Morgunblaðið - 19.05.2020, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 2020
Eins og flestir aðrir sem eru
miklir áhugamenn um fótbolta
fagnaði ég þegar þýski boltinn
fór að rúlla aftur um helgina. Var
ég límdur við sjónvarpsskjáinn
og himinlifandi yfir því að geta
horft á fótbolta í beinni útsend-
ingu á nýjan leik.
Leikmenn voru ryðgaðir,
stemningin eins og á Lengju-
bikarsleik í Egilshöllinni og allt
frekar einkennilegt, en mikið var
þetta æðislegt. Ég hef í rauninni
ekki mikið fylgst með Bundeslig-
unni síðustu ár. Ég fylgdist síð-
ast vel með þegar Ríkissjón-
varpið var með þýska boltann í
beinni og Lárus Guðmundsson
stýrði skútunni þar á bæ.
Leikmenn eins og Oliver
Kahn, Stefan Effenberg, Carsten
Jancker og Giovane Élber voru
aðalmennirnir hjá stórliðinu Bay-
ern München á þeim tíma og tíu
ára gamall ég dáðist að þeim.
Síðan ekki söguna meir. Enski
boltinn tók yfir, þangað til núna
um helgina.
Fyrst horfði ég á Borussia
Dortmund fara illa með Schalke.
Ég vissi það svo sem fyrir leik að
Dortmund væri afar skemmtilegt
lið og ekki varð ég fyrir von-
brigðum. Fyrstu tíu mínúturnar
voru svolítið eins og á æfingu,
leikmenn ryðgaðir og lítið um
gæði, en eftir því sem leið á leik-
inn komust leikmenn Dortmund
betur inn í hlutina og unnu að
lokum 4:0. Leiftrandi sóknarbolti
réði ríkjum og norska undra-
barnið Erling Braut í stuði.
Seinna þann dag sá ég Bor-
ussia Mönchengladbach vinna
sannfærandi sigur á Frankfurt,
3:1. Sá leikur var ekki síður
skemmtilegur og sóknarboltinn
hjá Gladbach er spennandi. Ég
hlakka til að fylgjast meira með
þýska boltanum næstu vikur,
jafnvel eftir að enski boltinn snýr
aftur.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
ENGLAND
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þó að Englendingar hafi í gær tekið
fyrsta skrefið í átt að því að halda
áfram keppni í ensku úrvalsdeildinni
í knattspyrnu, með því að leyfa æf-
ingar með fjarlægðartakmörkunum
frá og með deginum í dag, virðist
enn vera óvíst hvort hægt verður að
hefja leik að nýju föstudaginn 12.
júní eins og stefnt hefur verið að.
Félögin komust í gær að
sameiginlegri niðurstöðu um að taka
þetta fyrsta skref. Nú mega leik-
menn æfa í litlum hópum, fjórir til
fimm leikmenn í einu á vellinum.
Leikmenn mæta í æfingafötum á
æfingarnar og verða að halda
tveggja metra fjarlægð á milli sín.
Allt umhverfið er gert eins öruggt
og mögulegt er, hópar innan liðanna
æfa á misjöfnum tímum, allur bún-
aður er sótthreinsaður eftir að hver
hópur hefur lokið æfingu, og á bíla-
stæðum leikmanna verða þrjú auð
stæði á milli bifreiða þeirra. Leik-
menn verða skimaðir fyrir veirunni
tvisvar í viku og eru hitamældir dag-
lega ásamt því að þurfa að svara
heilsufarslegum spurningum. Þá
fær aðeins takmarkaður hluti starfs-
fólks félaganna að mæta á æf-
ingasvæðið.
Næsta skref mun erfiðara
Ljóst er að margir leikmenn eru
efins um hvort rétt sé að reyna að
halda áfram keppni strax. Troy
Deeney, fyrirliði Watford, sagði í
viðtali við ITV í gær að þetta fyrsta
skref væri einfalt, í raun svipað og
að fara einn með bolta út í almenn-
ingsgarð. Næsta skref, sem stíga á í
næstu viku, yrði mun erfiðara.
„Þá eiga þrír til sex leikmenn að
æfa með fullum snertingum, og sex
dögum eftir það eiga ellefu að spila
gegn ellefu og þá verða fjarlægðar-
takmarkanir ekki mögulegar lengur.
