Morgunblaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.05.2020, Blaðsíða 2
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir Gunnlaugur Snær Ólafsson Leitin að sjómanninum sem talið er að hafi fallið fyrir borð af fiskiskipi í Vopnafirði í fyrradag bar engan árangur í gær, en leitað var frá morgni til kvölds. Um 140 björg- unarsveitarmenn tóku þátt í leitinni og er talið að alls hafi um 170 ein- staklingar leitað sjómannsins í gær. Leitin var umfangsmikil en drónakafbátur kannaði sjávarbotn- inn, gengið var meðfram strand- lengjunni, björgunarbátar sigldu um fjörðinn og eftirlits- og björg- unarflugvél Landhelgisgæslunnar leitaði úr lofti, en þyrla Gæslunnar aðstoðaði við leitina í fyrradag. Allur fjörðurinn innan tanga var fínkembdur á sjó og landi. Auk þess var leitað á svæði sem markast af Selnibbu að norðan og Flös í Kollu- múla að sunnan. Jón Sigurðsson, formaður björg- unarsveitarinnar Vopna, sagði í gær að aðstæður til leitar væru góðar og fengust björgunarsveitir allt vestan frá Húsavík og sunnan frá Djúpavogi til þess að aðstoða heimamenn. Leitinni verður haldið áfram í dag og mun björgunarsveitin Vopni annast hana næstu daga og fram að helgi. Stefnt er þá að fjölgun í leit- arliði að nýju. Ákvörðun um fram- hald leitar, hafi hún ekki borið ár- angur, verður þá tekin. Skjót og fagmannleg viðbrögð Maðurinn var á 350 tonna fiski- skipi sem var á leið til lands eftir veiðar og er í leigu annars útgerð- arfélags en þess sem er skráður eigandi skipsins. Útgerðarstjóri fyrirtækisins sem á fiskiskipið hrósaði í samtali við mbl.is leigu- taka skipsins fyrir skjót og fag- mannleg viðbrögð sem hafa miðað að því að veita áhöfninni þá þjón- ustu sem hún hefur þarfnast í kjöl- far atviksins. „Það hefur verið al- veg til fyrirmyndar hvernig brugðist var við. Þeir hafa komið alveg rosalega vel fram við áhöfn- ina,“ sagði útgerðarstjórinn sem kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið. Leit haldið áfram í dag  Umfangsmikil leit var frá morgni til kvölds að sjómann- inum í Vopnafirði  Alls tóku um 170 þátt í leitinni í gær Leitað í Vopnafirði Grunnkort: marinetraffi c.com Fjölmörg björgunar- skip og bátar taka þátt í leitinni sem beinist einkum að svæðinu í kringum og suður af Seley. Á kortinu sést leitarsvæði björgunar- skipsins Sveinbjarnar Sveinssonar frá Vopnafi rði eins og það leit út síðdegis í gær á marinetraffi c.com. Vopnafjörður Vopnafjörður 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2020 Bókhald & ráðgjöf - Eignaskiptayfirlýsingar & skráningartöflur Numerus – bókhald og ráðgjöf / Suðurlandsbraut 22 / S. 896 4040 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun frá og með deginum í dag beita viðurlögum séu ökutæki enn á negldum dekkjum í umferðinni. Þetta segir Árni Friðleifsson, aðal- varðstjóri umferðardeildar. Nagladekk eru lögum samkvæmt bönnuð undir bílum frá 15. apríl en yfirleitt er ekki byrjað að sekta fyrr en 10. maí. Að sögn Árna er lög- reglan seinna á ferðinni í ár sökum ástandsins. „Við erum að byrja þetta aðeins seinna en venjan hefur verið. Við erum yfirleitt að byrja í kringum 10.-15. maí. Seinkunin skýrist bæði af faraldrinum og svo voru veðurfarslegar aðstæður um mánaðamótin þess eðlis. Að auki var erfitt að fá tíma í dekkjaskipti,“ segir Árni sem hvetur alla öku- menn, sem enn eru á nagladekkj- um, til að huga að dekkjaskiptum sem fyrst. „Við höfum verið í góðu sambandi við dekkjaverkstæðin síð- ustu vikur og þau hafa veitt okkur góðar upplýsingar um bókunar- stöðu. Nú er það svo að flestir eiga að geta fengið tíma. Við hvetjum því alla til að drífa í þessu,“ segir Árni. Séu ökumenn enn á nagladekkj- um geta þeir nú átt von á hárri sekt, allt að 80 þúsund krónum. „Við verðum á einhverjum tíma- punkti að hnippa í ökumenn. Þetta eru 20 þúsund kr. á hvert