Morgunblaðið - 19.05.2020, Síða 18

Morgunblaðið - 19.05.2020, Síða 18
Ein af gersemum Reykjavíkur er Elliða- árdalurinn. Árnar með sína laxagengd, uppgróið hraun og fuglalíf draga að sér íbúa borgarinnar til náttúruskoðunar og útivistar. Í dalnum er upphaf nútímaorkuöfl- unar tilkomið með virkjun Elliðaáa árið 1921 og eru því á næsta ári 100 ár liðin frá því að borgarbúar fengu að kynnast því undri sem raforkan er. Sívaxandi orkuþörf var mætt með virkjun Sogsfossa árið 1937. Í stríðslok var fyrirséður orkuskortur í Reykjavík. Til að mæta vaxandi þörf meðan beðið var nýrra virkj- ana var gripið til þess ráðs að kaupa frá Bandaríkjunum tilbúna orkustöð sem framleitt gat rafmagn og hitað vatn fyrir hitaveituna með brennslu á kolum eða olíu. Þessari aflstöð var valinn staður á árbakka Elliðaánna, enda þaðan stutt í tengingar við að- veitukerfi borgarinnar. Gert var ráð fyrir því að stækka mætti stöðina til norðurs ef þyrfti. Tveir stórir olíu- geymar fyrir brennsluolíu voru í út- jaðri svæðisins að norðan. (Það þarf enginn að vera hissa á olíumenguð- um jarðvegi.) Auk búnaðar til raf- orkuframleiðslu var keypt stál- grindarhús frá Bandaríkjunum yfir búnaðinn. Allir útveggir þess og þak voru úr asbestefnum og húsið líklega stærsta asbesthús á landinu. Aflstöðin, sem nefnd var Vara- stöðin, nú Toppstöðin, var í eigu Sogsvirkjunar, sem var sameign- arfélag ríkis og Reykjavíkurborgar. Við stofnun Landsvirkjunar 1965 runnu eignir Sogsvirkjunar inn í það fyrirtæki og eignaðist Reykja- víkurborg því hlut í Landsvirkjun. Forsjálir (?) ráðamenn Reykja- víkurborgar seldu hlut Reykjavík- urborgar í Landsvirkjun síðla árs 2006, hafa sennilega ekki kært sig um arðgreiðslur frá Landsvirkjun, sem fara vaxandi. Landsvirkjun nýtti bygginguna sem bækistöð fyr- ir virkjanir sínar um árabil en svo kom að þess var ekki lengur þörf. Landsvirkjun hafði á 10. tug síðustu aldar uppi áform um að rífa bygg- inguna, þau áform runnu út í sand- inn. Af ástæðum sem ekki vera raktar hér eignaðist Reykjavíkur- borg bygginguna. Nú í mars birtist frétt í Morgun- blaðinu þess efnis að borgarráð hefði samþykkt tillögu um að aug- lýsa að nýju eftir samstarfsaðila um þróun Toppstöðvarinnar við Elliða- ár, en árið 2017 hafði verið leitað eftir slíku samstarfi án árangurs. Jafnframt kom fram í fréttinni að í fjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar væri gert ráð fyrir að á næstu tveimur árum yrði varið 200 m.kr. til endurnýjunar á ytra byrði hússins. Þá er öll innrétting eftir. Húsið er tæplega 6.500 m², reikna má með að inn- rétting þess kosti um 350.000 kr./m² og inn- réttingarkostnaður því um 2.300 m.kr. Nú má spyrja: Fellur fram- kvæmd sem þessi undir verkefni sveitarfélags? Og hver er þörfin? Ekki verður leitast við að svara þessum spurningum hér. Á sínum tíma var varastöðin, nú nefnd Topp- stöð, staðsett við Elliðaár af illri nauðsyn og tæknilegum ástæðum. Líftími byggingarinnar er löngu lið- inn, húsið sem stendur nær á ár- bakkanum gnæfir yfir umhverfi sitt og er ekki í neinum mælikvarða við nánasta nágrenni, svo ekki sé minnst á tengingu við almennings- samgöngur. Þess utan hefur húsið ekkert minjagildi. Besti kosturinn er að rífa bygginguna og endur- heimta þau náttúrugæði sem tapast hafa, líkt og OR gerir nú með því að fjarlægja þær lagnir sem yfir árnar hafa legið frá 4. tug síðustu aldar. Nóg er sótt að Elliðaárdalnum úr suðri með byggingu gróðurhús- hvelfinga, en þar eru mótmæli íbúa hunsuð. Ef illa tekst til fjárhagslega má flytja þangað bílasöluna úr Mjódd. Verði af byggingu hvelfing- anna eyðileggur staðsetningin til framtíðar eðlilega legu Stekkjar- bakka. Víða í þeim löndum sem við gjarnan berum okkur saman við, s.s. Danmörku, er unnið að endur- heimt náttúrugæða. Vötn sem fram- ræst hafa verið