Morgunblaðið - 19.05.2020, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 2020
✝ Kristín ÓlöfBjörgvins-
dóttir fæddist 5.
nóvember 1938 á
Gufuskálum í
Leiru. Hún lést á
heimili sínu 5. maí
2020.
Foreldrar
Kristínar voru
Magnús Björgvin
Magnússon, f.
1909, d. 1958, og
Jóhanna Sigríður Jónsdóttir,
f. 1906, d. 1981. Bræður
Kristínar sammæðra voru
Magnús Snjólfsson, f. 1925, d.
1929, og Jóhann Snjólfsson, f.
1927, d. 1985. Alsystur Krist-
ínar voru: Ólafía Katrín, f.
1932, d. 2011, Björg, f. 1935,
d. 2012, Theodóra, f. 1937, d.
2019, Jónína Valgerður, f.
1943, d. 2019.
Kristín giftist árið 1960
Tryggva Þórhallssyni raf-
verktaka, f. 1936, d. 2015.
Börn þeirra eru: a) Helga
Lilja, f. 1957, gift Sigurjóni
Magnússyni. Börn þeirra eru:
1) Kristín, f. 1984, í sambúð
með Oleg Grytsynevych. Son-
ur þeirra er Helgi. 2) Magnús
Jökull, f. 1989. b) Magnús
Björgvin, f. 1958, kvæntur
Elsu Maríu Alexandre. Sonur
arbarna sem síðan fóstruðu
hana. Þau brugðu búi árið
1947 og fluttust til Reykjavík-
ur þar sem Kristín gekk í
skóla. Árið 1956 lauk hún
prófi frá Verzlunarskólanum,
og um svipað leyti hóf hún
sambúð með manni sínum
Tryggva Þórhallssyni sem þá
var að ljúka rafvirkjanámi.
Þau fluttu til Reyðarfjarðar
árið 1960 þegar Tryggvi var
ráðinn þangað sem rafveitu-
stjóri og bjuggu þar í sex ár.
Eftir Reyðarfjarðardvölina
starfaði Kristín við bókhald
hjá ýmsum fyrirtækjum, en
árið 1971, þegar eigin-
maðurinn hóf sjálfstæðan
rekstur sem rafverktaki, var í
auknum mæli kallað eftir
kröftum hennar á þeim vett-
vangi. Á endanum fór það svo
að Kristín var í fullu starfi við
að halda utan um fyrirtækja-
rekstur Tryggva.
Kristínu var margt til lista
lagt, hún átti það sameig-
inlegt með systrum sínum að
vera bráðmúsíkölsk og kenndi
sér meðal annars sjálf að spila
á gítar. Fyrir fáeinum árum
fékk hún áhuga á íslenska
þjóðbúningnum og hafði
saumað búning á sjálfa sig og
eitt barnabarnanna þegar hún
lést. Útför Kristínar verður
gerð í dag, 19. maí 2020, kl.
13. Henni verður streymt á fa-
cebook-síðu hennar. Stytt slóð
á streymi: https://n9.cl/t3va.
Slóðina má einnig nálgast á
www.mbl.is/andlat.
þeirra er Magnús
Alexandre, f.
1996. Dóttir Elsu
Maríu og fóst-
urdóttir Magn-
úsar er Ana Van-
essa, f. 1981, gift
Sveini Steinssyni.
Dóttir þeirra er
Marta María. Fyr-
ir átti Sveinn dótt-
urina Alexöndru
Ósk. c) Þórhallur,
f. 1960, kvæntur Þórhöllu
Guðmundsdóttur. Börn þeirra
eru: 1) Tryggvi, f. 1982, var í
sambúð með Ellen Dögg Sig-
urjónsdóttur. Börn þeirra eru
Þórhallur og Heiða Mjöll. 2)
Ásdís, f. 1984, var í sambúð
með Stefáni Ragnarssyni.
Sonur þeirra er Stefán Sölvi.
3) Ísak, f. 1990, í sambúð með
Hrafnhildi Snæbjörnsdóttur.
Sonur þeirra er Jökull Hrafn.
d) Hanna, f. 1974, gift Torfa
Ragnari Vestmann. Börn
þeirra eru: 1) Kristín Lára, f.
2003. 2) Tryggvi Þór, f. 2006.
3) Hildur María, f. 2009. Fyrir
átti Torfi dótturina Guð-
björgu Rún, f. 1999.
