Morgunblaðið - 19.05.2020, Page 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 2020
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
COMPONIBILI
Hirslur 3ja hæða – fleiri litir
Verð frá 18.900,-
BATTERY
Borðlampi – fleiri litir
Verð frá 21.900,-
LOUIS GHOST
Stóll – fleiri litir
Verð 39.900,- stk.
CINDY
Borðlampi – fleiri litir
Verð 32.900,-
STONE STOOL
Kollur – fleiri litir
Verð 28.900,- stk.
TAKE Borðlampi
fleiri litir
Verð 12.900,-
Glæsileg gjafavara frá
PLANET CRYSTAL
Borðlampi – fleiri litir
Verð 54.900,-
BOURGIE
Borðlampi – fleiri litir
Verð frá 39.900,-
KABUKI
Borðlampi – fleiri litir
Verð 52.900,-
50 ára Valur ólst upp á
Ytri-Bakka í Hörgár-
sveit en býr á Akureyri.
Hann er rafmagns-
hönnuður og bygginga-
fræðingur að mennt
frá HR og vinnur við
rafmagnshönnun og
lýsingahönnun hjá tæknideild Ljós-
gjafans.
Maki: Vilborg Mar, f. 1967, bókari hjá
Þórði Stefánssyni bókhaldsstofu.
Börn: Vaka Mar Valsdóttir, f. 1994, og
Vikar Mar Valsson, f. 1999. Barnabarn er
Hvannar Elí Mar Hjartarson, f. 2019.
Foreldrar: Benedikt Alexandersson, f.
1931, búsettur á Akureyri, og Bára
Magnúsdóttir, f. 1937, d. 1995. Þau voru
bændur á Ytri-Bakka.
Magnús Valur
Benediktsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Hlutir sem hafa legið lengi í þagn-
argildi koma nú upp á yfirborðið. Reyndu að
draga réttar ályktanir og þá ertu á grænni
grein.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú átt að geta komið þínum málum
fram með lagni. Leggðu þig fram um að
vera góður vinur. Þér finnst viss manneskja
eitthvað fjarlæg.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu þér ekki bregða þótt aðrir
kunni ekki að meta frumleika þinn og nýj-
ungagirni. Opnaðu hjarta þitt fyrir ástinni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú færð endalaust nýjar hug-
myndir, svo margar að þú verður að reyna
að setja þér mörk. Einhver vandræði munu
koma upp sem tengjast húsnæði þínu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú þarfnast hvíldar um þessar mundir,
á því leikur enginn vafi. Reyndu að vinna
þér í haginn.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú átt það til að rukka of lítið fyrir
þjónustu þína, eða vinna fyrir ekkert til að
reyna að festa stöðu þína. Ekki hafa áhyggj-
ur þótt ekki gangi allt upp í fyrstu atrennu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Reyndu að umbera vissan aðila þótt
það geti verið þreytandi á stundum. Leggðu
þitt af mörkum til að bæta umhverfi þitt.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Veltu því fyrir þér hverju þarf
að breyta og hvað þarfnast endurbóta.
Áhyggjur bæta ekkert, reyndu að ýta þeim
frá þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú getur ekki lokað augunum
fyrir því að margt af því sem þú segir mis-
skilst af því að þú talar hvorki skýrt né skor-
inort. Þig langar að geta um frjálst höfuð
strokið.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú finnur löngun hjá þér til að
gera eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri
til þess fyrr en þú heldur. Minnstu allra
góðu stundanna sem þú hefur átt með
makanum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þetta er ekki hentugur dagur til
að ganga frá skiptingu eigna. Taktu þig nú á
og gerðu að reglu að svara þeim símtölum
og tölvupósti sem þér berst strax.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú verður beðinn að taka á þig
aukna ábyrgð og leiða hópinn. Láttu ekkert
hindra þig í að ná takmarki þínu.
