Morgunblaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 21
✝ Jónhildur Hall-dórsdóttir,
fyrrverandi for-
stöðulífeindafræð-
ingur og hjúkr-
unarfræðingur,
fæddist á Húsavík
30. september
1934. Hún lést á
heimili sínu, Ás-
braut 11, Kópa-
vogi, 9. maí 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Halldóra Gunnarsdóttir,
f. 1902, d. 1977, verkakona og
húsmóðir, og Halldór Eiríkur
Jónsson, f. 1902, d. 1974, hafn-
ar- og vegavinnuverkamaður,
síðast bæjarpóstburðarmaður
Húsavíkur. Systkini Jónhildar
eru Stefanía, f. 1932, d. 2015,
Eiríkur, f. 1937, d. 1972, og
óskírður, f. 1940, d. 1940.
Eftirlifandi einkasonur henn-
ar er Halldór Eiríkur Sigur-
björnsson Jónhildarson, f. 25.
maí 1961 í Stokkhólmi, cand.
jur. (embættismeistarapróf í
lögum), M.C.L. (meistarapróf í
samanburðarlögfræði), LL.M
(meistarapróf í þjóðarétti og al-
Stokkhólmi, og var einna fyrst
íslenskra lífeindafræðinga til að
fá opinbera löggildingu (emb-
ættisbréf). Hún starfaði nokkur
ár í Svíþjóð en alla aðra starfs-
ævi, vel yfir sex áratuga skeið, í
íslenska heilbrigðiskerfinu.
Jónhildur hélt áfram að sér-
mennta sig í lífeindafræði alla
tíð og sótti virt alþjóðanámskeið
og ráðstefnur víða um heim.
Hún gætti þess jafnan að taka
með heim til Íslands fræðsluefni
frá viðkomandi vísindaráð-
stefnu og kynnti fræðsluefni
fyrir samstarfsmönnum.
Hún hélt áfram störfum sem
hjúkrunarkona eftir að hún
komst á eftirlaun og starfaði
öflug í íslenska heilbrigðiskerf-
inu, einkum á næturvöktum.
Jónhildur leiðbeindi miklum
fjölda verðandi lífeindafræð-
inga, fræðilega og í starfsnámi,
og lagði sig alla fram við að
taka á móti erlendum lífeinda-
fræðingum sem til Íslands komu
til starfa, einkum átti hún ljúf
samskipti við franska lífeinda-
fræðinga. Þá hlotnaðist henni
sá heiður að flytja fræðifyr-
irlestra fyrir nemendur í líf-
eindafræði.
Útför hennar fer fram með
fjöldatakmörkun, hámark
fimmtíu viðstaddra, frá Digra-
neskirkju í dag, 19. maí 2020,
klukkan 11.
þjóðlegum einka-
málarétti) og dokt-
orsnemi um skeið.
Hann hefur verið
vísindastyrkþegi
og vísindagestur
hjá nokkrum af
virtustu vísindalög-
fræðistofnunum
heims (m.a. Max-
Planck-stofnunum
og Haag-ráðstefnu-
stofnun um alþjóð-
legan einkamálarétt) og hefur
birt ritrýndar lögfræðivís-
indagreinar á mörgum tungu-
málum hjá heimsþekktum vís-
indaritaútgefendum. Hann
hefur lokið námi til héraðs-
dómslögmannsréttinda (hdl.)
hjá LMFÍ.
Faðir Halldórs er Sigurbjörn
Guðmundur Guðmundsson
stýrimaður, f. 8. maí 1936, d. 4.
október 2017.
Jónhildur útskrifaðist frá
Hjúkrunarkvennaskóla Íslands
og hélt til Svíþjóðar til hjúkr-
unarstarfa og sérnáms í líf-
eindafræði (meinatækni) við
sjúkrahús í Gautaborg og
„Nú andar suðrið sæla vindum þýðum,
á sjónum allar bárur smáar rísa
“ kveður „listaskáldið góða“
(Jónas Hallgrímsson) fyrir hönd
allra Íslendinga sem flytjast utan
til dvalar. Ljóðmynd til umræðu
hjá okkur mömmu fyrir örfáum
dögum. Við rifjuðum upp sumar-
ferð innanlands að Skógafossi þar
sem við vöknuðum tvö ein undir
fossatónlist og fórum svo í sund
og morgunmat. Þá ræddum við
um ljúfar ferðir í Þjórsárdal og að
Botnsvatni við Húsavík, til
Grindavíkur – og til Þingvalla, áð-
ur en helgistaður Íslands var
eyðilagður. Við fórum snemma til
Spánar miðalda og Englands en
síðar um Þýskaland og Kaliforn-
íuríki. Haustferð til Parísar verð-
ur aldrei.
