Morgunblaðið - 19.05.2020, Blaðsíða 28
Ljósmynd/Ólafur Daði Eggertsson
Lukkuleg Verðlaunahafarnir Þórarinn Eldjárn, Rán Flygenring og Mar-
grét Tryggvadóttir stilltu sér upp á tröppum Höfða með Degi B. Eggerts-
syni borgarstjóra og Tinnu Ásgeirsdóttur formanni dómnefndar.
Margrét Tryggvadóttir, Rán Flyg-
enring og Þórarinn Eldjárn hlutu
Barnabókaveðlaun Reykjavíkur-
borgar í ár fyrir bækurnar Kjarval –
Málarinn sem fór sínar eigin leiðir,
Vigdís – Bókin um fyrsta konu-
forsetann og Hver vill hugga krílið?
eftir Tove Jansson, sem Þórainn
þýddi.
Verðlaunin voru veitt við nokkuð
óvenjulegar aðstæður í ár vegna
COVID-19 og heldur síðar en venjan
er. Borgarstjóri, Dagur B. Eggerts-
son, afhenti höfundunum verðlaunin
í Höfða en í stað hefðbundinnar mót-
töku var athöfnin kvikmynduð til að
fleiri mættu njóta og má sjá stikluna
á vefjum Reykjavíkurborgar og
Reykjavíkur bókmenntaborgar
UNESCO.
Barnabókaverðlaun Reykjavíkur-
borgar eru veitt í þremur flokkum
bóka fyrir börn og ungmenni; flokki
frumsaminna bóka, flokki myndlýs-
inga og flokki þýðinga. Þetta eru
elstu barnabókaverðlaun sem veitt
eru hér á landi en þau voru fyrst
veitt sem Barnabókaverðlaun
fræðsluráðs Reykjavíkur árið 1973.
Árið 2016 voru Dimmalimm-
verðlaunin og Barnabókaverðlaun
Reykjavíkur sameinuð og urðu
flokkarnir þá þessir þrír. Verðlauna-
féð er 350.000 kr. í hverjum flokki.
„Listilega vel“ gert
Í ár fékk dómnefndin 108 bækur
til skoðunar, 32 frumsamdar á ís-
lensku, 54 þýddar og 20 myndríkar.
Er það um fimmtungs aukning milli
ára. Voru fimm bækur tilnefndar í
hverjum flokki.
Margrét Tryggvadóttir hlaut
verðlaunin í flokki frumsaminna
bóka fyrir Kjarval – Málarinn sem
fór sínar eigin leiðir. Í umsögn dóm-
nefndar segir að í bókinni séu les-
endur „listilega leiddir inn í sam-
félag, ævi og verk eins ástsælasta
málara þjóðarinnar. Í bókinni er ofið
saman ævi listamannsins og sögu 20.
aldarinnar. Samtímis fræðast les-
endur um þroska Kjarvals sem lista-
manns sem og stefnur og strauma í
listaheiminum í heillandi frásögn“.
Rán Flygenring hlaut verðlaunin í
flokki myndlýsinga í barna- og ung-
mennabók fyrir bókina Vigdís –
Bókin um fyrsta konuforsetann. Í
umsögn segir: „Uppbygging bók-
arinnar og samspil mynda og texta
skapar sterka og fallega heild þar
sem myndstíllinn styður fullkomlega
við anda bókarinnar.“
Þá hlaut Þórarinn Eldjárn verð-
laun í flokki þýddra bóka fyrir þýð-
ingu sína á Hver vill hugga krílið?
eftir Tove Jansson en honum „ferst
það listilega vel úr hendi“.
Margrét, Rán og Þórar-
inn hrepptu verðlaunin
Hlutu hin gamalgrónu Barnabókaverðlaun Reykjavíkur
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 2020
Hellaskoðun fyrir tvo
í Raufarhólshelli
Gisting fyrir tvo
í standard herbergi
Morgunverðarhlaðborð
Sumartilboðsverð:
20.600 kr.
Skoðaðu glæsilegu sumartilboðin okkar á
hotelork.is/tilbod
Miðstöð íslenskra bókmennta út-
hlutaði 28 milljónum króna í útgáfu-
styrki til 45 verka fyrir helgi og er
það tveggja milljóna króna hækkun
frá síðasta ári þegar 26 milljónir
voru veittar til útgáfu 43 verka. Í til-
kynningu frá miðstöðinni kemur
fram að bækurnar sem hlutu styrki
að þessu sinni séu afar fjölbreyttar
og er umfjöllunarefnið af margvís-
legum toga, s.s. náttúruvísindi, bók-
menntir, tungumál, sagnfræði,
tungumál, byggingarlist og hönnun.