dekk sem samtals gerir auðvitað 80 þúsund kr. Þetta er sekt sem bítur verulega þannig að við hvetjum alla sem ekki eru búnir að skipta til að gera það,“ segir Árni. Ökumenn sektaðir fyrir negld dekk  Lögreglan byrjar að sekta í dag „Ég hef ekki upp- lýsingar um hvaða aðilar eru að fara í sýna- töku. Mér þykir þó líklegast að þetta sé fólk sem hefur áhyggjur eða er sent af lækni,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, um mikinn fjölda sýna undanfarna daga. Eins og áður hefur komið fram hefur ekkert smit greinst í viku hér á landi. Þrátt fyrir það virðist ekkert lát á sýnatöku, en í gær voru alls tekin ríflega 300 sýni á sýkla- og veirufræðideild Landspítala og hjá Íslenskri erfðagreiningu. Spurður hvers vegna svo sé segist Már ekki vita hvað búi að baki. Hann viður- kenni jafnframt að fjöldinn komi sér á óvart. „Mér finnst þetta mjög mik- ið. Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna þetta er,“ segir Már. aronthordur@mbl.is Ekkert lát á sýnatöku hér á landi Már Kristjánsson  Mikill fjöldi sýna þó að enginn greinist 20% þeirra sem tóku þátt í könnun Félagsvísindastofnunar á starfsum- hverfinu á Alþingi hafa orðið fyrir einelti, en niðurstöður hennar voru kynntar þingmönnum og starfsfólki þingsins í gær. Einelti er algengast meðal þingmanna, en alls hafa 37,7% þingmanna orðið fyrir einelti og 18,4% allra þátttakenda í könnuninni hafa orðið fyrir kynbundinni áreitni. Þar af höfðu 31,8% þeirra þing- manna sem tóku þátt í könnuninni orðið fyrir kynbundinni áreitni. Forsætisnefnd þingsins skipaði í janúar síðastliðnum jafnréttisnefnd Alþingis, en henni er meðal annars ætlað að fara yfir niðurstöður könn- unarinnar og fylgja þeim eftir. „Ég tel afar mikilvægt að þessi könnun hafi verið gerð sem liður í aðgerðum, í ferli, til að takast á við og laga það sem betur má fara,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon, forseti Alþing- is, í fréttatilkynningu þingsins í gær. „Við hljótum að taka niðurstöðurnar alvarlega, sláandi sem þær eru, fylgja þeim eftir og halda vinnunni áfram.“ Um 38% orðið fyrir einelti  Steingrímur segir niðurstöðuna sláandi Stefán Gunnar Sveinsson Erla María Markúsdóttir Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var kallað út um kvöldmatarleytið í gærkvöldi þegar tilkynning barst um að reyk legði frá Hafnarstræti 37 í Innbænum svonefnda. Húsið er tveggja hæða bárujárnsklætt timb- urhús með steyptum kjallara, en það var byggt árið 1903. Reykkaf- arar fundu einn mann á miðhæð hússins, en hann var meðvitundar- laus þegar hann fannst. Maðurinn var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar, en engar upplýs- ingar var að fá um líðan hans í gær- kvöldi. Ólafur Stefánsson, slökkviliðs- stjóri slökkviliðsins á Akureyri, sagði í samtali við Morgunblaðið um ellefuleytið í gærkvöldi að slökkvilið væri enn að rífa veggi hússins og slökkva í þeim glæðum sem þá kæmu í ljós. Sagði hann ljóst að hús- ið væri gjörónýtt eftir eldsvoðann. Ólafur sagði að greiðlega hefði gengið að ná tökum á eldinum, en gerði ráð fyrir því að slökkvistarf myndi standa eitthvað fram á nótt. Samkvæmt tilkynningu lögregl- unnar á Norðurlandi eystra þurfti að rýma tvö hús í nágrenninu, en húsið stóð meðal annarra timbur- húsa í gamalgrónu hverfi. Ekkert lá fyrir um eldsupptök í gærkvöldi, en rannsókn gæti hafist í dag. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson Eldsvoði Slökkviliðsmenn sáu sig tilneydda til þess að rífa hluta af þaki hússins svo að slökkva mætti eldinn. Bjargað úr alelda húsi  Einn fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir að eldur kom upp í Hafnarstræti 37  Eitt af eldri húsum bæjarins Morgunblaðið/Margrét Þóra Bruni Húsið var tveggja hæða timburhús á steyptum kjallara og var alelda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.