Móðir mín kom frá ljóð- og
bókelsku heimili, faðir hennar var
eitt af alþýðuskáldum Húsavíkur
og móðir hennar las glæpasögur
af ástríðu sem hún skilaði til dótt-
ur sinnar. Þegar ég var barn að
aldri var sjónvarpið lengi að koma
á heimilið þannig að á kvöldin lás-
um við saman eða hlustuðum á út-
varpsleikrit. Mamma las einkum
sakamálasögur en ég var meira í
lýrík og fagurbókmenntum – en
við skiptumst á bókum. Síðustu
árin höfum við svo einnig samein-
ast við sjónvarpsáhorf og þótti
okkur Morse-glæpaþættirnir
(með John Thaw) bestir.
Sárafátækt var æskustef í lífi
móður minnar. Fimm manna fjöl-
skylda í einu herbergi, án eldhúss
og salernis. Hrakningar kofa á
milli á fardögum ár hvert eða oft-
ar. Hreppaflutningar fjölskyldu
um jóladaga - næturflótti í ískulda
og snjó til næsta bæjar. „Þegar
pabbi fékk ekki uppskipunar-
vinnu vissum við að það yrðu
áfram bara kartöflur í matinn,“
sagði móðir mín stundum.
Húsavík í bitrum huga móður
minnar hafði þó æskuljóma því
auðvitað tók hún að sér forystu í
skátastarfi, stundaði útihandbolta
og spretthlaup. Kynntist góðu
fólki eins og hugsjónapresti og
konu hans.
Hún elskaði bæði ævistörf sín
og það var henni ætíð ánægju-
stund að fara á dag- eða næt-
urvakt. Móður minni var mjög
annt um samstarfsmenn sína og
fylgdist vel með þeirra högum alla
tíð, einkum með þeim lífeinda-
fræðingum sem hún fóstraði.
Það var móður minni mikið
áfall þegar ein af hennar bestu
vinkonum úr útskriftarholli
hjúkrunarfræði, Magdalena Búa-
dóttir, andaðist, alltof snemma.
Það hefur verið mömmu mikil lífs-
stoð að eiga Vígdögg Björgvins-
dóttur hollsystur sem ævibak-
hjarl.
Velska þjóðskáldið Dylan
Thomas orti lífsbaráttusálm
mannkyns: „Do not go gentle into
that good night. / Rage, rage aga-
inst the dying of the light.“ Það
varð mitt örlagahlutverk að berj-
ast fyrir lífi móður minnar með
mínum dvínandi líkamskröftum –
heyja lokabaráttu með henni
gegn hinu hnígandi leiftri. Ég
mun hvíla í móðurfaðmi, aftur,
eina ljúfa nótt.
Móðir mín var mikill Íslend-
ingur og lokaljóðlínur Gunnars-
hólma eftir „listaskáldið góða“ eru
lífsbrýning okkar. Hún var elsku-
leg móðir mín, minn besti vinur
og lífsstríðsfélagi. Mamma er mitt
bjarg, minn klettur og mitt fjall.
Hún er hetjan sem sneri aftur.
Halldór Eiríkur Sigur-
björnsson Jónhildarson.
Elskuleg móðursystir mín Jón-
hildur Halldórsdóttir eða Nóna
eins hún var kölluð er látin.
Margar minningar sækja á hug-
ann þegar horft er til baka um
hennar lífshlaup. Nóna frænka
var harðdugleg kona, hún fór ung
að heiman í hjúkrunarnám og síð-
an fór hún til Svíþjóðar að læra
lífeindafræði og eignaðist þar son
sinn Halldór. Hún var yfirmaður
á rannsóknardeild Borgarspítal-
ans frá stofnun hans og í 40 ár, en
þá lét hún af störfum vegna ald-
urs og fór þá að vinna sem hjúkr-
unarfræðingur á næturvöktum á
öldrunardeildum eða allt þar til
hún var 81 árs gömul.