Kristín fór ung að árum í
sveit að Minna-Hofi í Gnúp-
verjahreppi, til systkinanna
Jóns og Guðrúnar Andrés-
Elsku mamma, það er komið
að kveðjustund þó svo ég hafi
ekki verið alveg undirbúin fyrir
að hún kæmi svona snögglega.
Kallið er komið og eftir standa
minningar sem gott er að ylja
sér við. Á kveðjustund er mér
efst í huga þakklæti. Fyrir vin-
áttu þína, öll ferðalögin og að fá
að hafa þig svo lengi hjá mér. Þú
varst alltaf til staðar fyrir mig og
fjölskyldu mína. Kærast er mér
þó hversu mikið þú hjálpaðir til
þegar börnin okkar Torfa voru
lítil. Alltaf varst þú tilbúin að líta
eftir barnabörnunum þegar á
þurfti að halda. Þú varst ekki
bara umhyggjusöm mamma
heldur líka yndisleg amma. Þú
varst mikil hannyrðakona og allt
lék í höndum þínum enda ein-
staklega dugleg að prjóna falleg-
ar peysur á alla í stórfjölskyld-
unni. Þér leið best þegar þú
hafðir eitthvað milli handanna
eins og þú sagðir svo oft við mig.
Á tímabili saumaðir þú enda-
laust mikið af bútasaumsteppum
og púðum sem nú prýða heimili
okkar. Síðustu árin tókstu þér
svo fyrir hendur að sauma þjóð-
búninga. Þið Hildur María ætl-
uðuð að klæðast þessum fallegu
búningum í fermingu Tryggva
Þórs.
Þegar ég lít yfir farinn veg
koma upp myndir af öllum góðu
samverustundunum okkar.
Minningar með þér og pabba í
sumarbústaðnum eru mér og
fjölskyldu minni afar dýrmætar
og mun ég ætíð minnast þeirra af
mikilli væntumþykju. Við vorum
einnig svo lánsöm fjölskyldan að
fá að fara með þér í þrjár utan-
landsferðir eftir að pabbi var bú-
inn að kveðja okkur. Pabbi
kvaddi okkur í ársbyrjun 2015, á
nýársdag þegar nýtt ár markar
nýtt upphaf. Nú hefur þú kvatt
þegar vorið er á næsta leiti. Ég
veit að þú saknaðir pabba mikið
þar sem þið voruð samrýnd og
miklir vinir í leik og starfi. Þú
saknaðir líka systra þinna og alls
samferðafólks sem nú þegar er
búið að kveðja.
Í fyrrasumar fórum við í eft-
irminnilega ferð til Almería á
Spáni. Þar sagðir þú mér frá
draumi sem þig dreymdi. Þú
sagðir mér að pabbi hefði komið
og sagt við þig: Já, ertu hérna
Stína mín. Hann var alltaf hjá
þér og ég veit að hann vakti yfir
þér þar til þinn tími var kominn.
Þú hefur verið stoð og stytta,
ekki bara fyrir mig heldur alla
mína fjölskyldu. Við minnumst
reglulega skemmtilegra stunda
úr t.d. Dvergahrauni þar sem við
dvöldum mikið. Ég hugsa um öll
jólin sem við áttum saman og
þær hátíðarstundir sem við
deildum ásamt öllum fríunum.
Kristínu Láru langaði alltaf í
Verzlunarskólann til að feta í
fótspor þín og stundar nú nám
þar af miklum metnaði. Þú lagðir
einnig metnað í að hvetja börnin
okkar áfram í námi og til þess að
skapa og vinna eitthvað í hönd-
um, bauðst þeim á námskeið á
hverju sumri í Heimilisiðnaðar-
skólanum. Börnin búa að því að
hafa tekið þátt í þessum sérstak-
lega skapandi og skemmtilegu
námskeiðum.
Það er erfitt að kveðja þig og
við fjölskyldan söknum þín sárt.
Það verður heldur tómlegt hjá
okkur í sunnudagsmatnum en
góðu stundirnar munum við
ávallt geyma í hjörtum okkar.
Það er komið að leiðarlokum
og ég veit að þið pabbi eruð sam-
einuð á ný á fallegum stað þar
sem þið munuð vaka yfir okkur.
Hafðu þökk fyrir allt elsku hjart-
ans mamma mín. Guð geymi þig.
Hanna Tryggvadóttir.
Tengdamóðir mín Kristín
Björgvinsdóttir (Stína) kvaddi
þennan heim aðfaranótt 5. maí
nokkrum vikum eftir að móðir
mín lést. Við fjölskyldan áttum
ekki von á því að lífið tæki þessa
stefnu svona fljótt aftur og þeytti
okkur inn í minningardrauma.
