Morgunblaðið - 19.05.2020, Page 22

Morgunblaðið - 19.05.2020, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 2020 Raðauglýsingar Tilkynningar Stjórnarráð Íslands Dómsmálaráðuneytið Framboð til forsetakjörs Samkvæmt 4. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945, skal skila framboðum til forsetakjörs sem fram á að fara 27. júní 2020 í hendur dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en kl. 24.00 föstudaginn 22. maí 2020. Framboði skal fylgja samþykki forsetaefnis, nægileg tala meðmælenda, sbr. auglýsingu forsætisráðuneytisins frá 20. mars 2020, svo og vottorð yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningarbærir. Dómsmálaráðuneytinu 19. maí 2020 Félagsstarf eldri borgara Árskógar Smíði, útskurður, tálgun, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16. Leiðbeinandi úthlutar tíma en aðeins 6 geta verið í einu. Hafið samband í síma 411-2600. Spritta sig þegar komið er inn og þegar farið er út. Korpúlfar Opið í Borgum kl. 8 til 15.30 og kaffi á könnunni. Virðum 20 manna regluna og 2 metra. Förum rólega af stað og munum kynna fljótlega sumarstarfið. Gönguhópar leggja af stað frá Borgum og Grafarvogskirkju kl. 10 mánudaga. En miðvikudaga og föstudaga kl. 10 frá Borgum, boðið verður upp á nýjar gönguleiðir í sumar. Spritta þarf hendur þegar komið er inn og út í Borgir. Allir velkomnir. Seltjarnarnes Ath. búið er að opna sundstaðina en óvíst er hvenær vatnsleikfimin fer af stað. Kaffispjall í króknum á Skólabraut kl. 10.30 eingöngu fyrir íbúa hússins. Kl. 11 í dag verður farið í létta göngu frá Skólabraut. Allir velkomnir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Bílar Suzuki Grand Vitara – Gull moli. 5/2011 ek. 144 þ. Km. 2 eigendur – Ný skoðaður. Nýtt í bremsum – ný dekk. Mjög vel umgenginn. Verð aðeins 890.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. með morgun- nu FINNA.is ✝ AðalheiðurÁsgerður Davíðsdóttir (Dídí) fæddist 7. ágúst 1935 að Saurum í Skaga- hreppi rétt norð- an við Kálfsham- arsvík. Hún lést Landspítalanum við Hringbraut 21. apríl 2020. Foreldrar henn- ar voru Anna Gísladóttir, f. 7. ágúst 1911, frá Saurum og Davíð Sigtryggsson, f. 14. ágúst 1903, frá Syðri-Bakka í Hörgárbyggð við Eyjafjörð. Aðalheiður átti 4 systkini, Jó- hönnu, f. 1934, Gunnar, f. 1938, sem er látinn, Reyni, f. 1940, og Jónínu, f. 1943. Fljótlega fluttist fjölskyldan að Neðri-Harrastöðum fyrir norðan Skagaströnd og varð það æskuheimili Aðalheiðar. Aðalheiður giftist þann 4. maí 1962 Ingibjarti Bjarnasyni, f. 1921, d. 1981, sem þá var bú- stjóri skólabúsins á Hlíðar- dalsskóla. Saman eignast þau tvo syni. Davíð Jón, f. 1. sept- ember 1962, kvæntur Stellu Leifsdóttur, börn þeirra eru Emil Richter, sem er látinn. Þau eignuðust drengina Ingi- bjart Geir, Guðna Heiðar, sem er látinn, Hjalta Rúnar og Gunnar Örn og 6 barnabörn. Sæmundur Bjarni, f. 23. desember 1948, sambýliskona hans er Jónína Sigurjóns- dóttir en áður var hann kvæntur Valgerði Baldurs- dóttur en þau skildu. Börn þeirra eru Finnur Geir, Bald- ur Ingi og Guðrún Ósk. Barnabörnin eru 6 og eitt fósturbarn. Eyrún, fædd 8. október 1952, gift Heimi Kon- ráðssyni, börn þeirra Hrafn- hildur Linda, Laufey og Hlyn- ur, barnabörnin eru 8. Jómundur Rúnar, f. 16. ágúst 1954. Hann var kvæntur Ragnhildi Pálsdóttur en hún er látin. Seinni kona Rúnars er Ragnheiður Hjörleifsdóttir. Börn Rúnars eru stjúpdóttirin Sigríður, og þá Páll, Ólöf, Anna Vigdís og Ingibjörg. Barnabörnin eru 6. Eftir að hafa búið á Hlíð- ardalsskóla í nokkur ár fluttu Aðalheiður og Ingibjartur með barnahópinn til Hvera- gerðis. Þar vann Aðalheiður lengst af í