Þær systur móðir mín og Nóna
báru alla tíð hag hvor annarrar
fyrir brjósti og voru í nánu sam-
bandi. Þegar við fórum suður
þegar ég var barn
héldum við til á Ásbrautinni
hjá þeim mæðginum Nónu og
Halldóri syni hennar, eins var
alltaf gaman þegar þau komu
norður á sumrin. Þegar ég var í
námi í Reykjavík fór ég alltaf til
Nónu einu sinni í viku og við
horfðum á Dallas saman.
Nóna frænka hefur alltaf verið
hluti af tilveru minni, hún var allt-
af góð við mig og mína og mikill
kærleikur á milli okkar.
Innilegar samúðarkveðjur
sendi ég frænda mínum Halldóri
sem sér nú á bak móður sinni.
Hafðu þökk fyrir allt, minning
þín lifir í hjörtum okkar, ég veit
að vel er tekið á móti þér af for-
eldrum þínum og systkinum.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt
lit og blöð niður lagði
líf mannlegt endar skjótt.
Ég lifi’ í Jesú nafni,
í Jesú nafni’ eg dey,
þó heilsa’ og líf mér hafni,
hræðist ég dauðann ei.
Dauði, ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristí krafti’ eg segi:
Kom þú sæll, þá þú vilt.
(Hallgrímur Pétursson)
Hinsta kveðja. Þín frænka,
Dóra Fjóla.
Látin er Jónhildur Halldórs-
dóttir, jafnaldra mín og vinkona
frá Húsavík. Eiginleg vinátta
tókst fyrst með okkur er við
hleyptum heimdraganum sama
haustið 1952, til Reykjavíkur á vit
skólagöngu og framtíðaráforma,
ég í kennslu en Nóna, eins og hún
var kölluð, stefndi á hjúkrunar-
nám. Við réðum okkur í vist með
náminu, hvor hjá sinni fjölskyldu,
til að sjá okkur farborða. Ég gift-
ist 1956 og eignaðist þrjú börn en
Nóna hélt ótrauð áfram að
mennta sig með margfaldri vinnu,
enda forkur duglegur bæði til
náms og starfs og aflaði sér rétt-
inda bæði á sviði lífeindafræði
sem og hjúkrunarfræði. Hún sótti
allan sinn starfsaldur fjölmargar
ráðstefnur og námskeið á sínu
sviði víða um heim. Hún eignaðist
margar góðar vinkonur á þessum
tíma en við héldum alltaf nánu
sambandi þessi ár. Síðan fór hún
svo til Svíþjóðar í enn frekara
nám, en eftir nokkur annasöm ár
við virtustu sjúkrahús bæði í
Gautaborg og Stokkhólmi sneri
hún heim auðug að reynslu og
starfshæfni og þar að auki með
gullfallegan ungan son sem upp-
fyllti draumana í lífi hennar. Þá
var ég líka orðin einstæð móðir,
svo leiðir okkar lágu ekki minna
saman en fyrr. Hæst ber ógleym-
anlegar minningar um jól okkar
og áramót saman með alla fjör-
ugu krakkana okkar. Sjálfsagi og
vinnuharka einkenndi vinkonu
mína en þeir sem þekktu hana
best vissu að undir niðri stóð á
stöðugum grunni órofa tryggð,
heiðarleiki og mikill manndómur.
Þótt innra samband tengdi okkur
fram á síðasta dag í formi jóla-
korta fann ég vel einlægnina og
hlýjuna sem fylgdi þeim fáu orð-
um. Nóna vann óralangan vinnu-
dag, stanslaust í yfir 60 ár sam-
fellt frá námslokum hennar til
eftirlaunaaldurs sem yfirlífeinda-
fræðingur á LSH en eftir það sem
hjúkrunarfræðingur á næturvökt-
Jónhildur
Halldórsdóttir
um. Hún gat samt verið syni sín-
um sá bakhjarl sem hann þurfti
og líf hennar snerist allt um hann.