Ég var ekki há í aldri þegar ég
kynntist Þórhalli mínum og síðan
fjölskyldunni hans. Í fyrstu voru
þau afar forvitin um þessa stúlku
sem bar sama nafn og sonur
þeirra en forvitnin breyttist fljótt
í vinsemd og væntumþykju. Stína
var mikil hannyrðakona og hafa
ófáar peysur, sokkar og vettling-
ar runnið í gegnum fingur henn-
ar, sem börnin mín hafa klæðst.
Eitt af þessum listaverkum,
peysa sem hún prjónaði fyrir 36
árum, er vel varðveitt hjá mér og
næsta barn sem klæðist henni
verður Jökull, langömmubarnið
hennar. Stína prjónaði eina af
mínum uppáhaldspeysum sem ég
nota mikið í útiveru eins og skíði
og göngur. Núna í lokin var hún
að bíða eftir að ég kæmi með garn
til að byrja á næstu peysu fyrir
mig.
Stína og Tryggvi tengdapabbi
ráku fyrirtæki sem Þórhallur
minn fór snemma að reka með
þeim og eru því ófáar stundirnar
og minningarnar sem við eigum
saman. Stína var hörkudugleg
og útsjónarsöm og hélt utan um
fjármál og bókhald fyrirtækisins
í mörg herrans ár. Sjálfsagt ekki
alltaf auðvelt að hafa sína tvo
herramenn við hlið sér þegar
stórar ákvarðanir voru teknar
og vinna tilboðin fyrir stóru
verkin sem komu á borð þeirra
með miklum hraða. Eftir að Þór-
hallur kom heim frá námi gat
hann létt undir með móður sinni
og foreldrarnir höfðu meira svig-
rúm til að skoða sig um í okkar
stóra heimi. Þau voru dugleg að
ferðast bæði erlendis og innan-
lands. Stínu þótti mjög gaman að
ferðast og var hún dugleg að
kynna sér staðhætti hvers lands
og þeirra staða sem hún heim-
sótti. Eftir að tengdapabbi veikt-
ist af MND-sjúkdómnum og lést
í byrjun árs 2015 hefur henni
ekki liðið vel. Hún bar sjúkdóm
sem oft á tíðum skyggði á björtu
tímana og tók af henni völdin.
Stína var stolt af barnahópnum
sínum og nú á síðasta ári bættust
tveir litlir herramenn í hópinn,
Jökull Hrafn og Helgi. Hún var
dugleg að sýna myndir og hlakk-
aði virkilega til að hitta Kristínu
og Helga litla sem búsett eru í
Svíþjóð. Því miður setti Covid
strik í reikninginn og þau kom-
ust ekki í heimsókn yfir páskana.
Elsku Stína mín, takk fyrir
samferðina og alla hjálpina í
gegnum tíðina. Við áttum okkar
fíngerða og fallega þráð sem var á
milli okkar. Nú ert þú komin til
Tryggva þíns og systra þinna sem
allar eru komnar til drauma-
landsins. Í huganum sé ég fyrir
mér syngjandi kátar og glaðar
systur og Tryggva vappa í kring-
um ykkur með bros á vör. Góða
ferð, elsku Stína
Vornótt
Sól fer eldi
um svanatjarnir
og silfurvoga,
rennir sér bak við
reginhafið
í rauðum loga.
Söknuð vekja
síðustu geislar
sólarlagsins.
En svefnveig dreypir
í sálir jarðar
systir dagsins.
Fegurstu perlur
fjaðra sinna
hún foldinni gefur.
Aldan niðar
við unnarsteina,
og Ísland sefur.
(Davíð Stefánsson)
Þín
Þórhalla.
Í dag er borin til grafar
tengdamóðir mín, Kristín Björg-
vinsdóttir. Kristínu kynntist ég
árið 1983 og féll þá strax einstak-
lega vel við þessa góðu og glað-
lyndu konu. Á þeim tíma bjuggu
þau Tryggvi í Vesturberginu, og
þarna mætti mér líka stór og
samheldinn systkinahópur, bræð-
ur og systur þeirra hjóna og svo
makar þeirra, en öllu þessu fólki
átti ég eftir að kynnast betur í ár-
anna rás, og marga var alltaf til-
hlökkunarefni að hitta. Svo má
auðvitað ekki gleyma systkinum
Helgu konu minnar og fjölskyld-
um þeirra sem allar hafa verið
stór þáttur í lífi okkar.
