Morgunblaðið - 19.05.2020, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
VINSÆLASTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI
KOMIN AFTUR Í BÍÓ
TIL AÐ KOMA OKKUR Í HLÁTURGÍRINN !
GÓÐ GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
MEÐ ÍSLENSKU TALI.
Sigríður Pétursdóttir kvikmynda-
fræðingur mælir með list sem
njóta má heima hjá sér.
„Ég hef horft á fjölmargar
sjónvarpsþáttaraðir undanfarið,
ekki síst frá Norðurlöndunum.
Meðal þeirra má nefna 22. júlí,
Þegar rykið sest, Útrás og
Stefnumót í sarpi RÚV, og Get-
urðu elskað mig núna? á Viaplay.
Unorthodox og
SHTISEL eru
svo virkilega
góðar þáttarað-
ir á Netflix sem
fjalla um líf
strangtrúaðra
gyðinga.
Ég mæli þó
fyrst og fremst
með þáttaröð-
inni Normal
People, sem er í
gangi á BBC og er líka hægt að
sjá á Hulu, SVT og jafnvel víðar.
Ljúfsár ástarsaga írskra ung-
menna, sem eiga jafn erfitt með
að vera sundur og saman. Eins
og fólk er flest eftir Sally Rooney
er afbragðs bók og ég varð dálít-
ið smeyk þegar ég heyrði að gera
ætti sjónvarpsþætti byggða á
henni. En Lenny Abrahamson og
Hettie Macdonald tekst hið
ómögulega og þættirnir eru ekki
síðri. Takturinn er seigfljótandi,
þeir eru vel leiknir, nístandi sár-
ir, samt skemmtilegir, snerta
mann djúpt, eru óendanlega fal-
lega teknir og myndmálið í fyr-
irrúmi þrátt fyrir að þeir séu að-
lögun.
Auk þess að horfa á sjónvarp
hef ég gluggað í bækur, bæði nýj-
ar og gamlar. Ég hafði ekki lesið
smásögur Ástu Sigurðar lengi og
tók Sunnudagskvöld til mánu-
dagsmorguns úr hillunni nýverið.
Ég les sögurnar á um það bil ára-
tugar fresti og upplifunin er mis-
munandi eftir því á hvaða aldri
maður er, en alltaf hreyfa þær
jafn mikið við mér. Ég kíkti í
leiðinni í ljóðabókina Þegar þú
ert ekki eftir Guðrúnu Svövu
Svavarsdóttur, sem ég hef líka
lesið margoft.
Það er ennfremur óhætt að
mæla með upptökum frá Sinfóní-
unni sem eru aðgengilegar á net-
inu. Ég hef notið þeirra í botn
þegar ég er ekki að hlusta á
GDRN sem er í einstöku uppá-
haldi.“
Mælt með í kófinu
Ást Úr þáttunum Normal People
sem Sigríður mælir með.
Ljúfsár ástarsaga
írskra ungmenna
Ljósmynd/Jón Kaldal
Skáld Sigríður tók Sunnudagskvöld
til mánudagsmorguns úr hillunni.
Sigríður
Pétursdóttir
Þjóðminjasafn Íslands hlaut í gær, á
alþjóðlega safnadeginum, Íslensku
safnaverðlaunin fyrir hina nýju
varðveislu- og rannsóknamiðstöð
Þjóðminjasafns Íslands í Kópavogi
ásamt Handbók um varðveislu safn-
kosts.
Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna
(ICOM) og Félag íslenskra safna og
safnmanna (FÍSOS) standa saman
að verðlaununum sem eru viður-
kenning veitt annað hvert ár ís-
lensku safni fyrir framúrskarandi
starfsemi. Voru þau veitt í gær í
tuttugasta sinn.
Verkefni og sýningar í fjórum öðr-
um söfnum eða í samstarfi stofnana
voru líka tilnefnd: „Austfirskt full-
veldi – sjálfbært fullveldi“ – Minja-
safn Austurlands á Egilsstöðum,
Tækniminjasafn Austurlands á
Seyðisfirði og Sjóminjasafn Austur-
lands á Eskifirði ásamt Gunnars-
stofnun, menningar- og fræðasetri á
Skriðuklaustri; „Fiskur og fólk –
sjósókn í 150 ár“ – ný grunnsýning
Sjóminjasafns Borgarsögusafns
Reykjavíkur með aðkomu tvennra
hollvinasamtaka, Óðins og Magna;
„2019 – ár listar í almannarými hjá
Listasafni Reykjavíkur“, verkefni
sem vakti athygli á listinni í daglegu
umhverfi utan veggja safnsins; og
„Vatnið í náttúru Íslands“ – ný
grunnsýning Náttúruminjasafns Ís-
lands.
Næra, fræða, skemmta, auðga
Guðni Th. Jóhannesson forseti af-
henti Margréti Hallgrímsdóttur
þjóðminjaverði safnaverðlaunin við
athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu
í gær. Í umsögn um viðurkenn-
inguna að segir að Þjóðminjasafn Ís-
lands sé höfuðsafn á sviði menning-
arminja og leiðandi á sínu sviði. Þar
sé varðveittur ómetanlegur minja-
auður þjóðarinnar, sem sé í senn
kveikja þekkingar og nýsköpunar.
Rannsókna- og varðveislusvið safns-
ins hafi aukið þekkingu safnmanna á
fyrirbyggjandi þáttum forvörslu og
mikilvægi réttrar meðhöndlunar
safngripa. Einn liður í því sé útgáfa
Handbókar um varðveislu safnkosts,
í tveimur bindum, sem gefin er út af
Þjóðminjasafninu í samvinnu höfuð-
safnanna þriggja ásamt Þjóðskjala-
safni Íslands og Landsbókasafni Ís-
lands – Háskólabókasafni. Það hafi
verið mat valnefndar að „varðveislu-
og rannsóknasetur Þjóðminjasafns
Íslands í Hafnarfirði og Kópavogi
ásamt Handbók um varðveislu safn-
kosts sé mikilvægt framlag til minja-
verndar á landsvísu. Samstarf og
miðlun þekkingar er þýðingarmikið
og sú sérhæfða aðstaða sem sköpuð
hefur verið fyrir varðveislu ómetan-
legra minja er til fyrirmyndar og ís-
lensku safnastarfi til framdráttar.“
Í þakkarávarpi hnykkti þjóð-
minjavörður á mikilvægi safna í
menningu og samfélagi og sagði ný-
sköpun í safnastarfi, eins og verið
var að verðlauna, vera í þágu fram-
tíðarinnar. Sagði hún söfnum ætlað
„að næra, fræða, skemmta og
auðga.“ Sagði Margrét að féð sem
fylgir verðlaununum verði notað til
að kynna safnastarf í landinu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Þakklát Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður flutti ávarp eftir að forsetinn afhenti henni verðlaunin.
Þjóðminjasafnið hlaut
Íslensku safnaverðlaunin
Fimm safnaverkefni voru tilnefnd til verðlaunanna