Árið 2015 datt hún og brotnaði
illa á mjöðm og gekk síðan við
hækjur. Af sjálfu leiddi að hún
hætti þá að vinna en var andlega
sem ung manneskja. Sonur henn-
ar, Halldór Eiríkur, sem var
löngu orðinn lögfræðingur, bjó
með henni og sá um hana síðustu
árin. Að morgni 9. maí síðastliðins
er hún var að setjast að morg-
unkaffi með syni sínum fann hún
fyrir mikilli andnauð og hjarta-
verk og hneig niður. Sonur henn-
ar gerði fyrir hana allt sem hann
gat en það dugði ekki. En hún
fékk þá ósk sína uppfyllta að fá að
deyja heima og í faðmi sonar síns.
Vinátta er eins og tré í skógi.
Það ber sín blöð og blóm en þegar
þau falla þarf ekkert að óttast,
ræturnar halda sterku taki og allt
ilmar á ný.
Kæra þökk fyrir ævilanga vin-
áttu Jónhildar Halldórsdóttur.
Herdís Egilsdóttir.
Jónhildur Halldórsdóttir var
einn af brautryðjendum í klínísk-
um rannsóknum á Íslandi. Hún
var menntaður hjúkrunarfræð-
ingur sem á sjötta áratugnum
sneri sér að klínískum rannsókn-
um með því að fara í framhalds-
nám til Svíþjóðar. Að loknu námi
starfaði hún fyrst á Heilsuvernd-
arstöðinni og síðan í áratugi á
rannsóknardeild Borgarspítalans.
Með Eggerti Ó Jóhannssyni
lækni leiddi hún rannsóknastarf-
semina, en á þessum árum urðu
gífurlegar breytingar hvað varðar
aðferðafræði rannsókna og tölvu-
tækni. Fjöldi rannsókna jókst
mjög hratt og afkastamikil mæli-
tæki voru tekin í notkun. Á árinu
1968 var starfsemin tölvuvædd,
en rannsóknardeild Borgarspítal-
ans var ein fyrsta deildin í Evr-
ópu til að taka upp þá nýju tækni.
Fyrst í stað var notast við gata-
spjöld, en árið 1974 var tekin upp
tölvufjarvinnsla og var það senni-
lega fyrsti vísirinn að interneti á
Íslandi.
Jónhildur var afar vinnusöm og
ósérhlífin, gekk í öll verk og klár-
aði þau. Hún skipulagði daglega
starfsemi deildarinnar af mikilli
samviskusemi og stuðlaði að ög-
uðum vinnubrögðum starfsfólks,
en slíkt er forsenda allra gæða og
áreiðanleika rannsóknaniður-
staða. Einnig lagði hún ætíð mikla
áherslu á að koma bráðum rann-
sóknum hratt til skila. Hún stóð
vaktir á við aðra lífeindafræðinga
deildarinnar, en auk þess tók hún
vaktir sem hjúkrunarfræðingur á
hjúkrunarheimilum. Henni var
umhugað um hag allra samstarfs-
manna sinna og sérstaklega
þeirra sem stóðu höllum fæti.
Jónhildur ræddi sjaldan sína per-
sónulegu hagi, vinnan virtist alltaf
ganga fyrir. Vináttu hennar og
trúnað var dýrmætt að eiga.
Um og eftir aldamótin voru op-
inberar rannsóknastofur á höfuð-
borgarsvæðinu sameinaðar þrep
fyrir þrep, en við slíkar samein-
ingar koma iðulega upp erfið
álitamál um hvernig starfseminni
skuli háttað. Jónhildur átti mik-
ilvægan þátt í að leysa mörg
þeirra mála. Hún var heiðruð fyr-
ir vel unnin störf á ársfundi Land-
spítala árið 2001. Starfslok Jón-
hildar voru 2004, en andi hennar
og dugnaður mótar enn starfsemi
rannsóknakjarna Landspítala.
Ísleifur Ólafsson.
Okkur langar að minnast sam-
starfskonu til margra ára, Jón-
hildar Halldórsdóttur.
Hún var yfirlífeindafræðingur,
síðar forstöðulífeindafræðingur, á
rannsóknastofu Borgarspítala,
síðar Landspítala Fossvogi.
Jónhildur fór ung til náms í
Hjúkrunarskóla Íslands og hélt
að því loknu til Svíþjóðar og nam
þar lífeindafræði. Árið 1963 hóf
hún störf á rannsóknastofu Borg-
arspítalans sem þá var í Heilsu-
verndarstöðinni við Barónsstíg.