Tryggvi var hörkuduglegur
rafvirkjameistari og kunnur
frumkvöðull í sinni grein, og það
var honum mikil gæfa að hafa
Kristínu sér við hlið. Hún hjálpaði
honum með ráðum og dáð, og eft-
ir að hann hóf sjálfstæðan rekstur
sá hún um bókhald fyrirtækjanna
sem hann starfrækti, enda til
þess menntuð, en hún hafði á sín-
um tíma lokið prófi frá Verzlunar-
skólanum. Þau voru einstaklega
samhent hjón og nutu sín vel,
jafnt í krefjandi fyrirtækjarekstri
sem á skemmtilegum samveru-
stundum með fjölskyldu og vin-
um.
Ég kynntist því fljótt hversu
annt þau Kristín og Tryggvi létu
sér um sína nánustu. Og það
reyndist ekki lítilsvert fyrir okk-
ur Helgu að eiga þau að á búskap-
arárunum í Breiðholtinu og eftir
að við fluttum í Kópavog, enda
studdu þau ávallt vel og dyggi-
lega við bakið á okkur. Örlæti
þeirra og umhyggjusemi gleym-
ist ekki. Þá var Kristín annáluð
hannyrðakona, prjónaði á okkur
fallegar peysur og fleiri flíkur og
saumaði bútasaumsteppi af því
mikla listfengi sem henni var í
blóð borið.
Það er í andstreymi lífsins sem
skýrast kemur fram hverjum
mannkostum fólk er búið, og aldr-
ei þótti mér meira til tengdamóð-
ur minnar koma en í erfiðleikun-
um sem fylgdu veikindum
Tryggva. Hann greindist með
taugahrörnunarsjúkdóminn
MND í október 2012 og í hönd
fóru tvö þungbær ár þar sem allt
líf Kristínar snerist um velferð
eiginmannsins. Ekki kom til mála
að fela öðrum hjúkrunina sem sí-
fellt varð þó flóknari og erfiðari
eftir því sem sjúkdómurinn
ágerðist. Á hverjum degi biðu
mörg úrlausnarefni sem Kristín
mætti ávallt með dugnaði og
æðruleysi, en eftir háttatíma á
kvöldin hlýddu þau jafnan saman
á hljóðbækur og tókst þannig að
eiga sínar góðu næðisstundir fyr-
ir svefninn.
Tryggvi lést á nýársdag 2015
og með honum hvarf að nokkru
gleðin úr lífi Kristínar. Það gerði
svo árin sem fóru í hönd erfiðari
að þau úr systkinahópnum sem
enn lifðu týndu hratt tölunni.
Systur hennar þrjár og maki
einnar þeirra létust öll á árabilinu
2011-2019 og tveir bræður
Tryggva 2016 og 2018. Sá þriðji
hafði látist 2008. Sama árið og
Tryggvi lést flutti Kristín sig um
set, úr fallega einbýlishúsinu við
náttúruparadísina Elliðaárdal, í
þjónustuíbúð skammt þar frá, og
urðu það einnig mikil viðbrigði.
Þarna var hún þó áfram nálægt
tveimur barna sinna sem höfðu
búið í næsta nágrenni við þau
Tryggva, en hin tvö voru svo sem
ekki langt undan, og öll lögðust
þau á eitt um að gera henni lífið
léttara og ánægjulegra.
Guð blessi minningu Kristínar
Björgvinsdóttur.
Sigurjón
Magnússon.
Elsku besta amma Stína mín
kvaddi okkur 5. maí síðastliðinn.
Ég sakna hennar á hverjum degi
og veit að sunnudagsmaturinn
verður frekar tómlegur án henn-
ar. Við fjölskyldan kveikjum nú á
fallegu kerti á hverjum degi til
minningar um hana.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um ömmu. Við skemmtum
okkur konunglega á Almería síð-
asta sumar og tala nú ekki um á
Tenerife og í Orlando 2017 og
2018. Hún var svo sannarlega
skemmtilegur herbergisfélagi.
Við hlógum mikið saman á kvöld-
in þegar hún sagði mér sögur og
við hlustuðum saman á bækur í
iPadinum hennar. Við létum fara
vel um okkur á hótelinu á kvöldin
og sleiktum sólina á daginn. Þó
hún hafi alltaf unnið tan-keppnina
þá var það samveran sem stóð
upp úr því hún var svo skemmti-
leg. Minningarnar gleymast seint
og ég er þakklát fyrir það hve
mikinn tíma við fengum saman.