þvottahúsi HNLFÍ. Eftir að Aðalheiður komst á eftirlaun fluttist hún á Selfoss og bjó þar til ársins 2019. Síð- asta árið var Aðalheiður bú- sett á Ási í Hveragerði. Útförin fór fram 4. maí 2020 í kyrrþey. Aðalheiður, sem eignaðist soninn Aron Hlyn sem er nú látinn, og Berglind Rós, maki hennar Arn- ar Oddfríðarson, þau eiga börnin Hörð Inga, Stellu Rós og Þórdísi Lilju, og Ingi- bjartur Bjarni, maki hans Ólína Jónsdóttir Lyngmó, þau eiga Kristínu og Davíð Jón. Sverr- ir Geir, f. 3. mars 1965, kvæntur Dröfn Guðbjörns- dóttur, dætur þeirra eru Anna Hlín, maki hennar er Elvar Leónardsson, þau eiga soninn Frey, og Íris, sem er barnlaus en á kærastann Hjalta Kristinsson. Ingibjart- ur átti fyrir fimm börn sem misst höfðu móður sína og varð Aðalheiður fóstra þeirra og stjúpmóðir. Þetta eru Sig- rún, f. 2. október 1945, gift Birni Þórissyni, þau eiga dæt- urnar Ellu Björk, Huldu Geir- finnu, Hörpu og Þórunni Ösp og 13 barnabörn og eitt töku- barn. Halldóra, f. 3. janúar 1948, eiginmaður hennar var Á meðan fuglarnir sungu daginn inn dróst þú andann í hinsta sinn. Og sólargeislar læddust inn til að strjúka mjúkan vanga þinn. Við eftir sitjum með sorg í hjarta en minning lifir um daga bjarta. Þú heldur áfram á annan stað og vakir yfir okkur unz við hittumst þar. (Helena Ósk Ívarsdóttir) Nú hefur elsku Dídí okkar lokið lífsgöngu sinni hér á jörðu Eftir stutta en snarpa sjúkrahúslegu lagði hún aftur augun í hinsta sinn. Sorg mín er mikil er ég hugsa um öll ár- in okkar saman. Þegar ég var fimm ára kom Dídí inn í líf mitt og gekk mér í móðurstað. Ég þekkti ekki aðra mömmu en hana. Hún var aðeins 22 ára þegar hún kom til okkar til að aðstoða föður okkar við heimilishaldið. Hann hafði misst konu sína frá fimm ung- um börnum á aldrinum þriggja, fimm, átta, níu og tólf ára. Það er Dídí að þakka að það tókst að halda hópnum saman og erum við henni eilíf- lega þakklát fyrir það. Faðir minn og Dídí gengu fimm ár- um síðar í hjónaband og við eignuðumst tvo yndislega yngri bræður. Allt sem ég kann til hús- verka kenndi Dídí mér. Hún var með eindæmum þrifin og eldaði góðan mat, oft úr litlu sem engu, en allir gengu sadd- ir frá borði. Hún reyndist börnum mínum og barnabörn- um ákaflega vel. Fylgdist vel með þeim í starfi og leik. Dídí var ákaflega trúuð kona og bað fyrir okkur öllum og fól okkur góðum Guði. Þessi litla ljúfa kona áork- aði miklu í sínu lífi og var þrautseig og þolgóð. Eftir lát pabba 46 ára að aldri ól hún ein upp yngstu bræður mína, sem þá voru 16 og 19 ára, af miklu harðfylgi og dugnaði. Hún vann á Heilsuhæli NLFÍ þar til hún lauk störfum 67 ára. Þá seldi hún húsið í Hveragerði sem þau pabbi höfðu byggt og flutti á Sel- foss. Þar undi hún sér vel. Sverrir Geir var fluttur á Sel- foss með sína fjölskyldu og henni fannst gott að vera til staðar fyrir þau. Í ágúst 2019 flutti Dídí á Ás í Hveragerði. Þetta voru henni þung spor að vera upp á aðra komin en heilsan leyfði ekki annað. „Ég geri þetta bara fyrir strákana mína svo þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur,“ sagði hún. Hún saknaði vina sinna í dagdvölinni á Selfossi og starfsfólksins þar, sem reyndist henni svo vel. Svo tók hún gleði sína þegar Sverrir kom með kaffivélina til hennar og hún gat boðið öllum kaffi. Gestrisni var stór þáttur í hennar lífi. Enginn fór svang- ur frá henni. Henni líkaði vel við konurnar sem bjuggu með henni í húsinu og var það gagnkvæmt. Hennar er sárt saknað. Samkomubannið reyndist henni erfitt. Þegar ég kom og guðaði á glugga eða bankaði á dyrnar og skildi eitthvað eftir við dyrnar spurði ég hana hvort hana vantaði ekki eitt- hvað. Hún svaraði: „Ég hef allt til alls, mig vantar bara að faðma þig, Eyja mín.