Alls bárust 69 umsóknir um útgáfu-
styrki að þessu sinni og sótt var um
rúmar 65 milljónir króna.
Hæstu styrkina, 1.500.000 kr.,
hlutu Laugavegur (vinnuheiti) eftir
Guðna Valberg og Önnu Dröfn
Ágústsdóttur sem gefin er út af Ang-
ústúru og Ævisaga Sigurðar Þór-
arinssonar jarðfræðings (vinnuheiti)
eftir Sigrúnu Helgadóttur og Sigríði
Harðardóttur sem er ritstjóri en út-
gefandi er Náttúruminjasafn Ís-
lands. Næsthæsta styrkinn,
1.200.000 kr., hlaut Guðjón Samúels-
son arkitekt eftir Pétur Ármannsson
sem er gefin út af Hinu íslenska bók-
menntafélagi, og 1.100.000 kr. hlutu
Í fjarska norðursins. Ísland og
Grænland. Viðhorfasaga í þúsund ár
eftir Sumarliða R. Ísleifsson sem
gefin er út hjá Sögufélaginu og
Töfrafjallið eftir Thomas Mann en
myndhöfundar eru Haraldur Jóns-
son, Karlotta Blöndal, Steingrímur
Eyfjörð og Unnar Örn Auðarson.
Útgefandi er Þýðingasetur Háskóla
Íslands. Af öðrum verkum sem hlutu
styrki má nefna Umhverfis Ísland
eftir Gunnstein Ólafsson og Pál Stef-
ánsson, Bæinn sem hvarf í ösku eftir
Bjarna F. Einarsson, Smásögur
heimsins V-Evrópa í ritstjórn Jóns
Karls Helgasonar, Kristínar G.
Jónsdóttur og Rúnars Helga Vign-
issonar og Galdur og guðlast á 17.
öld. Dómar og bréf eftir Má Jónsson.
Heildarlista styrkja má finna á
vefslóðinni islit.is/styrkir/utgafu-
styrkir/uthlutanir-2020/.
28 milljónum
króna úthlutað
Útgáfustyrkir til 45 bóka af ýmsu tagi
StyrktAnna Dröfn Ágústsdóttir og
Guðni Valberg eru höfundar bókar
sem ber vinnuheitið Laugavegur.
Byrjað er að opna söfn og sýningar-
sali á meginlandi Evrópu, í löndum
þar sem COVID-19-faraldurinn hef-
ur heldur látið undan síga. Til að
mynda var byrjað að opna söfn á
Ítalíu í gær. Opnun safna er þó alls
staðar háð skilyrðum um takmark-
aðan fjölda gesta og tilskilið bil
milli manna, auk þess sem víðast
hvar þarf fólk að kaupa miða á net-
inu fyrir tilsettan tíma.
Ein þeirra sýninga sem hafa ver-
ið opnaðar að nýju er í Beyeler
Foundation í Sviss, með verkum
eftir bandaríska listamanninn Edw-
ard Hopper, en mörgum finnst sem
verk hans tali einstaklega vel inn í
þessa tíma einangrunar og innilok-
unar. Þau sýna mörg hver fólk sem
er eitt inni á heimilum, á hótelher-
bergjum eða situr í einsemd á fá-
sóttum opinberum stöðum.
Þar sem ferðamenn flakka ekk-
ert milli landa um þessar mundir
eru það heimamenn einir sem geta
sótt sýningar, en jafnframt taka
söfnin við margfalt færri gestum en
áður vegna fjarlægðarskilyrða.
Greint er frá því í The Art News-
paper að Van Gogh-safnið í
Amsterdam verði opnað aftur 1.
júní. Að meðaltali hafi um 6.000
gestir sótt safnið daglega en með
nýju reglunum verði þeir að há-
marki 700 á dag. Segja forsvars-
menn safnsins það grafalvarlega
stöðu rekstrarlega, safnið þurfi
mun fleiri gesti til að standa undir
rekstrinum, og hlýtur það að eiga
við um þau flest. efi@mbl.is
Byrjað að opna
söfn og sýningar
AFP
Einsemdarverk Grímuklæddur gestur við verkið „Cape Cod Morning“ eftir Edward Hopper í Beyeler Foundation.