IEEE (Institute of Electrical and
Electronics Engineers) 2004, heiðurs-
félagi í SPIE (International Society
for Photonics and Optices) 2013, kjör-
inn meðlimur Academiae Europea
2019 og hlaut árið 2000 „Third Mil-
lennium Medal“ hjá IEEE. Jón Atli
hefur verið virkur í ritstjórnum vís-
indatímarita og var t.d. aðalritstjóri
IEEE Transactions on Geoscience
and Remote Sensing 2003-2008.
Jón Atli er mikill áhugamaður um
tónlist og hefur safnað plötum frá því
hann var 12 ára. „Ég hlusta aðallega á
rokk, blús, djass og sálartónlist. Meðal
uppáhaldstónlistarmanna má nefna
Mark E. Smith og The Fall ásamt Bob
Dylan, The Clash, Neil Young, Joni
Mitchell og Frank Zappa. Við Stefanía
árið 2002 ásamt Einari Stefánssyni
prófessor og fleirum. Hann var fyrsti
stjórnarformaður orkufyrirtækisins
Metans hf. 1999-2004. Hann hefur ver-
ið mjög virkur í alþjóðastarfi og kennt
víða um lönd. Hann hefur leiðbeint
meistara- og doktorsnemum við fjölda
háskóla ásamt því að vera andmælandi
víða og sitja í mörgum doktors-
nefndum. Hann var gistiprófessor við
Háskólann í Trento á Ítalíu 2002-2015
og gistiprófessor við Kingston-háskóla
á Englandi 2000-2003. Jón Atli kenndi
við Jilin-háskóla Í Changchun í Kína
árið 2007.
Jón Atli hefur hlotið fjölda viður-
kenninga fyrir rannsóknir sínar,
þ. á m. hvatningarverðlaun Rannsókn-
arráðs Íslands 1997, er heiðursfélagi í
J
ón Atli Benediktsson er
fæddur 19. maí 1960 í
Reykjavík og bjó fyrstu 6
árin í vesturbæ Reykjavík-
ur við Ránargötu, í húsi sem
afi hans byggði, og síðan í Vatnsholti
við Sjómannaskólann. „Við Stefanía
hófum sambúð okkar 1982 í húsinu
sem ég bjó í við Ránargötuna,“ segir
Jón Atli.
Jón Atli gekk í Ísaksskóla, Æfinga-
og tilraunaskóla Kennaraskóla Ís-
lands, Hlíðarskóla, Vörðuskóla og varð
stúdent frá MR 1980. Hann tók virkan
þátt í starfi MR, var forseti Vísinda-
félags Framtíðarinnar 1978-1979 og
var í ræðuliði skólans. Hann lauk loka-
prófi frá Háskóla Íslands 1984 í raf-
magnsverkfræði og sat í Stúdentaráði
HÍ 1981-1983. Jón Atli og Stefanía
héldu til náms við Purdue-háskóla í
Indíana, Bandaríkjunum, 1985 og lauk
Jón Atli meistaraprófi 1987 og dokt-
orsprófi 1990. Hann hlaut þar viður-
kenningu fyrir að vera framúrskar-
andi framhaldsnemi í fjarkönnun.
Jón Atli var í Barnamúsíkskólanum
1969-1972 og stundaði síðan nám í gít-
arleik hjá Símoni H. Ívarssyni í Tón-
skóla Sigursveins um nokkurra ára
skeið. „Ég söng í nokkrum kórum og
tók m.a. þátt í flutningi Nóaflóðsins
undir stjórn Garðars Cortes á Lista-
hátíð 1972 sem altflautuleikari.“
Sumrin 1974-1980 starfaði Jón Atli í
málningarvöruversluninni Litaveri.
Hann var eitt sumar háseti á flutn-
ingaskipinu Svaninum frá Grundar-
firði. Hann var starfsmaður Verk-
fræðistofnunar HÍ og stundakennari
1984-85. Jón Atli hefur starfað við HÍ
samfellt frá 1991, fyrst sem lektor en
hefur verið prófessor í rafmagns- og
tölvuverkfræði frá 1996. Hann var
kjörinn rektor HÍ til fimm ára árið
2015 og hefur verið endurskipaður í
embættið til næstu fimm ára.
