékk fyrstu verðlaun
var nánast kópía af Barcelona, með
carré-byggingum (stórir ferkantar),
diagonal og öllu saman.
Hvað er diagonal? spyrja menn.
Evrópskar borgar voru flestar
byggðar á miðöldum, í einni kös inn-
an við borgarmúra til að forðast fall-
byssur óvinanna. Skipulagið var
yfirleitt götur í rétthyrndu kerfi, ef
þær voru í einhverju kerfi yfirleitt.
Hjá bestu skipulagsmönnunum lá
ein gata eins og hornalína í rétt-
hyrningnum, yfirleitt kölluð Diag-
onal. Ef óvinirnir skutu niður borg-
arhliðið við annan endann var þetta
gatan sem allir áttu að flýja eftir, út
um hinn endann. Myndir af svona
borgum eru í öllum bókum, og þetta
fékk fyrstu verðlaun í Vatnsmýrar-
samkeppninni. Svona götur eru
reyndar líka í amerískum borgum.
Það sem Íslendingar þekkja best
eru Broadway í New York og Emb-
arcadero í San Francisco, þær eru í
dag notaðar sem aðalumferðargötur
fyrir bíla, ef einhver hefði nú tíma til
að lesa amerískar bækur líka.
Önnur björt hugmynd sem bóka-
ormarnir fengu líka var hringtorg.
Um miðja 19. öld var París orðin slík
þvaga af þröngum götum að ekki
þurfti nema nokkur borð og stóla til
að byggja götuvirki, enda lágu
vinstrimenn Parísar í endalausum
byltingum og kommúnustandi. Þetta
hætti þegar Napóleon III lét barón
Haussman ryðja burt draslinu og
byggja hringtorg með búlevördum á
milli. Þetta fékk mikið hól í bókum
sem mikilvæg skipulagsvísindi og
fær enn. Tilgangur Haussman var
reyndar ekki framlag til skipulags-
vísinda, heldur sá að keyra fall-
byssur sínar út á hringtorgin og
hafa þaðan beinar stefnur til að
skjóta niður götuvirkin. Enda stein-
hættu Parísarbúar öllu byltingar-
brölti. En þetta hafði þau áhrif, þeg-
ar menn fóru að lesa bækur hér uppi
á Íslandi, að hringtorgum í úthverf-
unum snarfjölgaði þótt engar væru
fallbyssurnar.
Því miður er ekki útlit fyrir neina
breytingu hjá Reykjavíkurborg.
Hún mun standa gegn öllum endur-
bótum á Miklubrautinni og halda
áfram að hlaða niður umferðar-
ljósum og öðrum samgöngu-
hindrunum, hér eftir sem hingað til.
Hún hefur t.d. harðneitað í mörg ár
að leyfa brú í framhaldi af Bústaða-
vegi yfir Reykjanesbraut.
Ekkert útlit er fyrir neina breyt-
ingu á þessari stöðu. Auðvitað má
hugsa sér að Alþingi taki skipulags-
valdið varðandi þjóðvegi í þéttbýli af
Reykjavík með sérstökum lögum.
En pólitískt séð yrði slíkt neyðar-
brauð, sem varla fer í gegnum Al-
þingi.
En önnur pólitísk lausn; að skipta
um borgarstjórnarmeirihluta í
Reykjavík? Tæplega raunhæft.
Hatur annarra flokka á „gamla
íhaldinu“ er slíkt að þótt núverandi
meirihluti falli mynda þeir bara nýtt
hræðslubandalag gegn Sjálfstæðis-
flokknum. Hann var við völd 1965
þegar grunnurinn var lagður að því
aðalskipulagi sem nú gildir og er
væntanlega einn flokka til í breyt-
ingar, ef hann þá er það. Allavega;
sú tillaga um Miklubrautina sem hér
er lögð fram hefur hvergi sést áður
þótt hún liggi algerlega beint við
sem lausn á núverandi vandamálum.
Það sem til þarf að koma hreyf-
ingu á hlutina er kröftug borgaraleg
hreyfing sem pólitíkusar geta ekki
sniðgengið. Slíkt hefur skeð áður,
minna má á borgarahreyfingu til
stuðnings vestrænni samvinnu, Ice-
save-málið o.fl.
Reykjavíkurborg mun dorma
áfram í sínu útfjólubláa umhverfis-
ljósi ef ekkert slíkt kemur til. Bið-
raðirnar hrannast upp svo enginn
kemst áfram. Ekki einu sinni
strætó.
Eftir Jónas Elíasson » Sú tillaga um Miklu-
brautina sem hér er
lögð fram hefur hvergi
sést áður þótt hún liggi
algerlega beint við sem
lausn á núverandi
vandamálum.
Jónas Elíasson
Höfundur er prófessor.
Að laga Miklubrautina; ódýr og umhverfisvæn
framkvæmd í samgöngumálum