eru gerð á ný og flutt eru til landsins villt dýr sem áður voru hluti af lífríki Danmerk- ur. Við státum af laxveiðiá í miðri borg. En hvað gerum við? Við veið- um laxinn, sem á þó í vök að verjast. Er ekki kominn tími til að hætta veiðum í ánum? Gerum það og ríf- um Toppstöðina, Reykvíkingum til heilla. Ekki meir, ekki meir Eftir Magnús Sædal Svavarsson Magnús Sædal Svavarsson »Endurheimtum náttúrugæði, rífum Toppstöðina og friðum laxinn. Höfundur er byggingartæknifræð- ingur og húsasmíðameistari. magnusssva@gmail.com Ég þakka mikil og góð viðbrögð við grein minni hér í blaðinu 30.4. Ég þakka aftur öllum, sem vinna gegn ofbeldi á minni máttar. Mörgum virðist hafa komið á óvart, hversu alvarlegar og varan- legar afleiðingar það hefur á börn, þegar foreldrar beita hvort annað ofbeldi eða annað foreldra beitir hitt ofbeldi. Að ekki sé talað um, þegar börn eru beitt ofbeldi. Seinasta mánuð hafa tvö sjálfsvíg ungmenna og ein sjálfsvígstilraun komið á mitt borð. Aldur 9-20 ára. Öll ólust þessi börn upp við líkam- legt, kynferðislegt, andlegt (og staf- rænt), fjárhagslegt og félagslegt of- beldi. Í öllum tilfellunum fleiri en eina gerð ofbeldis. Það voru feðurn- ir, sem beittu ofbeldinu. Tvö börn eru gengin, blessuð sé minning þeirra, eitt lifir – ennþá. Vonandi tekst að bjarga því til fullorðinsára. Ef til vill er það allra versta við ofbeldi í nánum samböndum, að börnin, sem óumdeilanlega skaðast mest, eru nær aldrei talin „aðili máls“. Aðilarnir eru bara álitnir tveir, þau fullorðnu. Steinaldarskýr- ingin um, að ofbeldi sé aðeins beitt inni á heimilinu, er stórhættuleg börnunum. Þau fara í skólann, nið- urbrotin, hrædd, einbeitingin engin, kvíði, angist, óöryggi. Ofbeldið eltir þau, afleiðingarnar verða hluti af þeim, skaða eðlilegan persónu- þroska. Brjóta niður eðlilega sjálfs- myndarsköpun og sjálfstraust. Sektarkenndin, sem börnin þróa með sér, er uppétandi fyrir þau. Þau hafa oftast á til- finningunni, að þau beri ábyrgð á ofbeld- inu, að ofbeldið sé þeim að kenna. Þetta veldur martröðum og því, sem á ensku hefur verið kallað „out of the body survival modus“, sem er sama ástand og þau upplifa, sem er nauðgað. Ástand, sem fórnarlömb ofbeldis fara í til að komast í gegnum óþolandi níðings- skap, sem þau eru beitt. Þróun þessa ástands áfram er nokkuð um- deild í vísindum, en alltaf eyðileggj- andi. Kæri ofbeldismaður (konur eru líka menn, samkvæmt gamalli ís- lenskri hefð). Ef þú veist ekki hvað ofbeldi er, þá get ég sagt þér það, að: Það að rægja einhvern, sem barni þykir vænt um, er ofbeldi, alvarlegt andlegt ofbeldi gegn barninu.  Það að taka barn með valdi og neyða það inn í aðstæður, sem barn- ið ekki vill, er ofbeldi. Þú getur tal- að við barnið, ef þú ekki ert of óvit- andi til þess.  Það að kúga barn til athafna, sem barninu eru óhollar, er alvarlegt of- beldi. Ef þú ekki veist hvað börnum er óhollt, leitaðu þér þá fræðslu um það.  Það að brjóta niður barn er glæp- ur.  Það að níðast á börnum er glæp- ur, sem varðar við hegningarlög.  Réttur barna í íslenskri löggjöf kemur því miður nær undantekn- ingarlaust á eftir réttindum fullorð- inna. Í forræðisdeilum, til dæmis, er nánast sú hlægilega eða e.t.v. grát- lega afstaða í úrskurðarmálum höfð í heiðri, að foreldrar eigi rétt til barnsins. Ekki að barnið eigi rétt til þroskavænlegs lífs. Það er úrskurð- að í umgengnis„réttar“málum út frá meintum mannréttindum feðra eða mæðra. Hvað með blessað barnið? Það er svo og hvort tveggja hlægi- legt og grátlegt, að neiti barn að fara til umgengni og fari ekki fær lögheimilisforeldri dagsektir, oft kr. 30.000 á dag. Til að komast hjá dag- sektum þarf lögheimilisforeldrið að beita barnið ofbeldi til að koma því þangað, sem það ekki vill vera. Skili hins vegar umgengnisforeldri ekki barni