Ég þrái að spila fótbolta aftur, ég er
í besta starfi í heimi. En öryggið
verður að vera til staðar fyrir alla.
Ég sá að Tammy Abraham (leik-
maður Chelsea) býr hjá pabba sín-
um sem er með astma og hann hefur
eðlilega áhyggjur.
Ég hef fengið fullt af skilaboðum
frá leikmönnum sem þora ekki að
segja sínar skoðanir. Það eru ekki
bara leikmenn liða í fallbaráttu, þeir
koma úr öllum liðum. Ég tel að um
98 prósent allra leikmanna séu sam-
mála um að þetta fyrsta skref sé
mjög gott. Ég tel líka að 65-70 pró-
sent, jafnvel fleiri, hafi miklar
áhyggjur af næsta skrefi,“ sagði
Deeney.
Kórónuveiran herjar enn á Bret-
landseyjar af miklum þunga. Á
sunnudag greindust rúmlega 3.500
ný tilfelli af henni á sama tíma og
talan var komin niður í 589 tilfelli í
Þýskalandi, þar sem fótboltinn rúll-
aði af stað á ný á laugardaginn.
Á mánudaginn kemur, 25. maí,
rennur út sá frestur sem UEFA,
Knattspyrnusamband Evrópu, gaf
aðildarþjóðum sínum til að gefa út
endanlega áætlun um hvernig halda
ætti áfram tímabilinu, ef það yrði
gert.
Leikmenn hafa miklar áhyggjur
Þó að Englendingar stígi fyrsta skref
í dag er óvíst hvenær þeir geta byrjað
AFP
Vörn Leikmenn ensku liðanna eiga að nota „buff“ eða hálsklúta á borð við
þennan sem Marcus Rashford skartar á fyrsta stigi æfinganna.
Skoska úrvalsdeildin í knattspyrnu
tilkynnti í gær að keppni væri
formlega lokið og Celtic væri
skoskur meistari árið 2020. Celtic
var með þrettán stiga forskot á
Rangers, sem átti leik til góða,
þegar keppni var hætt í mars vegna
kórónuveirunnar. Þetta er níundi
meistaratitill Celtic í röð og sá 51.
samtals. Nú vantar félagið þrjá í
viðbót til að ná Rangers, sem hefur
orðið meistari 54 sinnum, síðast
2011. Hearts fellur úr úrvalsdeild-
inni en Dundee United kemur upp
úr B-deildinni í staðinn.
Níundi titillinn
hjá Celtic í röð
AFP
Celtic Neil Lennon og Scott Brown
eru skoskir meistarar í ár.
Knattspyrnulið Grindavíkur hefur
fengið liðsstyrk fyrir átökin í sum-
ar því KR-ingurinn Oddur Ingi
Bjarnason verður að láni hjá félag-
inu út tímabilið. Grindavík féll úr
efstu deild á síðasta ári og leikur í
1. deild í sumar. Oddur lék með KV
í 3. deild síðasta sumar og skoraði
þá sjö mörk í fimmtán leikjum.
Oddur Ingi er fæddur árið 2000 og
spilaði hann þrjá leiki með KR í
Lengjubikarnum í vetur. Er honum
ætlað að leysa Símon Thasaphong
af hólmi, en Símon meiddist illa í
vetur og verður lítið með í sumar.
Grindavík fær
KR-ing að láni
Ljósmynd/Grindavík
Grindavík Oddur Ingi Bjarnason
leikur með Grindvíkingum í sumar.
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Alexandra Jóhannsdóttir, landsliðs-
kona Íslands í knattspyrnu og leik-
maður Breiðabliks í úrvalsdeildinni,
þurfti að draga sig úr íslenska hópn-
um sem tók þátt á Pinatar Cup, al-
þjóðlegu móti á Spáni, í byrjun mars
vegna meiðsla.
Miðjumaðurinn öflugi, sem er tví-
tug, hefur verið að glíma við meiðsli
aftan í læri í vetur en hún er vongóð
um að verða komin á fulla ferð með
Breiðabliki þegar liðið hefur leik
gegn FH í Pepsi Max-deildinni 13.
júní á Kópavogsvelli.
„Ég fékk þær fréttir á dögunum
að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti
að vinna með í allt sumar,“ sagði
Alexandra við Morgunblaðið. „Ég á
engu að síður að geta spilað og æft,
svo framarlega sem ég versna ekki.