Þú varst alltaf svo glaðlynd, al-
gjör skvísa og leyfðir mér alltaf
að dúllast með þér að sauma. Ég
man svo vel þegar þú leyfðir mér
að setja í þig rúllur fyrir þorra-
blótsball í félagsmiðstöðinni þinni
og farða þig. Þó ég hafi varla
kunnað á Carmenrúllurnar
varstu þolinmóð við mig og
heppnaðist þetta bara nokkuð vel.
Þegar ég var að keppa í
Skrekk sýndir þú því eins og öllu
öðru sem ég var að gera mikinn
áhuga. Ég kom til þín og spurði
þig hvort þú ættir nokkuð bláan
kjól. Þú sýndir mér bláa kjólinn
sem þú hafðir átt lengi og varst
hætt að geta notað. Þar fengum
við strax flotta hugmynd og kjóll-
inn passaði fullkomlega þegar
búið var að næla nokkrar nælur.
Blái kjólinn þinn var áberandi á
sjónvarpsskjánum á úrslita-
kvöldinu þegar ég og vinir mínir í
Árbæjarskóla bárum sigur úr
býtum. Ég man hversu stolt þú
varst og þú talaðir um að ég hefði
verið svo fín. En það var ekki
bara Skrekkur sem þú sýndir
áhuga á heldur mættir þú á alla
staði þar sem ég var að koma
fram í söng og leik. Þú keyptir
alla geisladiska sem ég söng inn á
og mættir oftar en einu sinni á
allar leiksýningarnar sem ég lék
í. Þessi stuðningur þinn var
ómetanlegur, ég kunni svo mikið
að meta allt sem þú gerðir fyrir
mig. Námskeiðin í heimilisiðnað-
arskólanum voru líka eitt af því
sem þú varst svo spennt fyrir að
við systkinin tækjum þátt í. Það
var þitt hjartans mál að við lærð-
um skemmtilegt handverk og
fyndum hversu mikil gleði það
væri að geta gert hluti í hönd-
unum. Það eru svona minningar
sem manni þykir svo vænt um og
þær verða bara dýrmætari með
hverjum deginum sem líður.
Mig langaði mikið til að feta í
þín fótspor og fara í Verzlunar-
skólann og því verður ekki annað
hægt að segja en að þú hafir verið
mér fyrirmynd í svo mörgu.
Ég áttaði mig ekki einu sinni á
því fyrr en eftir að þú kvaddir
hvað sunnudagsmaturinn var
mikið tilhlökkunarefni fyrir okk-
ur þó það væri nú bara einn
sunnudagur í viku, það þarf svo
lítið til að gleðja.
Hvíldu í friði, elsku besta
amma Stína, minning þín lifir að
eilífu.
Kristín Lára
Torfadóttir.
Elsku amma mín.
Nú ertu komin í draumalandið
til afa og þín er og verður sárt
saknað.
Ég var ekki há í loftinu þegar
ég var farin að sniglast með
ömmu á skrifstofunni í Orkuvirki
að stíga mín fyrstu skref á vinnu-
markaðinum. Það sem mér fannst
allt þetta bókhald og forláta rit-
vélin í horninu spennandi. Ég
eyddi tímunum saman að slá á
takkana á vélinni í takt við tónlist
eða umhverfishljóðin. Amma var
ekki lengi að grípa áhuga minn og
kenndi mér fingrasetninguna og
fékk dyggan aðstoðarmann í bók-
haldi að launum. Þetta voru góðir
tímar.
Það er mér svo minnisstætt
þegar við elstu barnabörnin vor-
um lítil hvað það var spennandi að
leika sér í Ystabænum. Okkur
fannst garðurinn eins og vett-
vangur í ævintýramynd enda náði
hann niður að Elliðaá. Felustað-
irnir voru óendanlegir og fram-
andi, hvað þá gróðurhúsið – að
geta gætt sér á vínberjum og alls-
kyns góðgæti meðan við svöml-
uðum í pottinum.
Amma var svo klár í höndunum
og vippaði fram úr erminni alls-
kyns hannyrðum eins og lopa-
peysum, pottaleppum og rúm-
teppum. Mikið þykir mér vænt
um þessa hluti sem þú bjóst til.
Elsku amma mín, góða ferð í
draumalandið til systra þinna og
afa.
Ásdís
Þórhallsdóttir.
Kristín Ólöf
Björgvinsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017