á réttum degi til baka fær hann (oftast) eða hún engar sektir. Kæra löggjafarvald og dómsvald, já og framkvæmdavald: er þetta ekki brot á jafnréttislögum og ýms- um mannréttindasáttmálum, sem land okkar á aðild að? Og dettur einhverjum enn í hug, að hægt sé að dæma fólk til sátta eftir langvarandi ofbeldi? Meira um ofbeldi Eftir Þóreyju Guðmundsdóttur »Ef til vill er það allra versta við ofbeldi í nánum samböndum, að börnin, sem óumdeilan- lega skaðast mest, eru nær aldrei talin „aðili máls“. Þórey Guðmundsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi, hand- leiðari, prestur og fv. sáttamaður. 18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 2020 Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr silki LEIKFÖNG Nú fyrst verður farið að opna bíóhús aftur, en því miður er ekki mikið í þeim sem virðist þess vert að góna á. Ég er nefnilega þeim vand- kvæðum bundinn að ég er með börn á framfæri og get því ekki farið í bíó þegar mér sýnist og þegar ég fer þarf ég að taka börnin með. Það veldur því að ekki er í boði að horfa á margar myndir. Því miður eru börn nú til dags með einstaklega leiðinlegan kvikmyndasmekk og þótt erlend stórfyrirtæki reyni að gera stórar og vandaðar teiknimyndir eru þær ekki mjög vinsælar hjá börn- unum, þótt þeim fullorðnu þyki þær ágætar. Ungmennin og börnin vilja frekar halda sig við neð- anbeltishúmor og há- vaða. En nú er ljós handan þokunnar. Hins vegar er ekki á ferðinni kær- komin heimahöfn held- ur er þarna stórt frakt- skip sem stefnir á fullri ferð á okkur og verðum við að hafa hraðar hendur til að forðast stórslys. Á næsta ári kemur nefnilega út Space Jam 2. Hvert mannsbarn man eflaust vel eftir strákapörum Bills Murrays og áhugaleikarans Michaels Jordans á skjánum fyrir um það bil 25 árum. Herlegheitin voru meira að segja tal- sett á íslensku, en einhverra óskilj- anlegra hluta vegna tókst þýðendum reyndar ekki betur upp en svo að Kalli kanína, eins og hann var, er og hefur alltaf verið kallaður, var nefnd- ur Happi héri! Nú hefur íslenskt samfélag um það bil ár til að búa sig undir komu næstu slíkrar kvikmyndar og tel ég að þeg- ar í stað skuli hafist handa við að ákvarða hvernig talsetningunni verði hagað svo ekki hljótist tjón af. Eftirfarandi er óskalisti minn um hver skuli tala fyrir hvern til að myndin gangi sem áfallalausast fyrir sig (en ég tel að ég verði knúinn af börnunum til að sjá hana). Kalli kanína: Pétur Jóhann Sigfússon Elmar: Magnús Ólafsson Daffi önd: Eggert Þorleifsson LeBron James: Felix Bergsson Svínið: Örn Árnason (ekki það að röddin hæfi, en hefð er fyrir því á Íslandi að allar persónur yfir kjör- þyngd séu talsettar af Erni Árna- syni). Tasmaníuskollinn: Hver sem er, enda lítið talandi hlutverk. Mæli með Ladda, sem talsetti köttinn Brand með stórgóðum árangri. Yosemite Sam: Egill Ólafsson Foghorn Leghorn (haninn leið- inlegi): Sigurður Sigurjónsson (til að vega upp á móti leiðindum han- ans með skemmtilegri talsetningu). Aðrar persónur getur Þórhallur Sigurðsson (Laddi) talsett, eins og gert er þegar menn þurfa margar raddir með litlum fyrirvara. Samkvæmt síðu IMDB um kvik- myndina leikur Don Cheadle einnig í myndinni. Hinum leikurunum þekki ég engin deili á en ég mælist til þess að Karl Ágúst Úlfsson tali fyrir Don Cheadle. Ég vona innilega að viðeigandi yf- irvöld sjái hag sinn (og minn) í þessu fyrirkomulagi og reyni sitt besta til að lágmarka tjónið, nú þegar öllum er ljóst í hvað stefnir á næsta ári. Geimsulta Eftir Arngrím Stefánsson » Léttúðug grein um lágmenningu komandi tíma. Arngrímur Stefánsson Höfundur er guðfræðingur. Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður Komdu með skóna þína í yfirhalningu - Við erum hér til að aðstoða þig! -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.