Morgunblaðið - 19.05.2020, Síða 32
Glænýtt lag Barnamenn-
ingarhátíðar 2020,
„Hvernig væri það?“, er
eftir tónlistarmanninn
Daða Frey. Lagið hefur
hann samið í samstarfi
við börn í 4. bekkjum í
Reykjavík og er textinn
byggður á hugmyndum
þeirra um hvernig
heimurinn væri ef þau
fengju að ráða.
Lagið kemur út á
Spotify og Youtube-síðu
hátíðarinnar í dag. Nem-
endur fjórða bekkjar fá
fyrst að heyra lagið og horfa á myndbandið sem Daði er
jafnframt búinn að gera við lagið. Á morgun, miðviku-
dag, kl. 9 verða svo tónleikar með Daða Frey á Face-
book-síðu hátíðarinnar þar sem hann flytur nokkur af
vinsælustu lögum sínum og jafnframt það nýja.
Nýtt lag Daða Freys samið fyrir
Barnamenningarhátíð með börnum
böndum. „Hún, eins og ég, sótti alla tónleika Bubba í
félagsheimilinu á Raufarhöfn, þegar þar að kom var
hún flutt þangað í sjúkrabíl vegna þess að hún átti erf-
itt með að hreyfa sig, og þegar það gekk ekki lengur
hélt Bubbi einkatónleika fyrir hana heima,“ rifjar
Bjarni Ómar upp.
Þeir hittust fyrst eftir tónleika þegar heimamaðurinn
var 14 ára. Hann segist hafa farið heim, náð í gítarinn
og farið aftur í félagsheimilið, þar sem Bubbi og Danny
Pollock hafi enn verið. „Ég spurði Bubba hvort hann
gæti kennt mér að stilla gítarinn og hann tók mig í
fóstur þetta kvöld. Við settumst niður uppi á sviði og
þeir félagar kenndu mér alls konar trix. Til dæmis
kenndi Bubbi mér að spila áslátt sinn, sem felst í að
plokka bassastrengina til skiptis, en þessa ásláttar-
tækni notar hann svo oft í útsetningum lagasmíða
sinna. Þetta er mjög eftirminnilegt, að hann skyldi gefa
stráklingi sem ekkert kunni þetta tækifæri.“
Þetta er eina skiptið sem Bubbi og Bjarni Ómar hafa
spilað saman. „Vonandi líður ekki langt þangað til við
getum endurtekið leikinn, ég þarf að heyra í Bubba
með það.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Undanfarna daga hefur Bjarni Ómar Haraldsson, sér-
fræðingur á kjarasviði Sambands íslenskra sveitar-
félaga, spilað á gítar, sungið og tekið upp óskalög eftir
Bubba Morthens og sent svo beint á viðkomandi ein-
staklinga. Þegar honum var gert að vinna heima vegna
samkomubannsins frá 23. mars til 4. maí tók hann upp
eitt lag eftir Bubba á dag, alls 44 lög, og setti inn á
Facebook-síðu sína ásamt pistli með hverju lagi þar
sem hann tengdi skrif sín við lag dagsins út frá eigin
líðan, reynslu og skoðunum.
„Þessi óskalög urðu út undan og fóru aldrei á Face-
book og ég er að þurrka upp þau síðustu,“ segir Bjarni
Ómar. Þegar hann byrjaði að vinna heima segist hann
hafa sest niður með gítarinn í
fyrsta kaffitímanum, tekið upp
lag á símann og sett það inn á
netið. „Ég hafði engan vinnu-
félaga til að ræða við yfir kaffi-
bollanum og eftir að fyrsta lagið
náði eyrum fólks fékk ég áskor-
un um að halda þessu áfram í
samkomubanninu. Ég tók henni
þar til mér var gert að mæta aft-
ur til starfa á vinnustaðnum.
Þannig varð kaffitíminn í Covid til.“
Bjarni segir að það hafi verið erfitt að velja úr öllum
þeim aragrúa frábærra laga sem Bubbi hefur sent frá
sér á löngum ferli en nokkur uppáhaldslög Bjarna Óm-
ars eru Syneta, Talað við gluggann, Sú sem aldrei sefur
og Mr. Dylan. „Hentugast var bara að vakna og velja
lag dagsins eftir dagstemmingunni eða bara veðrinu og
svo skrifaði ég pistilinn.“
Bubbi gaf tóninn á Raufarhöfn
Bjarni ólst upp á Raufarhöfn. Þar þekkti hann til sér
eldri félaga, Magnúsar Stefánssonar trommuleikara og
Rúnars Erlingssonar bassaleikara, sem voru komnir
suður og spiluðu með Bubba Morthens í laginu Jón
pönkari á plötunni Ísbjarnarblús og í kjölfarið varð
hljómsveitin Utangarðsmenn til. „Þetta fór ekki
framhjá fólki með tóneyra og við krakkarnir, sem höfð-
um legið með slefið og horft inn um glugga til að fylgj-
ast með strákunum æfa sig á kvöldin heima á Raufar-
höfn, tókum tónlistina með þeim og Bubba algerlega
inn að beini enda ekki margir heimsfrægir frá Raufar-
höfn eins og þeir félagar urðu í raun, allavega fyrir
okkur heima.“
Um árabil fór Bubbi í tónleikaferð um landið á
hverju ári og þegar hann spilaði á Raufarhöfn kveikti
það enn frekar í Bjarna Ómari. 14 ára byrjaði hann að
spila á gítar undir áhrifum frá Bubba og eitt leiddi af
öðru. Hann hefur verið gítarleikari í hljómsveitum,
komið fram sem trúbador og söngvari, starfað sem tón-
listarkennari, tekið þátt í ýmsum tónlistarverkefnum og
gert þrjár sólóplötur. Annað líf kom út 1998, Fyrirheit
2008 og Enginn vafi, þar sem lagasmíðar eru undir
sterkum áhrifum frá Bubba, kom út árið 2018.
Amma Bjarna Ómars tengdist Bubba nánum
Í hlutverki Bubba
Kaffitíminn í Covid stytti stundirnar í vinnunni heima
Ljósmynd/Björn Jónsson
Tónlistarmaður Bjarni Ómar skemmtir á Græna hattinum.
ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 140. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Stjarnan er komin með öflugt þjálfarateymi fyrir karla-
lið sitt í körfuknattleik eftir að Ingi Þór Steinþórsson
og Danielle Rodriguez gengu til liðs við aðalþjálfarann
Arnar Guðjónsson í gær. Ingi var því ekki lengi atvinnu-
laus eftir að KR-ingar sögðu honum upp störfum á
dögunum og Danielle er komin aftur til Stjörnunnar
eftir að hafa verið leikmaður með KR á síðasta tímabili.
Arnar kveðst vera afar spenntur fyrir því að vinna með
þeim. »26
Öflugt þjálfarateymi í Garðabænum
ÍÞRÓTTIR MENNING