Jón Atli er meðal áhrifamestu vís-
indamanna í heimi samkvæmt lista
Publons. Hann hefur birt yfir 400 vís-
indagreinar á sviði fjarkönnunar,
myndgreiningar, mynsturgreiningar,
vélræns náms, gagnabræðslu, grein-
ingar lífeðlisfræðilegra merkja og
merkjafræði. Jón Atli hefur einnig
verið virkur í nýsköpun og stofnaði
m.a. nýsköpunarfyrirtækið Oxymap
sóttum fjölmarga tónleika í Bandaríkj-
unum þegar við vorum þar við nám.
Meðal eftirminnilegra tónleika hér
heima eru Stranglers 1978, og The
Fall 1981, 1983 og 2004. Ég tók ásamt
Kolbeini Árnasyni viðtal við Frank
Zappa sem flutt var á Rás 2 árið 1992,
en það var hluti af 6 klukkustunda
langri þáttaröð okkar um Zappa.“
Jón Atli er ennfremur mikill áhuga-
maður um íþróttir. „Ég er tryggur
stuðningsmaður Manchester City í
ensku úrvalsdeildinni, en við synirnir
höfum gríðarlega gaman af að fylgjast
með liðinu, helst í hverjum einasta leik.
Fjölskyldan hefur nokkrum sinnum
séð Manchester City spila á heimavelli
og einnig í Bandaríkjunum. Ég hef
verið stuðningsmaður Fram frá barns-
aldri, en ég æfði knattspyrnu með lið-
inu 1969-1974. Fjölskyldan er mjög
samrýnd og hefur gaman af að
ferðast.“
Fjölskylda
Eiginkona Jóns Atla er Stefanía
Óskarsdóttir, f. 7.8. 1962, dósent við
Stjórnmálafræðideild HÍ. Þau eru bú-
sett í Reykjavík. Foreldrar Stefaníu
voru hjónin Guðlaug Þorleifsdóttir, f.
17.4. 1935, d. 24.6. 2013, starfsmaður
Orkuveitu Reykjavíkur, og Óskar V.
Friðriksson, f. 14.8. 1931, d. 21.8. 2008,
fulltrúi. Þau bjuggu í Reykjavík.
Börn Jóns Atla og Stefaníu eru 1)
Benedikt Atli Jónsson, f. 19.12. 1991,
rafmagns- og tölvuverkfræðingur hjá
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands – 60 ára
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Fjölskyldan Brautskráning eldri sonarins í meistaranámi í rafmagns- og
tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2018. Frá vinstri: Jón Atli, Friðrik,
Katrín, móðir Jóns Atla, Benedikt Atli og Stefanía.
Meðal áhrifamestu vísindamanna
Feðgarnir Á góðri stund í San Francisco á síðasta ári.
Hjónin Stefanía og Jón Atli í heim-
sókn hjá gamla háskólanum sínum.
40 ára Halla er Reyk-
víkingur, ólst upp á
Teigunum en býr í El-
liðaárdalnum. Hún er
grafískur hönnuður að
mennt frá Listahá-
skóla Íslands og Lo-
renzo dé Medici í Flór-
ens. Halla er grafískur hönnuður hjá
Forlaginu.
Maki. Jón Hjörtur Þrastarson, f. 1977,
umsjónarmaður fasteigna hjá MR.
Börn: Þröstur Þór Jónsson, f. 2009, og
Margrét Anna Jónsdóttir, f. 2013.
Foreldrar: Margrét Arnljótsdóttir, f.
1954, sálfræðingur, og Anni Guðný
Haugen, f. 1950, fyrrverandi kennari við
Háskóla Íslands. Þær eru búsettar í
Elliðaárdalnum.
Halla Sigríður Mar-
grétardóttir Haugen
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is