Ég sé þess vegna fram á að geta
spilað alla leiki, svo framarlega sem
ég er valin í liðið, og geta tekið þátt í
öllum æfingum í sumar.“
Þrátt fyrir ungan aldur á Alex-
andra að baki fimm A-landsleiki fyr-
ir Ísland þar sem hún hefur skorað
eitt mark. Þá hefur hún spilað 52
leiki í efstu deild með Haukum og
Breiðabliki, þar sem hún hefur skor-
að 18 mörk.
„Eins og staðan er í dag er ég
bara að æfa eins og aðrir leikmenn
liðsins. Ég þarf að hita aðeins betur
upp auðvitað en annars tek ég þátt í
öllum æfingum með liðinu. Að sama
skapi er orðið ansi langt síðan maður
spilaði fótbolta þannig að ég veit
ekki nákvæmlega hvernig spilformið
hjá mér er og hvernig maður verður
þegar maður byrjar að spila en það
kemur bara í ljós þegar nær
dregur,“ sagði Alexandra.
Mun glíma við
meiðslin í sumar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vongóð Alexandra Jóhannsdóttir
vonast til að geta spilað alla leiki.
KSÍ tilkynnti í gær að fimm skipt-
ingar yrðu leyfðar á Íslandsmót-
unum í fótbolta í sumar. FIFA til-
kynnti í byrjun mánaðar að
aðildarfélög gætu sótt um leyfi til
að fjölga skiptingum úr þremur yfir
í fimm vegna þeirra afleiðinga sem
löng pása vegna kórónuveirunnar
getur haft á leikmenn. Með þessu á
að minnka meiðslahættu. Má stöðva
leikinn þrisvar fyrir skiptingar hjá
hvoru liði í hverjum leik. Lagt er til
að þessi regla verði áfram í gildi
tímabilið 2020/21, sem og í lands-
leikjum til ársloka 2021.
Leyfa fimm
skiptingar
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Íslandsmót Fimm skiptingar verða
leyfðar á Íslandsmótinu í sumar.
Körfuknattleiks-
deild ÍR og
landsliðsmað-
urinn Collin Pry-
or hafa komist að
samkomulagi um
að framlengja
samstarf sitt um
eitt ár. Collin
kom til ÍR fyrir
síðasta tímabil,
en hann hefur
leikið samfleytt á Íslandi síðan
2013. Collin lék fyrst um sinn með
FSu hér á landi. Þá hefur hann
einnig leikið með Fjölni og Stjörn-
unni. Er hann með íslenskt vega-
bréf og hefur leikið með íslenska
landsliðinu, en hann er fæddur og
uppalinn í Bandaríkjunum. Leik-
maðurinn skoraði 17,6 stig og tók
5,4 fráköst að meðaltali í leik á síð-
ustu leiktíð og var einn besti leik-
maður liðsins. ÍR var í sjöunda sæti
Dominos-deildarinnar og búið að
tryggja sér sæti í úrslitakeppninni
þegar tímabilinu var aflýst vegna
kórónuveirunnar.
Þá hefur Hamar gengið frá
samningi við Hollendinginn Ruud
Lutterman og mun hann leika með
liðinu næsta vetur. Lutterman kem-
ur til Hamars úr háskólaboltanum í
Bandaríkjunum. Hefur hann spilað
með U20 og U18 ára landsliðum
Hollendinga.
Landsliðs-
maður áfram
hjá ÍR-ingum
Collin
Pryor
Knattspyrnukonan Andrea Mist
Pálsdóttir, sem leikið hefur með
Þór/KA til þessa, er á leiðinni í FH
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins. Andrea samdi við Orobica
á Ítalíu eftir áramót en gat aðeins
spilað tvo leiki áður en keppni var
hætt vegna kórónuveirunnar.
Andrea er 21 árs en á að baki sex
tímabil með meistaraflokki Þórs/
KA, þar sem hún varð Íslandsmeist-
ari 2017, og hefur leikið 97 leiki í
efstu deild. Þá á hún að baki þrjá
leiki með A-landsliði Íslands.
Andrea Mist
á leiðinni í FH
Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
FH Andrea Mist Pálsdóttir mun vera
á leiðinni í Kaplakrikann.