“ Svo skildi hún ekki af hverju ég vildi ekki koma inn í kaffi. Við hlökkuðum báðar mikið til 4. maí; brúðkaupsdags hennar og pabba, þá ætluðum við að fá okkur kaffi saman. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Eyrún Ingibjartsdóttir. Aðalheiður Ásgerð- ur Davíðsdóttir Kær frænka og vinkona er fallin frá. Inga Bogga eða Bogga, eins og við vinir og ætt- ingjar hennar kölluðum hana alltaf, var einstakur húmoristi, vel hagmælt, sérlega skemmti- leg og hafði góða nærveru. Okk- ar kynni byrjuðu á barnaskóla- aldri, en þó aðallega eftir unglingsárin. Við unnum saman í Kaupfélaginu á Kópaskeri ásamt öðru góðu fólki, m.a. Loga Helgasyni, vini okkar, sem nýlega er fallinn frá. Bless- uð sé minning hans. Veturinn 1966-67 er sérlega minnisstæð- ur. Útskálasystur, Bogga og Helga, Hvolssystur, Halla og Rannveig, og ég vorum þá að vinna okkur inn pening fyrir sumarskóla í Hastings á Eng- landi. „Margt var nú brallað þá,“ eins og Bogga sagði oft þegar við vorum að rifja eitt- hvað upp frá því í „gamla daga“. Við vorum með saumaklúbb sem var ýmist í Útskálum, á Hvoli eða í Skólanum. Þá las Bogga oft upp kafla úr völdum bókum fyrir okkur með slíkum tilþrifum að við hinar ætluðum að kafna úr hlátri. Vorið 6́7 fór- um við svo til Hastings til þess Inga Björg Ragnarsdóttir ✝ Inga Björgfæddist 16. nóvember 1944. Hún lést 2. maí 2020. Útför hennar hefur farið fram. að læra ensku í þrjá mánuði. Ég var svo heppin að vera með Boggu á herbergi í skólan- um. Þetta var skemmtilegur tími. Um haustið fóru Helga, Bogga og Hvolssystur suður til Reykjavíkur í atvinnuleit. Bogga fékk vinnu á Mat- stofu Austurbæjar. Ég heim- sótti þær í leiguíbúð þeirra í Hraunbæ og man eftir Boggu þar, hlustandi á Trini Lopes syngja „If I had a hammer“ á meðan hún ruggaði sér af mikl- um krafti í forláta ruggustól sem hún átti. Á árunum 1971-72 var ég í leiguíbúð á Laugarnes- vegi með þeim systkinum Boggu, Helgu og Árna Páli. Svo, eins og gengur, fór fólk að festa ráð sitt og eignast börn og bú. Bogga kynntist eftirlifandi manni sínum Sigmari og flutti til hans á Sauðhúsvöll, þar sem þau bjuggu æ síðan. Þau eign- uðust fjögur börn, Einar, Rún- ar, Unni og Sigurrós. Fleiri góðir Norður-Þingeyingar voru fluttir á mölina á þessum tíma og mynduðum við nokkur vina- hóp sem fór að hittast reglulega og halda þorrablót og sumar- mót. Í þessum hópi voru sex hjón: Inga Bogga og Sigmar, Helga og Gísli, Logi og Dagný, Olla og Leif, Maríus og Ásdís og við hjónin, Hulda og Þröstur. Þetta var „Litla Þingeyinga- félagið“. Þorrablótin voru haldin á heimilum okkar til skiptis og sumarmótin voru víða haldin og nokkrum sinnum á Sauðhús- velli. Þetta voru skemmtilegar ferðir og margt skoðað. Haldin var fundargerðabók og þurftu þeir sem sáu um hvert mót að skrá í hana hvernig mótið fór fram. Helst þurfti líka að hnoða saman vísu og setja í bókina. Það kom fljótt í ljós að Bogga hafði yfirburðahæfileika á því sviði. Eitt sumarmót sem hald- ið var á Sauðhúsvelli er mjög minnisstætt. Þá fengum við að tjalda í túnjaðrinum á sléttum bala. Um kvöldið fór að rigna og undir morgun var allt komið á flot í tjöldunum. Fyrir utan voru diskar, grill og dót á floti um allt. Þá var gott að komast í húsaskjól hjá þeim hjónum Boggu og Sigmari og fá heitan kaffisopa. Þangað var ætíð gott að koma. Ég minnist frænku minnar með söknuði og hlýju. Innilegar samúðarkveðjur til Sigmars, Einars, Rúnars, Unn- ar, Sigurrósar og annarra að- standenda Ingu Boggu. Hulda Brynjúlfsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.