Árið 1967, þegar spítalinn flutti í
nýja byggingu í Fossvogi, fékk
rannsóknastofan mun rýmra hús-
næði en hún hafði haft áður. Það
kom í hlut Jónhildar sem yfirlíf-
eindafræðings ásamt Eggerti Ó.
Jóhannssyni yfirlækni að vinna að
skipulagningu og tækjavæðingu
rannsóknastofunnar. Þess má
geta að rannsóknastofan á Borg-
arspítalanum var sú fyrsta til að
hagnýta tölvur við upplýsinga-
vinnslu árið 1966. Í kringum
þessa vinnu varð til fyrsti vísir að
tölvudeild spítalans.
Á svipuðum tíma hófst kennsla
í lífeindafræði við Tækniskóla Ís-
lands og fór verkleg kennsla fram
á rannsóknastofum spítalanna.
Jónhildur skipulagði þessa
kennslu alfarið fyrstu árin sam-
hliða stjórnunarstörfum. Stór
hluti þessara nema varð síðan
starfsmenn deildarinnar, sem jók
stöðugt starfsemi sína.
Jónhildi einkenndi heiðarleiki,
samviskusemi, faglegur metnaður
og vinnusemi. Hjá henni var sjúk-
lingurinn ávallt í forgangi. Þessir
eiginleikar Jónhildar mótuðu
starfsemina á rannsókn og starfs-
andann. Jónhildur var raungóð og
ef eitthvað bjátaði á var gott að
leita til hennar og gerði hún það
sem hún gat til að leysa úr málum
og veita stuðning.
Við þökkum Jónhildi samfylgd-
ina og sendum Halldóri syni
hennar samúðarkveðjur.
Una, Guðrún Þórunn og
Sigrún Hjördís.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 2020
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELSA P. NÍELSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk mánu-
daginn 18. apríl.
Útför hennar fer fram frá Grensáskirkju
þriðjudaginn 26. maí klukkan 15.
Ólöf Dóra Hermannsdóttir
Ragnhildur Hermannsdóttir Hjörtur Pálsson
Erlendur Níels Hermannsson Anna María Grétarsdóttir
Jóhann Gísli Hermannsson Natalija Virsiliene
Erla Ósk Hermannsdóttir Gunnar S. Gottskálksson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri
SALBERG JÓHANNSSON
lést á heimili sínu í Seattle í Bandaríkjunum
laugardaginn 9. maí eftir langvarandi
veikindi.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey en
minningarathöfn verður haldin hér heima
þegar aðstæður leyfa.
Melanie Jóhannsson
Guðmundur Hermann Salbergsson
Vildís Inga Salbergsdóttir
Jóhann Jökull Salbergsson
Unnur Eva Ernudóttir
Elísabet Sól Guðmundsdóttir
Jóhann G. Hálfdanarson, Vilhelmína Þ. Salbergsdóttir
Þorgeir Jóhannsson
Okkar ástkæri
KRISTMUNDUR INGIMARSSON
bifreiðastjóri
lést á Karolínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð
fimmtudaginn 7. maí eftir langvarandi
veikindi.
Útförin verður auglýst síðar.
Ásta Valsdóttir
Helga Jóna Kristmundsd. Bjarni H. Halldórsson
Valur Freyr Ástuson
Karl Ingimar Vilhjálmsson Guðrún Kristmundsdóttir
Elísabet Ingimarsdóttir Björgólfur Hávarðsson
Vilhjálmur Ingimarsson Erla Ösp Ingvarsdóttir
Kamilla Ásta Valsdóttir
og fjölskyldur
Elsku eiginkona mín, móðir, systir og
tengdadóttir,
GRÉTA GARÐARSDÓTTIR
flugfreyja,
Hólmaþingi 14,
lést á líknardeild LSH miðvikudaginn
13. maí. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn
25. maí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Streymt verður frá útförinni á facebooksíðu hinnar látnu,
https://www.facebook.com/profile.php?id=100001228429922
Torfi Sigurjónsson
Nína Dröfn Eggertsdóttir
Sigurjón Torfason
Sólrún Garðarsdóttir Reynir Sigurðsson
Erlingur Garðarsson Anna Valdís Jónsdóttir
Gerður Garðarsdóttir Helgi Sigurgeirsson
Ragna Rut Garðarsdóttir Friðgeir Haraldsson
Vilborg Þórðardóttir